Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 9
MEÐ nýsamþykktum breytingum
á lyfjalögum er starfsemi lyfja-
verðsnefndar og greiðsluþátttöku-
nefndar sameinuð í nýja nefnd;
lyfjagreiðslunefnd. Markmiðið með
breytingunni er meðal annars,
samkvæmt nefndaráliti meirihluta
heilbrigðis- og trygginganefndar
Alþingis, að fá betri heildarsýn yfir
málaflokkinn, sem brýn þörf sé á.
Lyfjaverðsnefnd hafði það hlut-
verk að ákvarða hámarksverð lyfja
en greiðsluþátttökunefnd að
ákveða greiðsluþátttöku almanna-
trygginga í nýjum lyfjum. Nýja
nefndin mun fjalla um verð allra
lyfseðilsskyldra lyfja, greiðsluþátt-
töku almannatrygginga í lyfja-
kostnaði og greiðsluþátttökuverð,
sagði Jón Kristjánsson heilbrigð-
isráðherra þegar hann mælti fyrir
frumvarpinu. Markmið breyting-
anna væri að sameina verkefni og
fækka aðilum sem fjölluðu um
verðákvarðanir lyfja.
Samkvæmt lögunum er að lyfja-
heildsölum heimilt að flytja inn
samhliða innflutt lyf. Það þýðir að
geti þeir keypt tiltekið lyf á lægra
verði annars staðar en á Íslandi er
þeim heimilt að gera það. Þegar
um slíkt lyf er að ræða skal lyfja-
greiðslunefndin nýja, við ákvörðun
hámarksverðs hér á landi, hafa
hliðsjón af því verði sem innflytj-
andi sækir um enda sé það lægra
en verð sama lyfs hér á landi.
Þessu var breytt í meðferðum heil-
brigðis- og trygginganefndar Al-
þingis en í frumvarpi heilbrigð-
isráðherra var lagt til miðað yrði
við innkaupsverð lyfjaheildsala við
ákvörðun á hámarksverði á Ís-
landi. Þetta hvetji enn frekar til
innflutnings framhjá umboðsaðil-
um tiltekinna lyfja hér á landi.
Sátu hjá
Bjarni Benediktsson, Sjálfstæð-
isflokki, treysti sér ekki til að
greiða þessum breytingum atkvæði
sitt meðal annars út af síðast-
nefnda atriðinu. Guðlaugur Þór
Þórðarsson, flokksbróðir hans, sat
einnig hjá eins og þingmenn
Vinstri-grænna þau Jón Bjarna-
son, Þuríður Backman og Ög-
mundur Jónasson. Aðrir þing-
menn, sem viðstaddir voru
atkvæðagreiðsluna, stuttu breyt-
ingarnar.
„Vinstrihreyfingin – grænt
framboð telur að sameining nefnd-
anna geti dregið úr faglegu trausti
og hægt verði að draga í efa rétt-
mæti ákvarðana nefndarinnar um
lyfjaverð í ljósi þeirra hagsmuna
sem ríkissjóður á vegna ákvarðana
um greiðsluþátttöku almanna-
trygginga,“ sagði Þuríður.
Hægt að
kaupa lyf
frá öðrum
markaðs-
svæðum
Ný lyfjalög samþykkt
MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir, heim-
sótti menntaskólann Hraðbraut í
nýju húsnæði skólans við Faxafen á
föstudag. Með ráðherra í för voru
starfsmenn ráðuneytisins, og meg-
intilefni heimsóknarinnar var að
skoða hin nýju og rúmgóðu húsa-
kynni sem skólinn hefur nú flutt
starfsemi sína í, að sögn Ólafs H.
Johnson, skólastjóra Hraðbrautar.
Skólastarfinu í Hraðbraut lýkur
nú um miðjan júnímánuð, og hefst
að nýju um miðjan ágúst. Að sögn
Ólafs verður hægt að taka á móti
rúmlega eitt hundrað nýnemum í
skólann í haust, en í vetur stunduðu
rúmlega 50 nemendur nám. „Nýja
húsnæðið og sú aðstaða sem þar er
gerir okkur kleift að auka nem-
endafjöldann sem þessu nemur,“
sagði Ólafur í samtali við Morg-
unblaðið.
Heimsótti
Hraðbraut í
nýju húsnæði
Morgunblaðið/Jim Smart
Menntamálaráðherra ásamt skólastjóra Hraðbrautar og nokkrum meðlimum skólastjórnar skólans.
LÖGREGLAN á Ísafirði hefur upp-
lýst bílþjófnað og innbrot í skíðaskál-
ann í Tungudal. Bifreiðinni, sem
fannst við sama skíðaskála, hafði
verið stolið í Hnífsdal.
Karlmaður á fertugsaldri var
handtekinn um hádegisbilið í fyrra-
dag og viðurkenndi við yfirheyrslur
að hafa framið verknaðinn. Lögregl-
an vill færa vökulum vegfarendum
og öðrum er lögðu henni lið við rann-
sókn málsins bestu þakkir.
Innbrot í
Tungudal
upplýst
♦♦♦
www.thumalina.is