Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 19 varð því að mestu að treysta á hluta- fjársöfnun erlendis. Á lokastundu tókst þó að stofna hlutafélag um bankann því Privatbanken í Kaup- mannahöfn, Centralbanken í Ósló og fjármálafyrirtækið Rubin & Bing í Kaupmannahöfn lögðu fram það hlutafé sem á vantaði til að fullnægja lögunum. Fyrsti fundur bankaráðs Íslands- banka var haldinn 22. mars 1904. Í fyrsta bankaráðinu sátu hinn nýi ráð- herra Íslands Hannes Hafstein, sem var formaður, þrír fulltrúar Alþingis og þrír fulltrúar hluthafa. Sam- kvæmt lögunum frá 1902 átti odda- maður bankaráðsins að vera Íslands- ráðherra dönsku stjórnarinnar, sem vitaskuld var danskur, en með heimastjórninni kom innlendi ráð- herrann í hans stað. Þar með höfðu fulltrúar Alþingis og íslenskra stjórnvalda meirihluta í ráðinu sem var æðsta stjórn bankans utan hlut- hafafunda. Ótti við það að starfsemi bankans myndi stórauka áhrif er- lendra aðila á íslenskt atvinnulíf reyndist því ástæðulítill. Ráðnir voru þrír bankastjórar að Íslandsbanka. Ungur danskur bankamaður, Emil Schou að nafni, var ráðinn aðalbankastjóri en hann starfaði áður hjá Rubin og Bing. Ís- lensku bankastjórarnir voru þeir Páll Briem amtmaður og Sighvatur Bjarnason sem verið hafði gjaldkeri í Landsbankanum. Sá fyrrnefndi var Valtýingur en hinn síðartaldi heima- stjórnarmaður. Páll lést nokkrum vikum eftir að bankinn tók til starfa og eftir það voru bankastjórarnir tveir þar til Hannes Hafstein settist í bankastjórastólinn að loknum ráð- herradómi árið 1909. Til ársins 1923 var ætíð einn bankastjóri Íslands- banka danskur en eftir það voru allir bankastjórarnir íslenskir. Lyftistöng fyrir atvinnulífið Réttum tveimur árum eftir stað- festingu bankalaganna, hinn 7. júní 1904, var Íslandsbanki opnaður al- menningi í fyrsta skipti í Ingólfshvoli í Hafnarstræti í Reykjavík. Höfuð- stöðvarnar voru þó lengst af í glæsi- legu húsi bankans við Lækjartorg en þangað fluttist hann vorið 1906. Í upphafi voru starfsmenn aðeins sjö. Hinn 1. september 1904 voru síðan opnuð þrjú útibú – á Akureyri, Ísa- firði og Seyðisfirði. Alls voru starfs- menn bankans þá orðnir fjórtán og þeim fór fjölgandi á næstu árum. Starfræksla útibúanna var ein for- senda þess að Íslandsbanki fékk starfsleyfi því þung áhersla var á það lögð að hann þjónaði ekki Reykvík- ingum einum heldur gagnaðist sem flestum landsmönnum og yrði lyfti- stöng fyrir byggðirnar. Enda sýndi það sig að í kaupstöðum með banka- útibúi var komið á fót öflugri vélbáta- útgerð og áttu útibúin sinn þátt í því. Í vaxandi þéttbýli þurfti einnig lánsfé til húsbygginga, verslunar og iðnaðar og þá var mikilvægt að eiga aðgang að lánastofnun eins og Ís- landsbanka. Haustið 1919 var síðan opnað Íslandsbankaútibú í Vest- mannaeyjum að ósk Eyjamanna. Samkvæmt lögum var tilgangur Íslandsbanka að efla og greiða fyr- ir framförum Íslands í verslun, vantar peninga…“ Auglýsing um opnun Íslandsbanka Gamli Íslandsbanki var opnaður 7. júní 1904. Örtröð hjá gjaldkerum Verzlunarsparisjóðsins Oft var þröng á þingi í afgreiðslum banka og sparisjóða fyrr á tíð enda húsnæði iðulega óhentugt og ekki sérsniðið að þörfum þeirra. Við opnun Verzlunarsparisjóðsins í Hafnarstræti 1 hinn 28. sept- ember 1956 myndaðist t.d. mikil örtröð í afgreiðslusalnum því marg- ir vildu eiga viðskipti við hinn nýja sjóð. Sparisjóðurinn var forveri Verzlunarbanka Íslands hf. sem var opnaður í rúmgóðum húsakynn- um í Bankastræti 5 hinn 8. apríl 1961 og þá vænkaðist mjög hagur starfsmanna og viðskiptavina. 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.