Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 21
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 21 KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 130. sinn 25. maí sl. með brautskráningu 97 stúdenta. Jóna Guðný Arthúrsdóttir, nemandi á nátt- úrufræðibraut, útskrifaðist með 9,52 í með- aleinkunn en það er hæsta einkunn sem nemandi hefur hlotið á stúdentsprófi við skólann. Hún hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Þóru Melsteð, stofn- anda Kvennaskólans. Hæstu einkunn á bekkjarprófi hlaut Hrafnhildur Birgisdóttir, nemandi í 1. bekk, en meðaleinkunn hennar var 9,9 sem er skólamet á bekkjarprófi. Í ávarpi sínu hrósaði Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari nýstúdentum fyrir framúrskarandi árangur en sex nemendur hlutu ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Kór skólans söng við athöfnina og Þráinn Haraldsson nýstúdent söng einsöng. Þá flutti Einar Baldvin Árnason ávarp fyrir hönd ný- stúdenta og Ragnheiður Stefánsdóttir fyrir hönd 30 ára útskriftarárgangs. Kvennaskólan- um í Reykjavík slitið í 130. sinn ÚTHLUTUNARNEFND fræði- mannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn hefur lokið störfum og út- hlutað íbúðinni frá 1. september 2004 til 31. ágúst 2005. Í úthlutunarnefnd- inni eiga sæti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Þorsteinn Pálsson, sendi- herra Íslands í Kaupmannahöfn, og dr. Jakob Yngvason prófessor. Ritari nefndarinnar er Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Alls bárust nefndinni 24 umsóknir að þessu sinni. Átta fræðimenn fá af- not af íbúðinni, sem hér segir: Arndís S. Árnadóttir, Norræn áhrif á íslenska hönnunarsögu 1930–1970, Guðjón Friðriksson, Ævisaga Hann- esar Hafsteins, Guðmundur Hálfdan- arsson, Íslensk sjálfstæðisbarátta í augum Dana, Helga Kress, Ævisaga Maríu Stephensen sögð í bréfum, Jörgen L. Pind, Guðmundur Finn- bogason sálfræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon, Hugmyndafræði hvers- dagslífsins, Sven Þ. Sigurðsson, Bút- areiknilíkön af straumum sjávar og hafíss og Þórunn Sigurðardóttir, Ís- lensk erfiljóð frá 17. öld. Fræðimannsíbúðin í Kaupmanna- höfn, tengd nafni Jóns Sigurðssonar, er skammt frá Jónshúsi, í Sankt Pauls Gade 70. Fræðimaður hefur vinnu- stofu í Jónshúsi. Úthlutun fræði- mannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar LÍKUR eru á að aukin afföll verði af seiðum sem sleppt var í Norðurá í vor. Fyrir rúmlega tveimur vikum gerði mikið vatnsveður í Norðurárdal með þeim afleiðingum að 10.000 seiði sluppu úr þar til gerðri tjörn og út í á, en ráðgert var að sleppa seiðunum einum til tveimur vikum síðar. Um er að ræða sjógöngu- seiði, tæplega ársgömul, sem alin eru í tjörninni þangað til þau eru tilbúin að ganga til sjávar. Sigurjón Valdimarsson, formaður veiðifélags Norðurár, reiknar með örlítið meiri afföll- um vegna þessa. „Það verða ef- laust aðeins meiri afföll því seiðin hafa ekki alist upp í ánni og eru óvarin fyrir fugli og öðr- um aðsteðjandi hættum.“ Veiði hefur farið hægt af stað í Norðurá, en fyrsta hollið fékk ekki nema fjóra laxa og sá ekki mikið af fiski. „Þeir sáu ekki mikið af fiski en urðu þó varir við eitthvað, en þetta er óvenju- lítið miðað við opnun árinnar,“ segir Sigurjón. 10.000 seiði sluppu í Norðurá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.