Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 41
NEMENDUR í uppeldisfræði
við Kvennaskólann í Reykjavík
hafa afhent menntamálaráð-
herra, Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur, niðurstöður könnun-
ar sinnar á viðhorfum
framhaldsskólanema til sam-
ræmdra stúdentsprófa og
styttingar náms til stúdents-
prófs.
Niðurstöður könnunarinnar
benda til afgerandi andstöðu
framhaldsskólanema við sam-
ræmd stúdentspróf.
Meirihluti nemenda, eða
84%, er mjög eða frekar and-
vígur samræmdum stúdents-
prófum. Þeir sem sögðust and-
vígir prófunum töldu að meiri
undirbúningstíma hefði verið
þörf og betri kynning hefði
þurft að fara fram um eðli
prófanna.
Sömuleiðis sögðust 55%
nemenda ekki myndu þreyta
prófin ef þau væru valfrjáls.
Meirihluti nemenda virðist
fylgjandi styttingu náms
Minnihluti nemenda, eða
32%, er andvígur styttingu
náms til stúdentsprófs. Nokk-
urn mun mátti sjá á afstöðu
nemenda í bekkjaskólum og
áfangaskólum, og voru nem-
endur bekkjaskóla frekar á
móti styttingu námsins, um
40%, en nemendur áfanga-
skóla.
Nemendurnir sem að könn-
uninni stóðu gagnrýna í loka-
skýrslu sinni hve erfitt hafi
verið að nálgast upplýsingar
um styttingu námsins. Leggja
þeir til að niðustöður könnun-
arinnar verði nýttar til að
varpa ljósi á viðhorf fram-
haldsskólanema til þessara
álitamála.
Niðurstöður könnunarinnar
gefa að þeirra mati ákveðnar
vísbendingar um viðhorf fram-
haldsskólanema til þessara fyr-
irhuguðu breytinga í skóla-
kerfinu.
Unnu rannsóknina
sem lokaverkefni
Rannsóknina vann hópur 10
nemenda í samvinnu við kenn-
ara sinn, Hildigunni Gunnars-
dóttur og Félagsvísindastofn-
un Háskóla Íslands. Viðhorf
alls 642 nemenda í þremur
skólum, Kvennaskólanum,
Fjölbrautaskólanum við Ár-
múla og Menntaskólanum á
Egilsstöðum, voru rannsökuð.
Nemendur á fyrsta til þriðja
ári voru beðnir um að svara
spurningalista sem lagður var
fyrir í skólunum, og haft var í
huga að athuga mun milli höf-
uðborgarsvæðis og lands-
byggðar, sem og mögulegan
mun milli bekkjaskóla og
áfangaskóla.
Að sögn Ásu Rúnar Ingi-
marsdóttur, eins nemenda í
hópnum, var unnið að könn-
uninni og úrvinnslu hennar allt
frá áramótum, en hópurinn er
á lokaári í skólanum. „Við vild-
um athuga viðhorf nemenda til
þessara álitamála sem mikið
eru í umræðunni. Við töldum
að rödd nemenda hefði ekki
heyrst sem skyldi í umræðunni
og sáum okkur þessa leið færa
til að bæta úr því,“ sagði Ása í
samtali við Morgunblaðið.
Rannsókn á
viðhorfum nema í
framhaldsskólum
Andstaða
við sam-
ræmd
stúdents-
próf
FASTEIGNASALA
HÁTÚNI 6a
SÍMI 512 1212 FAX 512 1213
STÍFLUSEL 1, 3. hæð til hægri 109 REYKJAVÍK. Opið hús í dag frá kl 15-17.
Um er að ræða 3ja herbergja afar bjarta íbúð alls 81 fm í 6 íbúða í góðu fjölbýl-
ishúsi á fjölskylduvænum stað í Seljahverfi í Reykjavík. Íbúðin er sérlega vel nýtt
með góðu skipulagi. Forstofa/hol með fataskáp og flísum á gólfi. Stofa og
borðstofa í alrými með dökku parketi, útgengt á rúmgóðar og skjólsælar svalir í
suðvestur. Eldhús er rúmgott með snyrtilegri hvítri innréttingu. Tengt er fyrir
þvottavél. Tvö svefnherbergi með plastparketi á gólfi, gott skápláss, stórir og
bjartir gluggar. Baðherbergi, Baðkar með sturtuaðstöðu, flísar í kringum bað-
kar. Sameign snyrtileg, Sér óvenju stór geymsla og sameiginleg hjólageymsla.
GÓÐ EIGN Á FJÖLSKYLDUVÆNUM STAÐ, STUTT FRÁ SKÓLA OG NÁLÆGT
ALLRI ÞJÓNUSTU. Verð 11,9 millj.
Kristín tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15-17.
OPIÐ HÚS - STÍFLUSEL 1
Mjög snyrtileg 5 herb. 140 fm íbúð
ásamt 27 fm bílskúr. Stórkostlegt
útsýni til suðurs og vesturs. Stór,
gróinn og skjólgóður garður. Stutt
í alla þjónustu og skóla. Eignin
getur losnað fljótlega. V. 18,9 m.
Áhv. 10 m. Verið velkomin.
Sölumenn Eignalistanns taka
vel á móti gestum.
SIGURÐUR ÖRN SIGURÐARSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
OPIÐ HÚS Sunudaginn 6. júní á milli kl. 16-18
Álfhólsvegur 123 - 2. HÆÐ
www.eigna.is – eigna@eigna.is – sími 530 4600
OPIÐ HÚS - BLÓMVALLA-
GATA 11 - 2. HÆÐ Falleg og
björt 51 fm 2ja herb. íbúð á 2. hæð í vest-
urbænum. Eignin skiptist í hol, stofu, eld-
hús, baðherbergi og eldhús. Sérgeymsla í
kjallara og sameiginlegt þvottahús. Nýtt
eldhús. Parket á gólfum. Mikil lofthæð.
Laus strax. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í
DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-16 (Ingi-
björg á bjöllu). V. 10,4 m. 422
AKRASEL - FRÁBÆR
STAÐSETNING Vel byggt tvílyft
um 300 fm einb. með innb. 35,4 fm bíl-
skúr. Húsið stendur efst í botnlanga og er
frábært útsýni frá efri hæðinni. Á neðri
hæðinni er forstofa, snyrting, hol, þvotta-
hús, geymsla og herbergi auk 50 fm rýmis
innaf holi sem skiptist í eitt stórt herbergi
og tvö minni. Á efri hæðinni er hol, stórar
stofur, stórt eldhús, fjögur herb. og bað-
herb. V. 39,5 m. 4125
SEIÐAKVÍSL - GLÆSILEGT
Erum með í einkasölu eitt glæsilegasta ein-
býlishúsið í Ártúnsholtinu. Húsið er teiknað
af Þorvaldi Þorvaldssyni. Húsið er 209 fm
auk 33 fm bílskúrs. Á efri hæðinni eru 3
svefnherb., sjónvarpsstofa, baðherb. o.fl. Á
neðri hæðinni eru góðar stofur, eldhús,
borðstofa/sólstofa, þvottah. o.fl. Mjög fal-
legur garður með fjölbreytilegum gróðri,
stórri lokaðri timburverönd og hellulögðum
stéttum. Húsið hefur fengið gott viðhald og
er í góðu ástandi. V. 38,5 m. 4230
ÁLAGRANDI - LAUS
STRAX Falleg og björt 70 fm rúmgóð
2ja herbergja íbúð í góðu fjölbýli. Parket er
á gólfum. Vestursvalir. Stutt í alla þjónustu.
V. 10,9 m. 4229
SVEIGHÚS Fallegt ca 290 fm einbýl-
ishús á tveimur hæðum sem stendur ofan
og innst í götu í Húsahverfi í Grafarvogi.
Gatan er sunnanmegin í hlíðinni og er gott
skjól þar og sólríkt. Húsið er á þremur pöll-
um og skiptist þannig að á neðsta palli er
forstofa, hol, tvö herbergi, snyrting og tvö-
faldur bílskúr auk sjónvarpsherb. og
geymslurýma. Á miðpalli er rúmgott sjón-
varpshol, þvottahús, baðherb. og tvö herb.
Á efsta palli er óvenjulega rúmgóð stofa og
gott eldhús með búri innaf. Parket og flísar
á gólfum. Vandaðar innr. V. 35 m. 1445
HLÍÐARHJALLI - SUÐUR-
HLÍÐUM KÓP. Vorum að fá í
einkasölu glæsilega 132 fm efri sérhæð.
Auk þess fylgir íbúðinni stæði í bílageymslu.
Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu og
þrjú herbergi. Glæsilegar stofur með mikilli
lofthæð. Svalir eru útaf stofu en þaðan er
mikið útsýni. V. 22,4 m. 4227
GRANDAVEGUR - GLÆSI-
LEG 4ra herb. glæsileg endaíbúð á 2.
hæð í lyftublokk. Íbúðin skiptist í forstofu,
innra hol, stóra stofu, 3 svefnherb., eldhús,
þvottahús o.fl. Stórar suðursvalir. Mjög góð
íbúð. V. 16,9 m. 4185
KRISTNIBRAUT - ÚTSÝN-
ISÍBÚÐ 120 fm íbúð á 3. hæð í fallegu
húsi. Íbúðin snýr í suður, norður og vestur,
ásamt tvennum svölum sem snúa í sömu
áttir. Í íbúðinni eru 3-4 svherb., stór stofa,
gott baðherb. og opið eldhús. Útsýni úr
íbúðinni er óviðjafnanlegt. V. 20,5 m. 4214
AFLAGRANDI - ALLT SÉR
Rúmgóð og glæsileg 100 fm íbúð á jarð-
hæð með sérinngangi og sérgarði með af-
girtri timburverönd í nýlegu húsi í Vestur-
bænum. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stórt
hjónaherbergi, stórt baðherbergi, stóra
stofu, sérþvottah., geymslu og eldhús. Sér-
bílastæði á lóð. Parket og flísar á gólfum.
Vandaðar innr. V. 16,7 m. 4223
SIGTÚN - RISÍBÚÐ Mjög falleg
60 fm 3ja herb. íbúð í risi í fallegu 4-býlis-
húsi við Sigtún. Íbúðin skiptist m.a. í stofu
og tvö rúmgóð herbergi. Sam. svalir útaf 2.
hæð. Íbúðin var endurnýjuð að miklu leyti
fyrir um 8 árum síðan. V. 11,3 m. 4226
STELKSHÓLAR Mjög góð 3ja
herb. íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli. Tvær hliðar
hússins voru steniklæddar árið 2002 og
hinar tvær voru viðgerðar og málaðar sum-
arið 2003. 2 svefnherb., stór stofa og eld-
hús. Í garði eru leiktæki fyrir börn og góð yf-
irsýn er yfir það svæði úr íbúðinni. Björt og
góð íbúð í góðu húsi. V. 11,5 m. 4210
SILFURTEIGUR - MEÐ
SVÖLUM Vorum að fá í sölu mjög fal-
lega 39 fm 2ja-3ja herb. íbúð í risi í glæsi-
legu 4-býlishúsi á teigunum. Risið var end-
urbyggt ca 1984. Húsið hefur allt nýlega
verið standsett m.a. steinað uppá nýtt.
Svalir eru útaf stofu. Glæsilegt útsýni. V.
10,2 m. 4184
AUSTURSTRÖND - 7.
HÆÐ Mjög góð tveggja herb. 62,5 fm
íbúð á 7. hæð í góðu lyftuhúsi. Íbúðin skipt-
ist í stóra stofu, herb, baðh., eldhús o.fl.
Sam. þvh. á hæðinni. Frábært útsýni. V.
11,5 m. 4222
Vorum að fá í sölu sérstaklega vandað og vel viðhaldið 251 fm einbýlishús á
einni hæð með tvöföldum innb. bílskúr. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur, stórt
hol og fjögur herbergi. Glæsilegar stofur með mikilli lofthæð. Arinn í stofum.
Glæsileg og gróin lóð. Heitur pottur. Eign í sérflokki. 4231
BLIKANES - ARNARNESI
Glæsileg 2-3ja herb. 61 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Mikil lofthæð er í
íbúðinni. Svalir. Íbúðin hefur öll verið standsett á smekklegan hátt. Stigagang-
ur hefur einnig verið standsettur. Íbúðin snýr að mestu leyti út að Grjótaþorp-
inu. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. (Sif sýnir íbúðina).
V. 13,3 m.
OPIÐ HÚS
GARÐASTRÆTI 17, 2. HÆÐ