Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ED Haymes, prófessor við
Clevelandháskólann, flytur
erindi sem hann nefnir
„Hringirnir tveir: Niflunga-
hringur Wagners og Hringa-
dróttinssaga Tolkiens“ í
Norræna húsinu í dag kl. 16.
Haymes kemur hingað í boði
Richard Wagner-félagsins á
Íslandi, en hann hefur flutt
fyrirlestra á vegum Richard
Wagner-félaga víða um heim.
Haymes, sem er prófessor í tungu-
málum við Clevelandháskólann í
Bandaríkjunum, hefur lagt sér-
staka stund á þýsku og þýskar
miðaldabókmenntir, auk þess að
kenna forníslensku við skólann.
Hann hefur mikið rannsakað
þýska Niflungaljóðið og Eddu-
kvæðin, auk þess að þýða Þiðreks-
sögu á ensku.
Að sögn Ed Haymes hefur hann
löngum haft mikinn áhuga á tón-
smíðum Wagners. „Fjölskylda mín
var tónelsk og ég var tiltölulega
ungur þegar ég fór fyrst að hlusta
á upptökur af óperum Wagners.
Ég hafði þá bæði nóturnar og text-
ann við hendina, enda hafði ég
ekki bara áhuga á óperunum sem
tónlist heldur líka sem drama.“
Í fyrirlestri sínum segist Haym-
es ætla að skoða tengslin milli
hringanna tveggja, þ.e. Niflunga-
hringsins og Hringadróttinssögu.
„Markmiðið með fyrirlestri mínum
er að kanna þessi tengsl og sýna á
hve margvíslegan hátt þessi tvö
meistaraverk varpa ljósi hvort á
annað. Raunar harðneitaði Tolkien
því ávallt að það væru nokkur
tengsl milli hringsögu hans og
Niflungahringsins. Hins vegar er
of margt sameiginlegt með þessum
tveimur hringrunum (Ring Cycles)
til þess að hægt sé að segja að um
einskæra tilviljun hafi verið að
ræða. Auk þess er vitað að Tolkien
þekkti vel til verka Wagners, enda
var einn besti vinur hans í Oxford,
skáldið C.S. Lewis, mikill aðdáandi
Wagners og því óhjákvæmilegt
annað en að Tolkien hafi þekkt vel
til verka Wagners.“
Haymes bendir á að vissulega
styðjist Wagner og Tolkien í
ákveðnum skilningi við sömu heim-
ildir í verkum sínum, þ.e. bæði ís-
lenskar og aðrar germanskar
fornbókmenntir. „Hins vegar má í
verkum Wagners og Tolkiens
finna ýmsa áþekka hluti sem ekki
eiga sér neina fyrirmynd í heim-
ildunum eða eru útfærðir á allt
annan hátt en þar. Sem dæmi um
þetta má nefna sjálfa bölvun
hringsins. Í Eddukvæðunum og
Völsunga sögu hvílir vissulega
bölvun á hringnum, en þar
hefur hringurinn samt eng-
in völd. Hringurinn er
reyndar valdur að dauða
fjölda fólks, en það er ekki
vegna þess að fólk þrái
hringinn og drepi hvert
annað út af því, líkt og sjá
má í verkum Wagners og
Tolkiens.“
Annað dæmi um líkindin
milli Wagners og Tolkiens er
hversu neikvæðir þeir báðir voru í
garð nútímans og þeim tækni-
framförum sem honum fylgir.
„Lýsa má bæði Wagner og Tolkien
sem náttúruverndarsinnum og
birtist það skýrt í verkum þeirra.
Þannig má nefna að í lok
Hringadróttinssögu, þegar hobb-
itarnir snúa heim í Héraðið þá er,
þeim til mikillar gremju, búið að
iðnvæða það og þurfa þeir því að
byrja á því að reka þetta vonda
fólk, sem ábyrgðina ber, burt úr
Héraðinu. Hjá Wagner birtist
þetta hins vegar í því t.d. þegar
Óðinn fjarlægir töfraspjótið úr
aski Yggdrasils, en það er upphaf-
ið að ragnarökunum þar sem tréð
deyr og þar með líður öll náttúran
undir lok. Þessi náttúruverndar-
hugsun á sér enda fyrirmynd í
heimildunum sem Wagner og
Tolkien studdust við.“
Eins og fyrr var getið hefst fyr-
irlesturinn kl. 16 og tekur hann
um klukkustund í flutningi. Fyr-
irlesturinn er öllum opinn og er
aðgangur ókeypis.
Fyrirlestur um tengsl verka Wagners og Tolkiens
Hringirnir tveir
J.R.R. Tolkien Richard WagnerEd Haymes
ÚRSLIT í samkeppni Grandrokks
og Hins íslenska glæpafélags um
glæpasmásögu voru tilkynnt á
menningarhátíð Grandrokks á dög-
unum. 1. verðlaun hlaut Jón Hallur
Stefánsson fyrir söguna Enginn eng-
ill. 2. verðlaun hlaut Sigurður Sig-
urðarson fyrir Hvítt umslag.
3. verðlaun hlaut Viktor Arnar
Ingólfsson fyrir Móðurmissi.
Auk þess voru veitt ein innherja-
verðlaun fyrir sögu sem gerist á
Grandrokki og lýsir andrúmsloftinu
þar vel. Þau hlaut Þorfinnur Guðna-
son. Alls barst 41 saga.
Í þriggja manna dómnefnd voru
Bjarni Þorsteinsson, Brynhildur
Björnsdóttir og Kristinn Kristjáns-
son. Sögurnar verða gefnar út af Al-
menna bókafélaginu.
Úrslit í samkeppni
um glæpasmásögu
Íslensk tröll, Trolls Islandais, eftir
Brian Pilkington komin út á frönsku
hjá Mál og menningu í þýðingu Henry
Pradin.
Brian Pilkington er einn ástsælasti
höfundur mynda í íslenskum barna-
bókum og hefur skrifað og mynd-
skreytt fjölda bóka fyrir innlendan og
erlendan markað. Alfræði íslenskra
trölla, Allt um tröll hlaut viðurkenningu
ferðamálaráðs sem besta hugmynd
að minjagrip frá Íslandi og hefur þegar
komið út í Danmörku og á Ítalíu.
Bókin er 32 bls. Verð: 1.990 kr.
Börn