Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 17

Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 17 RÍKISSTJÓRN Íslands hefur ákveðið að veita fé til þjálfunar- námskeiða um nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, á alþjóðlegri ráð- stefnu um endur- nýjanlegar orku- lindir sem haldin var í Bonn 1.–4. júní. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af leiðtogafundi Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg haustið 2002. Tvö þúsund fulltrúar frá 150 þjóðum tóku þátt í ráðstefnunni í Bonn. Í ávarpi sínu benti Valgerður á að endurnýjanleg orka nemur nú rúmlega 70% af orkunotkun Ís- lendinga. Hún sagði þó marga ónýtta kosti vera fyrir hendi og að þróa þyrfti enn frekar notkun end- urnýjanlegrar orku í iðnvæðingu. „Við erum reyndar vongóð um það að sá tími muni koma að við verð- um að mestu leyti óháð notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngukerfi okkar. Hvenær sá tími mun koma er háð tækniframförum og hag- kvæmni.“ Valgerður sagði ríkisstjórn Ís- lands hafa ákveðið að beina athygli að sérstökum samstarfsverkefnum á sviði jarðvarma og því hafi verið samþykkt að veita fé til verkefnis í Austur-Afríku sem miðar að nýt- ingu jarðvarma. „Við vonumst til þess að fleiri lönd muni taka þátt í verkefninu og öðrum vænlegum jarðvarmaverkefnum þannig að nýting endurnýjanlegrar orku muni aukast í þessum löndum og leiða til aukinnar velmegunar og velferðar þar,“ sagði Valgerður. Alþjóðleg ráðstefna um endur- nýjanlega orku var haldin í Bonn Ísland styrkir nýtingu jarðvarma í Afríku Valgerður Sverrisdóttir ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.