Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 21

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 21
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 21 KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 130. sinn 25. maí sl. með brautskráningu 97 stúdenta. Jóna Guðný Arthúrsdóttir, nemandi á nátt- úrufræðibraut, útskrifaðist með 9,52 í með- aleinkunn en það er hæsta einkunn sem nemandi hefur hlotið á stúdentsprófi við skólann. Hún hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Þóru Melsteð, stofn- anda Kvennaskólans. Hæstu einkunn á bekkjarprófi hlaut Hrafnhildur Birgisdóttir, nemandi í 1. bekk, en meðaleinkunn hennar var 9,9 sem er skólamet á bekkjarprófi. Í ávarpi sínu hrósaði Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari nýstúdentum fyrir framúrskarandi árangur en sex nemendur hlutu ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Kór skólans söng við athöfnina og Þráinn Haraldsson nýstúdent söng einsöng. Þá flutti Einar Baldvin Árnason ávarp fyrir hönd ný- stúdenta og Ragnheiður Stefánsdóttir fyrir hönd 30 ára útskriftarárgangs. Kvennaskólan- um í Reykjavík slitið í 130. sinn ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störfum og út- hlutað íbúðinni frá 1. september 2004 til 31. ágúst 2005. Í úthlutunarnefnd- inni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Þorsteinn Pálsson, sendi- herra Íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor. Ritari nefndarinnar er Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Alls bárust nefndinni 24 umsóknir að þessu sinni. Átta fræðimenn fá af- not af íbúðinni, sem hér segir: Arndís S. Árnadóttir, Norræn áhrif á íslenska hönnunarsögu 1930–1970, Guðjón Friðriksson, Ævisaga Hann- esar Hafsteins, Guðmundur Hálfdan- arsson, Íslensk sjálfstæðisbarátta í augum Dana, Helga Kress, Ævisaga Maríu Stephensen sögð í bréfum, Jörgen L. Pind, Guðmundur Finn- bogason sálfræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon, Hugmyndafræði hvers- dagslífsins, Sven Þ. Sigurðsson, Bút- areiknilíkön af straumum sjávar og hafíss og Þórunn Sigurðardóttir, Ís- lensk erfiljóð frá 17. öld. Fræðimannsíbúðin í Kaupmanna- höfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnu- stofu í Jónshúsi. Úthlutun fræði- mannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar LÍKUR eru á að aukin afföll verði af seiðum sem sleppt var í Norðurá í vor. Fyrir rúmlega tveimur vikum gerði mikið vatnsveður í Norðurárdal með þeim afleiðingum að 10.000 seiði sluppu úr þar til gerðri tjörn og út í á, en ráðgert var að sleppa seiðunum einum til tveimur vikum síðar. Um er að ræða sjógöngu- seiði, tæplega ársgömul, sem alin eru í tjörninni þangað til þau eru tilbúin að ganga til sjávar. Sigurjón Valdimarsson, formaður veiðifélags Norðurár, reiknar með örlítið meiri afföll- um vegna þessa. „Það verða ef- laust aðeins meiri afföll því seiðin hafa ekki alist upp í ánni og eru óvarin fyrir fugli og öðr- um aðsteðjandi hættum.“ Veiði hefur farið hægt af stað í Norðurá, en fyrsta hollið fékk ekki nema fjóra laxa og sá ekki mikið af fiski. „Þeir sáu ekki mikið af fiski en urðu þó varir við eitthvað, en þetta er óvenju- lítið miðað við opnun árinnar,“ segir Sigurjón. 10.000 seiði sluppu í Norðurá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.