Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTVIRTUR forsætisráð- herra Davíð Oddsson fór fyrst fyrir ríkisstjórn 1991 þá í samstarfi með Alþýðuflokknum (Samfylkingin). Formaður Alþýðuflokksins var Jón Baldvin Hannibalsson og jafnframt utanrík- isráðherra í þeirri rík- isstjórn. Hún gekk undir nafninu Viðeyj- arstjórnin. Á þeim tíma leiddi Jón Baldvin þá vinnu að koma í höfn samningi um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) og við þau tíma- mót þegar skrifað var undir samninginn lét ríkisstjórnin í það skína að við Íslend- ingar hefðum fengið nánast allt fyrir ekkert og velmegun myndi aukast verulega þegar fram liðu stundir. Andstæðingar aðildar vildu láta reyna á tvíhliða viðræður við Evr- ópusambandið (ESB) um samning sem yrði svo hægt að auka að efni til eftir atvikum. Þeir sem voru á móti EES-samningnum töldu hann ekki verða til góðs því með honum yrðu tekin tvö skref af þremur inn í ESB sem hefði í för með sér brot á full- veldisákvæðum íslensku stjórn- arskrárinnar. Annað ákvæði í EES- samningnum um frjálst fjármangs- flæði milli aðildarríkjanna skipti sköpum og fullveldissinnar treystu því ekki að okkar litla hagkerfi stæð- ist ágang erlends fjármagns og myndi því hreinlega sogast inn í hringiðu hagkerfis Evrópusam- bandslandanna. Þetta myndi leiða til þess að Íslendingar misstu efna- hagslegt sjálfstæði sitt í framtíðinni. Eins og sjá má á þjóðmálaumræð- unni í dag hafa erlendar skuldir landsmanna vaxið langt umfram getu okkar litla hagkerfis eftir inn- gönguna í EES og hafa þær aldrei verið meiri. Góðæriskenningin á sín- ar rætur frá þessari þróun, skuldir undir- staðan þótt þeirra væri aldrei getið í sjálfum málflutningnum þ.e.a.s. þeirra sem studdu EES-samninginn. Sannarlega hafa þær verkað sem driffjöður á lífæð hagkerfisins hér á landi, já, hér er verið að tala um skuldir, sem jafnframt hafa verið stór þáttur stöðugleik- ans, svokallaða. En hvar er hin raunveru- lega framleiðni? Uppsveifluna í efnahagslífinu má rekja að mestu leyti til uppbygg- ingar á Reykjavíkursvæðinu sem varð til vegna landsbyggðarflóttans sem hefur verið mikill síðustu tvo áratugina. Hornsteinn þessarar þró- unar, (landsbyggðarflóttinn annars vegar og fjármagnsstreymið til upp- byggingar hér syðra hins vegar) var lagður með kvótabraskkerfinu sem tryggt var svo í sessi með aðildinni að EES-samningnum, áratug síðar. Þetta gerði hinum fáu útvöldu kleift að fjármagna mestu búsifjan af mannavöldum í sögu þjóðarinnar. Alls kyns spákaupmennska hefur rutt sér til rúms síðustu árin þar sem arður er gerður úr væntingum og greiddur út í milljörðum til réttra aðila. Þetta hefur verið að gerast í íslensku atvinnulífi og nú síðast í sjávarútveginum á Akureyri, sem tekið sé dæmi. Sameiningarferli íslenskra fyr- irtækja undir nafninu ,,Hagræðing“ er eingöngu til þess fallið að fyr- irtækin geti haldið sjó á meðan þau eru að ná þeim stærðum á mark- aðinum að þau verði góður fjárfest- ingarkostur fyrir stóru erlendu fjár- festana sem bíða handan við hornið. Lykillinn til að ná þessum mark- miðum endanlega er innganga okkar í ESB svo að erlendir fjárfestar geti eignast hér áhrif og völd í framtíð- inni í okkar annars auðuga landi. Með inngöngunni myndu hinir fáu útvöldu áskotnast mikið fé við að selja auðlindir íslensku þjóðarinar ásamt réttindum til lands og sjávar sem þeir hafa verið að sölsa undir sig síðustu misserin gegn vilja þorra landsmanna. Íslenskum útflutningsfyr- irtækjum er fyrirmunað að stunda sjálfbæran og heilbrigðan atvinnu- rekstur svo sem í sjávarútvegi og iðnaði. Þau heyja allt að því vonlausa baráttu vegna kvótabrasksins og hás gengis íslensku krónunnar en í staðinn hefur rekstrargrundvelli þeirra verið haldið gangandi með stöðugu flæði af erlendu lánsfé inn í hagkerfið. Gjaldþrot hafa verðið með mesta móti á síðasta ári og sér ekki fyrir endann á þeirri óheillaþró- un. Samtök iðnaðarins hafa staðfest flótta iðnfyrirtækja frá Íslandi. Þreytumerki hafa líka komið fram hjá fyrirtækjum sem framleiða gjaldeyrissparandi vörur fyrir inn- anlandsmarkað og eru í samkeppni við innfluttar vörur sem eru ódýrari en ella vegna gjaldeyrisútsölunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins Sveinn Hannesson vísaði til þeirra staðreynda í Viðskiptablaði Mbl. 26. febrúar s.l. þegar hann sagði að mörg fyrirtæki væru í rekstri þrátt fyrir að í raun væru þau löngu orðin gjaldþrota. Þar kom einnig fram að Samtök iðnaðarins teldu að full aðild að ESB og upp- taka evru væri besta vörnin til að bæta markaðsstöðu íslenskra út- flutningsfyrirtækja. Hér ber að hafa í huga þegar Ís- lendingar gerðust aðilar að EES samningnum töldu sömu aðilar að stigið hefði verið eitt stærsta skref til sóknar fyrir atvinnulífið hér á landi. Stundum verður manni á að þekkja ekki muninn á vörn og sókn þegar kemur að framsetningu mark- aðsmála. Matarbúr landsmanna, ís- Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið Eftir Baldvin Nielsen ’Það verður fróðlegt aðfylgjast með framvindu mála í umræðunni um ESB hér á landi eftir að verðandi forsætisráð- herra Halldór Ásgríms- son tekur við starf- anum…‘ Baldvin Nielsen Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Kristinn R. Kjartansson, kristinn@hbfasteignir.is, gsm: 8972338 HB FASTEIGNIR Suðurlandsbraut 12 • 108 Reykjavík • Sími 520 9300 Er með mikið af söluturnum og veitinga- stöðum á skrá. Um er að ræða fyrirtæki í góðum rekstri og með fína viðskiptavild. Er með stór og þekkt fyrirtæki í sölu. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar stærðir og gerðir af fyrirtækjum á sölu- skrá - frábær sölutími framundan. Vantar fyrir öfluga fjárfesta atvinnu- og skrifstofuhúsnæði til kaups með eða án leigusamnings. Er að leita fyrir byggingameistara að góð- um blokkar-, einbýlis- og raðhúsalóðum á stór-Reykjavíkursvæðinu, allt skoðað. Vantar fyrir traust fyrirtæki ca 1.000 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði með góðri aðkomu á stór-Reykjavíkursvæðinu. TIL SÖLU/VANTAR Á SKRÁ Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 SOGAVEGUR 148 - RISHÆÐ ÁSAMT BÍLSKÚR OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 16-18 Vel staðsett rishæð í botnlanga fyrir ofan götu. Íbúðin er með sérinngangi og skiptist m.a. í fjögur herbergi og tvær stofur. Eldhús og bað er endurnýjað. Nýlegt rafmagn og endurnýjað þak. Gott geymsluloft er yfir íbúðinni. Einnig fylgir bílskúr. Verð 15,9 millj. Þorgeir og Hrönn taka vel á móti fólki frá kl. 16.00-18.00 í dag www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13-15 Eyjabakki 26 - 3. hæð Góð 111 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fjölbýli. 3 góð svefnherbergi, björt stofa og borðstofa, nýl. uppgert baðherb- ergi, þvottaherb. innan íbúðar, gestasnyrting er nýtt sem geymsla (allar lagnir til staðar). Gólfefni: Á stofu, eldhúsi, holi, gangi og baði eru flísar, á herb. eru dúkar. Stór geymsla. Sameign öll til fyrirmyndar, hús nýl. tekið í gegn að utan. Mjög barnvænt umhverfi, stutt í alla þjónust. s.s. skóla og verslanir. Áhv. ca 6,0 millj. Verð 13,3 millj. Kjartan og Sigríður taka á móti gestum á milli kl. 13-15. Glæsilegt 174 fm einbýli á einni hæð með innb. 36 fm bílskúr og glæsilegri lóð. Húsið er staðsteypt og hefur fengið gott viðhald. 3 stór herbergi og tvær stórar og bjartar stofur. Nýl. innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Bílskúr innr. í dag sem 27 fm stúdíóíbúð og 10 fm geymsla. Lóðin er falleg með miklum veröndum. Bílastæði hellulagt með hitalögnum. LAUS Í JÚLÍ-ÁGÚST 2004. Verð 25,89 millj. Victor og Guðrún Edda sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. Opið hús Arnartangi 11 - Mosfellsbæ SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Falleg og vel skipulögð 109 fm efri hæð og ris auk stæðis í bílageymslu á þessum eftirsótta stað í Smáranum, Kópavogi. Á neðri hæð er: Sérinngangur, eldhús, gestasalerni, þvottahús og stofa. Efri hæð: Tvö stór barnaherbergi, baðherbergi og stórt hjónaherbergi. Innréttað risloft yfir efri hæð. Fallegar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. Stutt í skóla, alla þjónustu og góða útivist. EIGNIN ER LAUS Í ÁGÚST. Verð 17,2 millj. Örvar og Helga sýna eignina í dag, sunnudag, frá kl. 14–17. Opið hús Lækjasmári 66 - Kópavogi SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Glæsileg eign Glæsilega uppgerð íbúð í gömlum stíl, en þó mikið opin. Vandaður frágangur á öllu. Flísalagt baðherbergi, tvö rúmgóð svefnherbergi, eldhús, stofa og hol opið. Glæsilegt hús byggt fyrir nákvæmlega 100 árum á horni Grettisgötu og Frakkastígs - sannarlega stolt síns meistara. Upplýsingar gefur Bjarni Pétursson í síma 896 3875 Þórarinn Jónsson hdl., lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.