Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 13
GALLERÍ REYKJAVÍK verður á 2. hæð
Lækjargötu 2a. Sveinn Þórhallsson, eigandi
gallerísins, segir að húsið bjóði upp á mikla
möguleika fyrir sýningar á málverkum og
skúlptúrum. Að líkindum munu þrjár listakon-
ur ríða á vaðið á ætluðum opnunardegi, 19.
júní, enda þykir Sveini það við hæfi á kvenna-
deginum, þegar 89 ár eru liðin frá því að ís-
lenskar konur fengu kosningarétt.
Sveinn segist hafa verið mikill áhugamaður
um myndlist undanfarin 15–20 ár og sig hafi
lengi dreymt um að setja á laggirnar gallerí í
tengslum við verslana- og veitingarekstur.
„Þótt afgreiðsla Gallerís Reykjavíkur verði á
2. hæð hússins ganga gestirnir í raun inn á
sýningarnar strax á jarðhæðinni. Verkin verða
sýnd um allt hús. Ég ætla að sýna og selja
verk samtímalistamanna.“
Sveinn segir að stofnun Gallerís Reykjavík-
ur hafi þegar spurst út og hann fái fjölmarg-
ar fyrirspurnir á dag. „Það er greinilega þörf
fyrir fleiri gallerí í borginni og ég verð svo
sannarlega ekki uppiskroppa með listamenn
á næstunni.“
Sveinn segist ætla að brydda upp á þeirri
nýjung að gestir Gallerís Reykjavíkur geti
skráð sig á lista við opnun sýninga og eigi þá
kost á að vinna listaverk af sýningunni. „And-
virði slíkra vinninga verður allt að 300.000
krónur og ég vona að þessi nýlunda hvetji
sem flesta til að koma á sýningar hér.“
YNDISAUKI er sælkeraverslun á 2. hæð
Lækjargötu 2a, í eigu Guðbjargar Halldórs-
dóttur og Kristínar Ásgeirsdóttur. „Við ætlum
að bjóða upp á allt sem á heima í sælkera-
verslun, olíur og edik, krydd og konfekt, kaffi,
parma-skinku, álegg og osta, pestó og ólífur,“
segir Guðbjörg. „Þar að auki verða ýmsar
árstíðabundnari vörur, til dæmis risahörpu-
skel, rækja og krabbi, fasanar, endur og ís-
lensk villibráð þegar svo ber undir. Í hádeginu
geta viðskiptavinir gripið með sér súpu, salat
eða samloku. Allir réttir verða unnir á staðn-
um og við leggjum mikla áherslu á ferskleika
og hollustu. Þarna verða engar majónes-
samlokur. Við bökum eigin brauð 2–3 sinnum
á dag og súpurnar okkar verða matarmiklar
og góðar.“
Guðbjörg segir að Yndisauki muni einnig
bjóða tilbúna forrétti, smárétti og eftirrétti,
sem fólk geti gripið með sér til að njóta
heima. „Við ætlum að þjóna jafnt þeim sem
vilja grípa góða samloku í hádeginu og þeim
sem vilja bjóða til veislu heima hjá sér eða
grípa með sér girnilegt nesti í útileguna eða
veiðiferðina.“
Auk þess að reka sælkeraverslunina verða
Guðbjörg og Kristín með veisluþjónustu.
„Veisluþjónustan verður að líkindum miðuð
við smárétti fyrir um 40 manna hópa. Ég get
líka nefnt sem dæmi, að ef vinnustaður vill
njóta sérstaklega góðra kaffiveitinga á föstu-
degi er hægt að hringja í okkur daginn áður
og panta góðgætið.“ Aðföng fyrir sælkera-
verslun eru auðveld. „Við flytjum ekkert inn
sjálfar, því hér á landi eru heildsölur sem
bjóða upp á ótrúlegt úrval sælkeravöru. Svo
má nefna, að ýmis krydd eru fáanleg hér,
sem almenningur þekkir lítið til. Við ætlum
að bjóða upp á slík krydd og kryddblöndur og
veita ráðleggingu um notkun.“
KOKKUR ÁN BUMBU heitir veisluþjónusta
Axels Óskarssonar, en hann mun reka veislu-
og fundarsali á 3. og 4. hæð Lækjargötu 2a
og sushi- og smáréttabar á 2. hæð. „Ég verð
með fullbúið veislueldhús í kjallaranum og
leigi salina út með veitingum,“ segir Axel.
„Veislusali af þessu tagi bráðvantar í miðbæ-
inn. Staðsetningin er frábær og út af öðrum
salnum eru ríflega 200 fermetra svalir með
útsýni yfir borgina. Ég efast ekkert um að
þessir salir verða vel nýttir fyrir alls konar
veislur, fundi og ráðstefnur.“
Á 2. hæð hússins verður Axel með sushi
og ýmsa smárétti. „Þar verður ekki fastur
matseðill, því ég ætla að leggja höfuðáherslu
á fjölbreytni og gera þá smárétti sem andinn
blæs mér í brjóst hverju sinni. Verðlagningu
verður líka stillt í hóf. Ég vil frekar fá gesti
oftar til mín í smárétti og vínglas en verð-
leggja of hátt.“
Auk þess að reka veisluþjónustuna Kokkur
án bumbu rekur Axel kaffihús í Þjóð-
arbókhlöðunni. „Starfsemin í Lækjargötu
verður mikil viðbót, en ég er óhræddur því
svona hús vantar tilfinnanlega. Sushi- og
smáréttabarinn verður tilbúinn við opnun
hússins, en ég reikna með að opna veislu- og
fundarsalina síðar, líklega fyrstu helgina í
ágúst.“
HANDPRJÓNASAMBAND ÍSLANDS verður
með verslun í kjallara hússins. Allt frá 1977
hefur sambandið rekið verslun á Skóla-
vörðustíg 19 og ætlar að halda því áfram.
Verslunin í Iðu verður því hrein viðbót við
starfsemina. „Ég er mjög bjartsýn á rekstur
þarna, enda er enginn vafi að gamli bærinn
er allur að lifna við á ný og húsið er mjög
gott,“ segir Bryndís Eiríksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Handprjónasambandsins.
Handprjónasambandið er samvinnufélag,
stofnað árið 1977 af um eitt þúsund konum
víðsvegar um landið sem vildu koma hand-
prjónuðum vörum sínum á framfæri. Virkir
meðlimir eru um 200. Fyrirtækið er með
heildsölu, smásölu og útflutning á vörum
framleiddum úr íslenskum lopa, t.d. peysum,
vettlingum, húfum, teppum og fleira. „Versl-
unin við Lækjargötu verður svipuð þeirri sem
við rekum núna við Skólavörðustíg, nema
hvað við ætlum eingöngu að selja unnar ull-
arvörur í Lækjargötunni, en ekki lopa og
prjónauppskriftir. Þá vöru verður áfram að
finna á Skólavörðustíg,“ segir Bryndís.
Morgunblaðið/ÞÖK
Axel Óskarsson leigir út veislu- og fundarsali í
Iðu og rekur þar sushi- og smáréttabar.
Morgunblaðið/Eggert
Bryndís Eiríksdóttir er framkvæmdastjóri
Handprjónasambands Íslands.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristín Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Halldórs-
dóttir, eigendur Yndisauka á 2. hæð Iðu.
Morgunblaðið/Eggert
Sveinn Þórhallsson ætlar að sýna og selja verk
samtímalistamanna í Galleríi Reykjavík.