Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ELLA
Í ÁLÖGUM
Æðisleg
ævintýramynd
fyrir alla
fjölskylduna
með Anne Hathaway
úr Princess Diaries!
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.50 og 6.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni
mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í
hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést
á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
FRUMSÝNING
Hvað gerist þegar tveir
andstæðingar gifta sig
fyrir slysni? Það verður
allt vitlaust!
Skemmtilegasta
og rómantískasta
grínmynd ársins.
PIERCE BROSNAN JULIANNE MOORE
Frá leikstjóra Johnny English
21.000
manns
á 9 dögum!!!
Sýnd kl. 4, 8 og 10.
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.00
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Frá meistara
spennunnar Luc
Besson kemur Taxi 3.
Sýnd kl. 2.40, 4, 5.20, 6.40, 8, 9.20 og Powersýning kl. 10.40.
Svakaleg stórmynd um náttúruhamfarir í sinni
mögnuðustu mynd sem stefna öllu lífi á jörðinni í
hættu. Þvílíkt sjónarspil hefur aldrei áður sést
á hvíta tjaldinu! Missið ekki af þessari.
kl. 3, 5.50, 8.30 og 11.10.
ELLA
Í ÁLÖGUM
Ó.H.T Rás2
SV MBL
SKONROKK
21.000
manns
á 9 dögum!!!
Frábær rómantísk
gamanmynd sem kemur þér
skemmtilega á óvart.
Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 1.30. Með íslensku tali
FRUMSÝNING
Hljómsveitin Starsailor hefur verið einaf vinsælustu sveitum frá Bretlandisíðustu tvö árin eða svo. Allt síðanhún gaf út frumraun sína Love is
Here árið 2002 og var úthrópuð ein efnilegasta
sveit sem til sögunnar hafði komið síðan Oasis
og Coldplay settu allt á annan endann.
Angurvært popp var aðalsmerki sveitarinnar
og hástemmdur og tilfinningaþrunginn söngur
forsprakkans unga James Walsh þótti minna á
eldri og reyndari spámenn á borð við David
Bowie og Ian McCulloch.
Snemma á síðasta ári kom svo út önnur plat-
an Silence is Easy, og jók hún enn á veg sveit-
arinnar. Vakti sérstaka athygli samstarf þessa
ungu Breta við bandaríska upptökustjórann og
goðsögnina Phil Spector sem hafði það að sínu
hinsta verki áður en hann flæktist í skuggalegt
morðmál að stýra upptökum á tveimur lögum
fyrir Starsailor.
Það sem Damon kann að meta…
Lögum samkvæmt hefur Starsailor fylgt
plötunni eftir með sveittan skallann og er nú
komið að því að leika í fyrsta sinn fyrir íslenska
unnendur, sem greinilega eru allmargir því mið-
ar á tónleikana eru næstum uppseldir.
„Við orðuðum það við skipuleggjendur tón-
leikaferðarinnar að okkur langaði til að spila á
Íslandi, fundum bara ekki dagsetningu sem
hentaði öllum,“ segir James Walsh, söngvari,
gítarleikari og lagasmiður Starsailor.
„Það voru allir að tala um að það væri bara
allt að gerast í Reykjavík – er það ekki?
– Ehh… jú auðvitað.
„Við viljum auðvitað ekki missa af því.“
– Þú hefur sem sagt aldrei komið til Íslands?
„Nei, og þegar menn fóru að tala um hvað
væri gaman í Reykjavík, þá hafði maður ekki
gefið Íslandi gaum síðan í landafræði í barna-
skólanum. Ég þykist vita að Damon Albarn sé
alltaf þarna og eigi meira að segja hlut í bar. Ef
Damon kann að meta landið þá hljótum við að
gera það líka.“
– Er það oft sem þið reynið að hafa áhrif á
hvaða löndum þið spilið í?
„Jú, það kemur fyrir en oft eru það býsna
óraunhæfar óskir. Við værum t.d. alveg til í að
spila bara á eyjunum í Karíbahafi, en það
kannski er ekki mikið vit í því, svona uppá
framann og fjárhaginn að gera.“
Helgarferð
Walsh talar með norðlenskum hreim. Ekki
þessum harða og ákveðna akureyrska, heldur
þessum lata illskiljanlega enska norðlenska
hreim. Þeir Starsailor-félagar fjórir Walsh,
James Stelfox, Ben Byrne og Barry Westhead
ólu enda manninn í smábænum Wigan sem er
miðja vegu milli boltaborganna Liverpool og
Manchester.
– Hefurðu talað við einhvern sem hefur leikið
á Íslandi?
Walsh hugsar sig um, segir hið dæmigerða
breska „uuhhmm“ og svarar
svo: „Bróðir minn vann einu
sinni með bandi sem hét Saint
Etienne, ég held að þau hafi
leikið einu sinni á Íslandi og
létu vel af því. Svo veit ég til
þess að Coldplay hafi spilað á
Íslandi og verið tíðrætt um
hversu magnað það var.“
– Hvað á að stoppa lengi?
„Yfir helgina. Við spilum á
föstudegi og ætlum svo að
spóka okkur um helgina, reyna
að nýta tímann sem best og
skoða okkur um. Liðið sem
skipuleggur tónleikana ætlar að
fara með okkur í einhverja
skoðunarferð. Það verður frá-
bært.“
– Það verður þá trúlega þetta
hefðbundna; skoða Gullfoss og
Geysi, hveri, jökla, eldfjöllin og Bláa lónið.
„Hljómar vel. Ég get ekki beðið. Hvernig er
veðrið?“
– Það er fínt (en ekki hvað). Gleymið samt
ekki regnstakknum?
„Takk fyrir að minna mig á það.“
Enginn rokkhundur
– Nasa er ekki mjög stór tónleikastaður mið-
að við það sem þið eigið orðið að venjast. Hvort
kýstu frekar að leika á stórum eða litlum stöð-
um?
„Það fer eiginlega eftir hvar við erum að
spila. Þegar við erum að spila einhvers staðar í
fyrsta sinn finnst mér betra að spila á minni
stað en stærri. Betra að hafa staðinn lítinn en
troðfullan, heldur en stóran og hálftóman. Auk
þess er alltaf skemmtilegra að spila fyrir fólk
sem slegist hafði um miða og þekkja tónlistina,
heldur en að spila fyrir þá sem skelltu sér á ein-
hverja tónleika, án þess að vera eitthvað sér-
staklega heitir fyrir bandinu. Ég kann líka
mjög vel við að vera í návígi við áhorfendur..“
Walsh segir sveitina búna að vera í smápásu
frá spilamennskunni uppá síðkastið. Einkum
vegna þess að hann hafi verið að ganga í hjóna-
band. Brúðkaupi var í Belfast á Norður-Írlandi
nú í apríl en eiginkona hans, nýbökuð, er þaðan.
„Það kom ekkert annað til greina en að við gift-
um okkur á Norður-Írlandi. Hún er kaþólsk
stelpa sem vildi að sjálfsögðu gifta sig í litlu
kirkjunni sinni.“
Þau eiga lítið barn saman og segist Walsh
sannarlega vera kominn í fjölskyldugírinn.
Nokkuð sem eigi mjög vel við hann.
„Ég er samt ekki búinn að týna neistanum til
að semja lög og ég vinn nú enn harðari höndum
en áður að því að reyna að búa til góða tónlist.
Ég hef hvort eð er aldrei verið mikill rokk-
hundur í mér. Alltaf verið þessi rólegi í bandinu
sem er fyrstur til að láta sig hverfa heim í bólið
þegar hljómsveitapartíin hafa staðið hvað
hæst.“
Birta ofar bölmóði
– Er það virkilega áhyggjuefni fyrir rokkara
þegar þeir ákveða að festa ráð sitt, að þeir
kunni að tapa einhverjum neista?
„Já, allar róttækar breytingar á lífsstíl og
lífshögum hljóta að hafa einhver áhrif á laga-
smíðar og tónlistarnálgun. Ég hef sjálfur fundið
fyrir þessu hjá mér. Lagasmíðarnar og textarn-
ir eru orðnir mun jákvæðari og bjartari. Ég sé
ekki lengur ástæðu til að bölsótast yfir lífinu,
vera með eitthvað volæði.
Maður hættir líka að líta til slíkra tónlistar-
manna sem velta sér uppúr hinu neikvæða og
fer að dást að þeim sem best hefur tekist upp
við að fjalla um það góða í lífinu, tónlistarmenn
eins og Brian Wilson.
Það er líka miklu vandasamara verk að vera
jákvæður án þess að verða væminn, heldur en
að veltast uppúr eigin þunglyndi.“
Walsh segir nýju lögin sín ekki aðeins já-
kvæðari, heldur líka kröftugri og dansvæn.
„Ég hef verið að hlusta mikið á Scissor Sis-
ters undanfarið, sem er alveg mergjuð sveit. En
svo endar maður alltaf á að dást að U2, sveit
sem ég tek mér til fyrirmyndar í flestu sem ég
geri.“
Walsh segir að fimm ný lög séu tilbúin fyrir
næstu plötu sem til standi að taka upp í vetur.
Hann segir samt að tónleikarnir á Nasa muni
aðallega samanstanda af lögum af plötunum
tveimur, en þó sé aldrei að vita nema eitt og eitt
nýtt læðist með.
„Allt að gerast í Reykjavík – er það ekki?“
„Við erum loksins að koma
til Íslands, okkur hefur
langað að spila þar síðan
við fórum fyrst að halda
tónleika utan Bretlands,“
segir James Walsh, söngv-
ari Starsailor, við Skarp-
héðin Guðmundsson en
Starsailor leikur á Nasa
næsta föstudag. James Walsh er 24 ára gamall, nýgiftur fjölskyldufaðir sem býrí Lundúnum og spilar og syngur með hljómsveitinni Starsailor.
skarpi@mbl.is
Starsailor leikur á Nasa föstudaginn 11.
júní. Miðar eru uppseldir í OgVodafone en
fáeinir eftir á www.farfuglinn.is.