Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 27
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
París
Helgarferð 24. júní
frá kr. 39.960
Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri.
París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana.
París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku,
hönnun byggingarlist og góðum mat.
Frá kr. 39.960
4 dagar/3 nætur. M.v. tvo í herb. á Villa du
Maine, flug og flugvallarskattar.
Terra Nova bíður upp á úrval hótela
í París, meðal annara:
Villa du Maine** í 14. hverfinu,
Hotel Jardin d´Eiffel*** í 7. hverfinu,
Hotel Villa Lutéce**** í 13. hverfinu og
Íbúðarhótelið Champs de Mars í 15.
hverfinu.
kvarða, þótt það ætti enn fyrir sér að
vaxa. Upp úr styrjaldarlokum áttum
við 11 skip, togarana „Egil Skalla-
grímsson“, „Skallagrím“, „Snorra
goða“ og „Snorra Sturluson“, fimm
vélbáta allstóra, „Gissura hvíta“,
„Geir goða“, „Þóri“, „Högna“ og
„Ölvi“. Þá voru flutningaskipin „Hug-
inn“ og „Muninn“.
Kveldúlfur var um tíma áreiðan-
lega stærsta fiskútflutningsfirma í
heimi, af þeim sem ráku verzlun fyrir
eigin reikning.“
Ólafur Ingvar Guðmundsson
Torvelt reynist að fá traustar og
haldgóðar upplýsingar um áhafnir
seglskipanna sem hér koma við sögu,
„mótorskonnortur“ eru skipin kölluð.
Í siglingu þeirri sem hér er nefnd er
ekki ljóst hvort Ólafur Ingvar Guð-
mundsson er skipstjóri eða stýrimað-
ur. Í sumum heimildum er Sigurður
Jónsson skráður skipstjóri. Skips-
hafnaskrár eru misvísandi og ber ekki
saman. Úr því má þó bæta síðar með
upplýsingum ættmenna.
- - - - -
Ólafur Ingvar Guðmundsson var
einn af mörgum vöskum Vesturbæ-
ingum, sem stunduðu sjóinn og lögðu
í langför, og leitaði fjarlægra voga.
Hann vann húsbændum sínum af trú-
mennsku. Bjó með Guðrúnu konu
sinni og mannvænlegum börnum á
Framnesvegi í reisulegu steinhúsi
þar. Ljósmynd sú sem hér birtist af
skipshöfn Hugins er fengin að láni hjá
Fjólu, dóttur Ólafs, en hún er tengda-
dóttir Péturs Halldórssonar borgar-
stjóra Hún er ekkja Björns bóksala
Péturssonar.
Huginn flutti saltfarm frá Spáni til
Reykjavíkur.
Mér er ekki kunnugt hvort Ólafur
hefir haft með sér appelsínur frá
Spáni þegar hann kom heim eftir
langa útivist. Víst væri það fróðlegt
rannsóknarefni fyrir unga fræðimenn
að hyggja að því hvort þess hefði ver-
ið nokkur kostur að semja um ávaxta-
innflutning í skiptum fyrir saltfiskinn,
sem Íslendingar seldu fyrir „sher-
ryræfil“ eins og Thorolf Smith hefði
sagt.
Þau urðu örlög Ólafs að hann hlaut
vota gröf. Drukknaði er hann var að
starfi í þjónustu vinnuveitanda síns,
Kveldúlfs.
Meðal skipsfélaga Ólafs Ingvars í
Spánarferðinni voru meðal annarra
Ragnar Guðlaugsson bryti. Hann var
mágur Vilhjálms frá Skáholti og Sig-
urðar blómasala, afi Ástu Ragnheiðar
alþingiskonu. Ragnar var um skeið
bryti á Gullfossi. Hann rak einnig
Hressingarskálann við Austurstræti.
Var fulltrúi í nefndum veitingamanna.
Högni Högnason háseti, síðar vita-
vörður um langt skeið. Synir hans
voru Anton, Kristján og Högni, allir
leigubílstjórar í Reykjavík. Högni var
sókndjarfur baráttumaður í flokki
sjómanna. Guðmundur Hallvarðsson,
forvígismaður sjómanna, heiðraði
Högna og félaga hans fyrir vasklega
framgöngu í Blöndahls-slagnum svo-
nefnda.
Heill sjómönnum á sjómannadegi.
Minnumst einnig framtaksmanna.
Skipshöfnin á seglskipinu Hugin í höfn á Spáni. Ólafur
Ingvar Guðmundsson skipstjóri, Ragnar Guðlaugsson
bryti. Hann var um tíma bryti á Gullfossi. Rak lengi ýmsa
veitingastaði í Reykjavík. Högni Högnason, síðar vita-
vörður. Ættingjar ættu að þekkja aðra skipverja.
Óðinn ríður Sleipni hinum áttfætta. Með honum fljúga
hrafnar hans, Huginn og Muninn. Málverk norska málarans
Gerhard Munthe. Thor Jensen dáði íslenskar fornsögur. Hann
vottaði þeim virðingu sína með því að nefna skip sín flest
sögufrægum nöfnum. Hrafnarnir Huginn og Muninn fluttu
Óðni fréttir. Þeir voru vísdómsfuglar hans og einkennistákn.
Huginn. Kveldúlfur keypti skipið í ársbyrjun 1917 í Banda-
ríkjunum. Skipið flutti saltfisk til Spánar og annarra Mið-
jarðarhafslanda. Skipstjóri í ferðinni sem frá er sagt var
Ólafur Ingvar Guðmundsson. Hugin rak upp í Rauðarárvík í
Reykjavík og eyðilagðist þar árið 1923.
Muninn. Kveldúlfur keypti skipið um leið og það eignaðist
Hugin. Muninn var hraðskreitt skip. Var aðallega í saltfisk-
flutningum til Spánar. Gísli Eyland var skipstjóri um skeið.
Hann var einnig skipstjóri á seglskipinu Hugin stuttan
tíma.
Höfundur er þulur.
Fréttir í tölvupósti