Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ H úsið verður eins konar „mini-mall“, með verslunum, veitingasölu og kaffihúsi og á tveimur efstu hæðunum verða veislu- og fundarsalir. Ekkert sam- svarandi hús er í miðbænum og við hlökkum til að takast á við verkefnið. Ég efast ekkert um framtíð verslunar þarna og hef raunar ofurtrú á mið- bænum. Bæði ég og aðrir sem verða með rekstur í húsinu erum fullviss um að borgarbúar taki þessari starfsemi fagnandi,“ segir Arndís B. Sigurgeirs- dóttir. Arndís er eigandi og framkvæmda- stjóri Iðu, bóka-, gjafavöru- og rit- fangaverslunar sem áætlað er að opn- uð verði við Lækjargötu 2a hinn 19. júní næstkomandi, auk þess að vera framkvæmdastjóri rekstrarfélags hússins. Húsið, sem mun bera heitið Iða eins og verslun Arndísar, hefur að mestu verið ónotað frá því að Baugur hætti rekstri verslunarinnar Top Shop snemma árs 2003. Skipulagning starfseminnar í hús- inu er hugarfóstur Arndísar. Hún lét af störfum sem framkvæmdastjóri bókabúða Máls og menningar síðasta haust og fór fljótlega að svipast um eftir hentugu húsnæði fyrir verslunar- rekstur í miðbænum. „Mér fannst þetta hús strax mjög freistandi, en hins vegar var það allt of stórt fyrir verslunina sem mig langaði sjálfa að setja á laggirnar. Ég talaði þó við Baugsmenn, kynnti þeim mínar hug- myndir og niðurstaðan varð sú að þeir fólu mér að skipuleggja rekstur í hús- inu og fá aðra leigutaka inn með fjöl- breyttan rekstur. Satt best að segja hefur gengið ótrúlega vel að fá fólk til samstarfs og komust færri að en vildu.“ 1.700 fermetra húsnæði Húsið er alls um 1.700 fermetrar. „Á 3. og 4. hæð eru salir, sem aldrei hafa verið nýttir. Mér fannst ekki freistandi að leigja þá út undir skrif- stofur, heldur kaus að hafa þar veislu- og fundarsali, sem veitingamaðurinn Axel Óskarsson rekur. Út af 3. hæð- inni eru til dæmis um 200 m² svalir, þar sem hægt er að njóta sólar, eða tjalda yfir ef svo ber undir. Salirnir eru samtals um 470 m². Þá er hægt að nýta saman eða sinn í hvoru lagi. Inn- réttingar miðast einnig við að salina sé hægt að nýta fyrir stóra sem smáa fundi. Fundarmenn geta þá nýtt sér þráðlaust netsamband.“ 2. hæð hússins er 300 m² og þar verður matur og list. „Kaffihús verður á 100 m² gólffleti. Þá verður sushi- og smáréttabar á um 70 m² fleti, þar sem 47 manns geta setið við langborð. Axel Óskarsson hefur þennan rekstur á sinni könnu, eins og salina. Þarna verður líka lítið listagallerí í eigu Sveins Þórhallssonar, en verkin verða jafnframt sýnd um allt hús og hjálpa þannig til við að skapa flæði um allt þetta opna rými, því engin eiginleg skil eru á milli þeirrar fjölbreytilegu starfsemi sem verður í húsinu.“ Þessu til viðbótar verður á 2. hæð hússins sælkeraverslunin Yndisauki, í eigu Guðbjargar Halldórsdóttur og Kristínar Ásgeirsdóttur sem ætla að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Á 300 m² jarðhæð hússins verður verslunin Iða, sem Arndís stýrir og á í félagi við konu sína, Báru K. Krist- insdóttur ljósmyndara. „Iða verður að hluta hefðbundin bókaverslun, með innlendum og erlendum bókum og tímaritum. Að auki verða gjafavörur af ýmsum toga, til dæmis ætlum við að huga sérstaklega að hunda- og katta- eigendum. Við munum selja sérhönn- uð föt á smáhunda og töskur til að bera þá í, svo dæmi sé tekið. Og svo verður sérstakur „nammi-bar“ fyrir besta vin mannsins.“ Listmunir og ljósmyndir Mannfólkið finnur líka gjafavöru við sitt hæfi, að sögn Arndísar. „Við ætl- um að leggja mikla áherslu á fallega gjafavöru og bjóðum upp á alls konar listmuni, þar á meðal nytjalist af ýms- um toga, bæði innlenda og erlenda. Þótt við ætlum fyrst og fremst að höfða til Íslendinga hlýtur verslun á þessum stað líka að miða að þjónustu við ferðamenn og það gerum við með sölu minjagripa, bæði hefðbundinna og ýmissa listmuna eftir íslenska lista- menn.“ Þeir sem ekki vilja minjagripi og listmuni geta t.d. fest kaup á ljósmynd eftir Báru K. Kristinsdóttur ljós- myndara, en hún ætlar að reka gallerí í Iðu. Til að byrja með verður hún þar ein, en Arndís segir vel hugsanlegt að fleiri ljósmyndarar leggi þar myndir af mörkum þegar fram líða stundir. „Börnin gleymast heldur ekki í Iðu, þar verður sérstakt barnahorn þar sem þau geta skoðað barnabækur sem eru til sölu, auk þess sem við verðum með leikföng. Iða á að vera heimilis- leg. Ef fólk vill setjast niður í stóla í ró og næði og skoða bækur getur það t.d. sótt sér kaffibolla í ferðamáli á kaffi- húsið. Reyndar verða líka blöð og tímarit á veitingastöðunum á 2. hæð. Allur rekstur í húsinu mun tengjast á einn eða annan hátt, þetta er opið rými og flæði um það óhindrað. Aðgengi er mjög gott, bæði rúllustigar og lyftur, og þar leggjum við sérstaka áherslu á aðgengi fatlaðra.“ Arndís segir að Iða taki breytingum eftir árstímum. „Minni áhersla verður á vörur fyrir ferðamenn að vetrarlagi, en þá getum við lagt meiri áherslu á alls konar gjafavöru. Við ætlum að hafa verslunina lifandi, þar munu rit- höfundar lesa úr verkum sínum og tónlistarmenn spila, svo dæmi séu tek- in. Á haustin leggjum við svo auðvitað mikla áherslu á ritföng, skólatöskur og annan búnað sem skólafólk þarfn- ast.“ Lopapeysur í kjallara Í kjallara hússins ætlar Hand- prjónasamband Íslands að bjóða vörur sínar, þar á meðal rammíslensk- ar lopapeysur. „Það er mikill fengur að Handprjónasambandinu, sem hef- ur rekið verslun við Skólavörðustíg í áraraðir. Sú verslun verður rekin áfram, en þær ágætu konur sem að rekstri sambandsins standa hafa trú á rekstri í þessu húsi, eins og aðrir sem að því koma. Verslunarsvæðið í kjall- aranum er um 250 m², svo þar reikn- um við með að fleiri komi inn en Hand- prjónasambandið. Þar er ýmislegt í burðarliðnum og má nefna að til greina kemur að þarna verði ferða- skrifstofa, sem býður ferðir um Ís- land.“ Í kjallara hússins verður þar að auki fullbúið 120 m² veislueldhús, sem nýtt verður jafnt af veisluþjónustu á efstu hæðum, sushi- og smáréttabar og Yndisauka. „Allur matur sem boðið er upp á í húsinu er eldaður á staðn- um. Þeir sem halda veislur á efstu hæðum hússins eða skipta við veit- ingastaðina þurfa ekki að hafa af því áhyggjur að maturinn sé eldaður með löngum fyrirvara, ekið með hann á staðinn og hann svo hitaður upp. Ferskleiki verður einkennisorðið og þarna verður kappkostað að bjóða upp á hollan mat. Þeir sem vilja franskar kartöflur verða að leita annað, en fjöl- breytnin er annars svo mikil að engin hætta er á öðru en að allir finni eitt- hvað við sitt hæfi.“ Og fyrst talað er um ferkleika, þá á það líka við um loftið í húsinu. „Iða er reyklaust hús og gaman að geta þess að allir rekstraraðilar í húsinu eru sjálfir reyklausir.“ Nóg af bílastæðum Arndís segir aðspurð að nóg sé af bílastæðum í nágrenninu. „Þeir sem á annað borð ætla að versla í miðbænum leggja í einhver þeirra fjölmörgu bíla- stæða og bílastæðahúsa sem er að finna um allt. Ég fæ ekki séð að skort- ur á bílastæðum standi verslunum Máls og Menningar við Laugaveg eða Pennans-Eymundssonar við Austur- stræti fyrir þrifum, svo dæmi séu tek- in. Þá má geta þess að Iða verður opin frá kl. 10 á morgnana til kl. 22 á kvöld- in. Eftir að hefðbundnum verslunum er lokað er því um enn fleiri bílastæði að velja. Bílastæðin vefjast ekkert fyr- ir okkur. Mér finnst að vísu að koma mætti því kerfi víðar á, að fólk greiði í samræmi við tímann sem það dvelur í bænum, eins og raunin er með bíla- stæðahúsin. Það væri áreiðanlega til bóta fyrir verslanir í miðbænum.“ Rekstrarfélag hússins Lækjargötu 2a er Iðandi ehf., en í stjórn þess sitja tveir fulltrúar Baugs, þær Tinna Ólafsdóttir sem er stjórnarformaður og Ingibjörg Pálmadóttir. Þriðja kona í stjórn er Arndís framkvæmdastjóri. Það væri því vel við hæfi að rekstur hæfist í húsinu á kvennadeginum, 19. júní. Verslun og veitingar í Iðu við Lækjargötu „Hef ofurtrú á miðbænum“ Undirbúningur stendur nú yfir að fjölbreyttum rekstri í húsinu Iðu í Lækjargötu 2a, sem áður hýsti Top Shop. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Arndísi B. Sig- urgeirsdóttur framkvæmda- stjóra um skipulagningu hússins og framtíð versl- unar í miðbænum. rsv@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Arndís B. Sigurgeirsdóttir segir að færri rekstraraðilar hafi komist að en vildu í Iðu.                         !"  # $  %$    & '#"   (             )* +,- .,/ , 0 122  3 4 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.