Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 57
2004INNRITUN NÝNEMA
Nú stendur y r innritun nýnema við Verzlunarskóla Íslands fyrir veturinn 2004 - 2005 sem
er 100. starfsár skólans. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans
www.verslo.is
Opið hús verður miðvikudaginn 9. júní n.k. í
Verzlunarskóla Íslands milli klukkan 15 og 18. Þar verða
námsráðgjafar og kennarar skólans til viðtals og taka á
móti umsóknum.
Nemendur kynna félagslí ð í máli og myndum og gestir
geta skoðað húsakynni skólans.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 11. júní.
eðlisfræðisvið
líffræðisvið
tölvusvið
alþjóðasvið
hagfræðisvið
viðskiptasvið
félagsfræðabraut
viðskiptabraut - hagfræðisvið
náttúrúrfræðibraut - líffræðisvið
náttúrufræðibraut
málabraut
viðskiptabraut
Stúdentspróf á þremur árum
Nemendur geta valið milli fjögurra mismunandi brauta.
Einnig gefst nemendum kostur á að taka stúdentspróf
á þremur árum á viðskiptabraut - hagfræðisviði og
náttúrufræðibraut - líffræðisviði.
SKÓLI
MEÐSÉRKENNI
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
ÞEGAR kom að því að kynna Ekki á
morgun heldur hinn fyrir evrópsk-
um blaðamönnum brugðu framleið-
endur á það ráð
að gera það á Ís-
landi.
Þetta var í apr-
ílbyrjun og var
þá farið með
nokkra af að-
standendum
myndarinnar og
evrópska blaða-
menn í æv-
intýraferð upp á
Langjökul þar
sem Ari Trausti
Guðmundsson jarðfræðingur hélt
fyrirlestur um gróðurhúsaáhrifin og
hvernig þau bitnuðu á jöklum heims-
ins, þ.á m. íslensku jöklunum, sem
hægt og bítandi væru að bráðna og
skríða til sjávar.
Með í för var Jeffrey nokkur
Nachmanoff en hann skrifaði hand-
ritið að Ekki á morgun … ásamt
Emmerich.
Nachmanoff er ríflega þrítugur að
aldri og myndi teljast býsna blautur
á bak við eyrun í Hollywood. Þótt
hann hafi unnið sleitulaust við kvik-
myndagerð og handritsskrif í áratug
þá hefur aldrei komið að gerð mynd-
ar af svipaðri stærðargráðu og segir
hann tækifærið enda alveg einstakt
fyrir sig.
„Roland valdi mig til verksins
vegna þess hve ólíkir við erum sem
handritshöfundar. Hann er maður
framvindunnar, umhverfisins. Á
meðan ég hef lagt meira upp úr að
vinna með persónur. Þannig þótti
honum upplagt að við myndum sam-
eina okkar ólíku krafta.“
Emmerich vildi líka, að sögn
Nachmanoff, fá einhvern til sam-
starfs við sig sem ekki hefði áður
komið að gerð hamfaramyndar og
gæti því forðað honum frá því að
falla í formúluforina.
„Þegar ég kom að gerð mynd-
arinnar vissi ég lítið sem ekkert um
fræðin á bak við gróðurhúsaáhrifin
en eftir að hafa lagst í mjög ítarlegar
rannsóknir vegna handritsskrifanna
er ég náttúrlega öllu nær,“ segir
Nachmanoff. Hann ítrekar þó að
þótt að myndin fari inn á þessa graf-
alvarlegu hluti sem gróðurhúsa-
áhrifin eru þá hafi þeir Emmerich
aldrei hvikað frá þeirri hugsun að
þeir væru fyrst og síðast að gera
stórbrotna afþreyingu, hamfara-
mynd með vísindaskáldsagnablæ –
raunsæjum þó.
„Ég ráðfærði mig að sjálfsögðu
við sérfræðinga í þessum efnum, því
við vildum að sjálfsögðu ekki láta
nappa okkur á einhverjum pínlegum
rangfærslum, sem kynni að spilla
fyrir ánægju sumra áhorfenda.“
Nachmanoff segir að nýjustu
rannsóknir sýni að á næstu hundrað
árum muni hitastig á jörðinni hækka
að meðaltali 5,5–10,4 gráður á Fahr-
enheit, sem manni finnst ekki mikið
fyrr en maður kemst að því að hita-
stigið hefur aðeins hækkað um 7
gráður á Fahrenheit frá síðustu ís-
öld. „Það þýðir ekki að hitastigið fari
stighækkandi alls staðar á jörðinni,
sums staðar fer það lækkandi. Það
veit enginn nákvæmlega hvernig
þetta mun gerast en það sem við er-
um að tala um eru stórkostlegar
breytingar sem munu eiga sér stað á
umhverfi jarðarinnar og það þurfum
við að vera meðvituð um.“
Nachmanoff bendir svo á að því
trúverðugri sem fræðin í svona
mynd eru þeim mun meira ógnvekj-
andi séu þau, „sem hlýtur einmitt að
vera markmiðið með svona hamfara-
mynd“.
Kynnt á íslenskum jökli
Handritshöfund-
urinn Jeffrey
Nachmanoff