Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 35

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 35
Vís maður minnti á að flestir Íslend- ingar væru ófæddir. Getum við ekki látið framtíðinni eftir þær hug- myndir sem uppi eru um annan áfanga eins og að meta og virkja jarðhita á Hveravöllum, í Kerl- ingafjöllum, Vonarskarði, Presta- hnúk eða Dyngjufjöllum? Meðal 29 vatnsaflsvirkjanna eru Selá í Vopna- firði, Eystri-Rangá, Stóra-Laxá, Brúará, Norðlingafljót ásamt Hvítá ofan og neðan Gullfoss. Þetta er ekki minn hugarburður heldur annarra og er úr töflu á bls.73. Lesandi góður, hvaða hlutskipti kjósum við landinu okkar? Eru hlutabréf það sem þið teljið mikilvægast að varðveita og ávaxta handa niðjum ykkar? Er ekki óhætt að bíða nokkra stund og sjá hver verður árangur þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi? Ál og orka Það er ekkert skrýtið að Impregilo skuli telja okkur til þriðja heimsins. Niðurstaða ráðstefnu London’s Met- al Events um „Ál og orku“ 10.–13. febr. 2003 var sú að nú hefðu ál- bræðslurnar flust til þriðja heimsins og Ísland með Alcoa þar á blaði. Það eru tæplega 200 álbræðslur í heim- inum, en 34 (Kína ekki með) nýjar eða stækkanir á gömlum voru fyr- irhugaðar á árinu 2003. Við ætlum okkur þar stóran hlut, þó að við eig- um ekki báxít. Til endurnýtingar á áli þarf aðeins 5% þeirrar orku sem not- uð er við vinnslu úr báxíti og myndun CO2 er aðeins 5% af því magni sem myndast við frumvinnslu. Nú er áhersla á að endurvinna ál. Ekki veit ég hvort álbrölt okkar á eftir að koma því til leiðar að kolakyntum ál- verum, eins og t.d. eina álveri Pól- verja, verði lokað. Hins vegar greiðir það fyrir að loka álverum í Norður- Ameríku og selja rafmagnið hærra verði inn á raforkunetið. Kemur þetta rammaáætlun eitt- hvað við? Tilgangur rammaáætlunar er að greina möguleika á virkjunum sem eru hagkvæmar fyrir stóriðju. Mér dettur stundum í hug að sú hugsun, sem við erum alin upp við, að við eigum svo mikið vatn og marga fossa sé komið frá þeim tíma, þegar við vorum hluti af hinni fosssnauðu Danmörku. Það er ekki nóg að eiga meira vatn á mann en margar þjóðir. Vatnasvið Fraserár, sem ég kynntist í Vancouver fyrir nokkrum árum, er meira en helmingi stærra að flat- armáli en allt Ísland. Þar rignir jafn- vel meira en hér. Áformum um virkj- un hennar var mótmælt og hún rennur frjáls og laxinn fær að hrygna. Caroni, þverá Ornicofljóts í Venesúela, er með meira rennsli en allar ár á Íslandi samtals. Við hana er markmiðið að fjölga raforkuverum upp í átta. Jökulárnar okkar fullar af aur, með ójafnt rennsli, þurfa stór lón. Landið sem lagt er undir lón er oft helstu gróðurblettir öræfanna. Vel hefur tekist hingað til á Þjórsár- Tungnaársvæðinu og Loðmundur getur nú speglað sig í báðar áttir með tilkomu Krókslóns. Rammaáætlun til hvers? Mikil vinna liggur á bak við þennan fyrsta hluta rammaáætlunar. Kostn- aður var 555 milljónir króna, rann- sóknir á náttúrunni 198 milljónir, og á háhitasvæðum 70.651. Kortagerð kostaði 29.471. Þess má geta að rann- sókn jökulvatna í straumvatnakerf- inu var gerð með styrk frá ESB. Bent er á að stjórnvöld geti nýtt nið- urstöðurnar sem grundvöll að stefnumörkum ekki einungis í orku- málum en líka í náttúruverndar- og skipulagsmálum. Skýtur þarna ekki skökku við? Hefði ekki nátt- úruverndaráætlun átt að vera á und- an? Hvað gerðu Norðmenn, en þar var leitað fyrirmyndar? Þegar þeir gerðu sitt mat flokkuðu þeir virkj- unarkosti í 3 flokka og útilokuðu virkjanaframkvæmdir í þeim flokki sem hafði hæst friðunargildi. Ætti þetta við flokka d og e hjá okkur, en varfærni við c. Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í þessum efnum? Svar umhverfisráðherra við fyr- irspurn Marðar Árnasonar um gildi rammaáætlunar á Alþingi 3. febr. 2004 í umræðu um Náttúruvernd- aráætlun fól ekki í sér skírskotun í náttúruvernd: „…um gildi ramma- áætlunar þá er rammaáætlun ekki búin. 1. áfangi er búinn. Það er ekki búið að fara í aðra áfanga. Það er ekki búið að meta heildstætt alla virkjunarkosti. Hins vegar höfum við sagt, ég og hæstv. iðnrh., við kynn- ingu á 1. áfanga rammaáætlunar að við beindum því til orkufyrirtækj- anna að fara ekki í viðkvæmustu svæðin, þó að það væri heldur ekki útlokað, nema að undangengnum frekari rannsóknum.“ Hvernig ber að skilja þessi orð ráðherra? Minnt er á að Ísland hefur sam- þykkt alþjóðasamninga eins og Ríó- og Bernarsamninginn. Þessir sátt- málar beinast að lífríkinu. Hins veg- ar hefur vernd jarðfræðilegrar fjöl- breytni ekki notið sömu athygli á heimsvísu en það er að breytast. Við höfum undirritað evrópska lands- lagssáttmálann, en á því sviði býr Ís- land, sem „álfu vorrar yngsta land“ einmitt yfir mikill sérstöðu. Í lands- lagssáttmála Evrópu er hvatt til vit- undarvakningar á náttúrunni. Í þeim anda lýk ég hugleiðingum mínum og vitna í orð listaskáldsins góða: „Hyggileg skoðun náttúrunnar veitir oss hina fegurstu gleði og anda vor- um sæluríka nautn.“ Höfundur er læknir og býr í Mos- fellsbæ. byggdarholt@isl.is SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 35 Stórglæsileg 120,8 fm endaíbúð á 3. hæð í nýju 5 hæða lyftuhúsi á frábærum stað í Salahverfi í Kópavogi. Íbúðinni fylgir rúm- gott stæði í bílageymslu. Vandaðar maghony-innrétting- ar, -hurðir og -skápar. Parket og flísar. Garður glæsilegur. Mikið útsýni. Gerður og Óli, gsm 893 9378, taka á móti áhugasömum í dag, sunnudag, milli kl. 15.00-17.00 Opið hús Lómasalir 6-8 - íbúð 306 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Eignir óskast Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Seltjarnarnes - Höfum traustan kaupanda, sem búinn er að selja, að einbýlis-, rað- eða parhúsi á Seltjarnarnesi. Eignin má kosta allt að 30 millj. gegn staðgreiðslu. Uppl veitir Sigurður, s. 866 9958. Skúlagata - Erum með kaupanda að 2ja herbergja íbúð við Skúlagötu. Eignin má vera á verðbilinu 7-8 millj. Nánari uppl. veitir Sigurður Karl, s. 866 9958. Rekagrandi - Höfum traustan kaupanda að 4ra-5 herbergja íbúð við Rekagranda. Eignin má vera á verðbilinu 17,5–19 millj. og þarf að vera stærri en 100 fm. Nánari uppl. veitir Sigurður Karl, s. 866 9958. 101, 105 eða 107 - Erum með kaupanda að 80-120 fm íbúð á svæði 101, 105 eða 107. Íbúðin má kosta frá 13-18 millj. og verður hún að hafa þrjú svefnherbergi. Nánari uppl. veitir Sigurður Karl, s. 866 9958. Skip-, Vatns- eða Hjálmholt - Höfum traustan kaupanda, sem búinn er að selja, að hæð við Skip-, Vatns- eða Hjálmholt. Eignin má kosta allt að 30 millj. gegn staðgreiðslu. Einungis nýleg eða nýuppgerð eign kemur til greina. Uppl. veitir Sigurður, s. 866 9958. Garðabær - Höfum traustan kaupanda að nýlegri hæð eða raðhúsi. Eignin má kosta frá 20-25 millj. gegn staðgreiðslu og þarf að vera yfir 120 fm að stærð. Uppl. veitir Kristján, s. 694 3622. 105 Austurbær - Erum með kaupanda að góðri hæð á svæði 105. Eignin þarf að vera á verðbilinu frá 17-19 millj. og yfir 100 fm að stærð. Uppl. veitir Kristján, s. 694 3622. Fossvogur - Höfum ákveðinn kaupanda að einbýlishúsi í Fossvoginum, góðar greiðslur í boði. Eignin má kosta frá 35-40 millj. og þarf að vera yfir 220 fm. Uppl. veitir Kristján, s. 694 3622. Kópavogur - Erum með kaupanda að hæð í Kópavogi. Eignin má vera á verðbilinu 13-15 millj. og þarf að vera yfir 90 fm. Uppl. veitir Kristján, s. 694 3622. Vogar eða austurbær - Höfum ákveðinn kaupanda að 3ja herb. íbúð á svæði 104 eða 105. Eignin má kosta frá 11-13 millj. og þarf að vera yfir 70 fm. Uppl. veitir Kristján, s. 694 3622. Íbúð með bílskúr - Erum með kaupanda að góðri 2ja-4ra herbergja íbúð með bílskúr (ekki bílskýli) í hverfi 101-108. Eignin má kosta allt að 20 millj. Uppl. veitir Magnús, s. 865 2310. Fossvogur - Höfum ákveðinn kaupanda að rað- eða parhúsi í Fossvogi. Kaupverð 23-30 millj. Húsið verður að hafa 4 svefnherbergi. Uppl. veitir Magnús, s. 865 2310. 2ja herb. - Miðbær - Erum með kaupanda að góðri 2ja herbergja íbúð gegn staðgreiðslu í 101. Íbúðin má vera frá 45–70 fm en ekki í kjallara. Rúmur afhendingartími. Uppl. veitir Magnús, s. 865 2310. Timburhús í Þingholtunum - Erum með kaupanda að góðu einbýli í Þingholtunum. Húsið þarf að vera timburhús og má kosta rúmlega 30 millj. Uppl. veitir Magnús, s. 865 2310. Einbýli í Hamrahverfi - Erum með kaupanda að ca 200 fm einbýli ásamt bílskúr í Hamrahverfinu í Grafarvogi. Húsið verður að hafa 4 svefn- herbergi og má kosta frá 23-26 millj. Uppl. veitir Magnús, s. 865 2310. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id Opið hús Tómasarhagi 43 Glæsileg 2ja herbergja kjallaraíbúð Til sýnis og sölu glæsileg lítið niðurgrafin 2ja her- bergja 70 fm íbúð á þessum vinsæla og rólega stað í vesturbænum. Sérinngangur. Glæsilegt gegnheilt parket á gólfum. Verð 11,9 millj. Áhvílandi 5,2 millj. góð lán. Þórður tekur vel á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 13:00 og 16:00. Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar, sími 511 1555. Í Hrífunesi í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið skipulagðar sumarbústaðalóðir í mjög fögru umhverfi. Höfuðáhersla verður lögð á ósnortna náttúru, sem mannshöndin hefur lítið sem ekk- ert komið nærri. Skipulagning svæðisins tekur mið af því að sérhvert hús njóti einstaks útsýnis, gróð- ursældar og næðis frá umferð og aðliggjandi húsum. Landið er skipulagt með þeim hætti að hvert hús fær einn hektara lands til umráða. Rík áhersla er lögð á að sérkenni íslensku flórunnar fái að halda sér og að henni verði sem minnst raskað. Rafmagn og kalt vatn að lóðarmörkum. Landeigandi er í sam- starfi við norska aðila sem bjóða hágæða sumarhús til sölu, jafnt á lóðir í Hrífunesi sem og annars staðar. Kjörið fyrir þá, sem vilja fullbúið hús í fögru umhverfi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM 550 3000 Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. 13745 HRÍFUNES - SUMARHÚS 207 fm tveggja hæða einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Garðabæ. Í dag eru í húsinu tvær íbúðir. Efri hæð: Anddyri, 4 svefnherb., 3 stofur, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Neðri hæð: 50 fm bílskúr og vel skipulögð 2ja herb. íbúð með sér- inngangi. Parket, flísar og náttúrusteinn á gólfum. Góðar innréttingar. Fallegur garður með suðurverönd og leiktækjum. Falleg eign í grónu hverfi. Verð 36 millj. Geir og Erla sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14:00 - 17:00 Opið hús SUNNUFLÖT 23 - EINB. - GARÐABÆ SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.