Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 38
SMS tónar og tákn
FULLTRÚAR námsmannahreyf-
inganna hafa undanfarnar vikur
staðið í viðræðum við meirihluta
stjórnar um umbætur og breytingar
á úthlutunarreglum sjóðsins.
Viðræður okkar námsmanna-
hreyfinganna við meirihluta stjórn-
ar LÍN sigldu í strand hinn 26. apríl
síðastliðinn. Nefnd um endurskoðun
á reglunum hafði þá hist fjórum
sinnum og sáu fulltrúar náms-
mannahreyfinganna í nefndinni ekki
ástæðu til að funda meira þar sem
lítið svigrúm var til breytinga á regl-
unum. Reynt var til hins ítrasta að
ná sameiginlegum niðurstöðum en
ljóst þótti að af því yrði ekki.
Við viljum benda á að í vinnu
þessari hafa fulltrúar meirihluta
staðið sig með ágætum, þrátt fyrir
að við séum ekki sátt við svo litlar
breytingar. Meirihluti stjórnar LÍN
hefur ekki tekið undir þá skoðun
okkar að það þurfi meira fjármagn í
sjóðinn þrátt fyrir að mennta-
málaráðherra og þingmenn virðist
gera sér grein fyrir fjárþörfinni. Til-
laga þeirra að breytingu á úthlut-
unarreglunum hljóðar einungis
uppá 2,58% hækkun á framfærslu
og 2% lækkun á skerðingarhlutfalli
(úr 35% í 33%) sem engan veginn
mun koma til móts við þarfir lán-
þega.
Okkur er það ljóst að Lánasjóð-
urinn getur með engu móti fylgt eft-
ir þeim lágmarkslaunum sem nú
tíðkast og samið hefur verið um á
síðastliðnum misserum án þess að til
komi ríflegt viðbótarframlag frá
hendi ríkisins, því grunnframfærsla
LÍN er nú þegar það langt á eftir
lágmarkslaunum og nú einnig langt
á eftir atvinnuleysisbótum.
Við teljum að tillaga náms-
mannahreyfinganna um tilfæringu
frítekjumarks á þá mánuði sem lána
nýtur geti leitt til þess að námsmenn
leggi enn harðar að sér á sumrin þar
sem þeir þurfi ekki að óttast skerð-
ingu og reyni að þéna svo vel að þeir
þurfi ekki lán á haustmisseri og taki
því jafnvel helmingi lægri lán en
ella, þar sem þeir geta framfleytt
sér með eigin vinnuframlagi fram til
áramóta. Þetta kæmi einnig til með
að minnka stórlega skuldasöfnun
ungs fólks sem hefur farið vaxandi
og að sama skapi gerir námsmenn
ekki eins háða LÍN og nú er.
Hins vegar telja stjórnvöld að ein-
ungis sé þörf á að
hækka framfærslu
námsmanna um vísi-
tölubreytingu sem
nemur um 2,58% og
verður þá framfærslan
79.500 kr. á mánuði.
Námsmannahreyfing-
arnar hafa ekki viljað
miða sína framfærslu
við atvinnuleys-
isbætur en þegar allt
þrýtur þá sjáum við
okkur ekki annað fært
en að benda á að frá og
með 1. mars síðast-
liðnum eru atvinnu-
leysisbætur komnar í
88.000 kr. á mánuði. Á
undanförnum árum
hafa atvinnuleys-
isbætur og grunn-
framfærsla haldist í
hendur eins og sjá má
á töflu hér að neðan.
Atvinnuleysisbætur
hljóta að teljast lág-
marksframfærsla
samkvæmt mati
stjórnvalda. Án þess
að gera lítið úr þeim
sem þurfa einhverra
hluta vegna að þiggja atvinnuleys-
isbætur þá hlýtur sá sem frekar leit-
ar í nám heldur en að þiggja at-
vinnuleysisbætur að vera líklegri til
að skila þjóðarbúinu meiri tekjum
þegar til lengri tíma er litið.
Sú mikla fjölgun lánþega sem nú á
sér stað hjá LÍN og flestir hafa tek-
ið fagnandi er hins vegar að koma
illilega í bakið á lánþegum. Við ger-
um okkur fulla grein fyrir því að
breytingar verða dýrari með fleiri
lánþegum en hins vegar má ekki
skýra lakari kjör námsmanna með
því að fjölgunin sé svo dýr. Það
væru skrýtin skilaboð frá stjórn-
völdum ef þau ætluðu sér að nota
sitt helsta stjórntæki í mennta-
málum til að draga úr fjölgun lán-
þega, en draga má þá ályktun að
námsmenn hugsi sig tvisvar um að
fara í nám ef viðhorfin til þeirra eru
á þennan veg.
Við krefjumst þess af yfirvöldum
þessa lands, þeirra sem höfðu uppi
háværar yfirlýsingar um menntamál
og Lánasjóðinn fyrir síðustu alþing-
iskosningar að þeir standi við orð sín
og tryggi jafnrétti til náms. Sé það
stefna stjórnvalda að sem flestir
mennti sig ætti þá ekki að vera
dyggur bakhjarl til staðar til að
styrkja stoðir námsmanna á meðan
námi stendur?
Er það virkilega svo að náms-
menn þurfi ekki nema 79.500 kr. á
mánuði þegar lægst launuðu starfs-
menn landsins eru með í kringum
88.500 kr. eftir skatt að und-
anskildum fríðindum svo sem des-
emberuppbót, orlofsuppbót, orlof og
frítökurétti, svo ekki sé talað um líf-
Bókun námsmannahreyfing-
anna vegna endurskoðunar á
úthlutunarreglum LÍN 2004–5
Eftir Gunnar Frey Gunnarsson,
Jónínu Brynjólfsdóttur,
Jarþrúði Ásmundsdóttur og
Heiði Reynisdóttur
’Sé það stefna stjórn-valda að sem flestir
mennti sig ætti þá ekki
að vera dyggur bakhjarl
til staðar til að styrkja
stoðir námsmanna á
meðan á námi stendur?‘
64.252 kr.
67.979 kr.
62.020 kr.
59.636 kr.
73.765 kr.
77.452 kr.
88.000 kr. 90.464 kr.
93.268 kr.
96.160 kr.
75.500 kr.
57.600 kr.
84.259 kr.
86.871 kr.
81.725 kr.
79.500 kr.
69.500 kr.
66.500 kr.
62.300 kr.
77.500 kr.
108.000 kr.
101.376 kr.
98.903 kr.
96.023 kr.
93.000 kr.
50.000 kr.
60.000 kr.
70.000 kr.
80.000 kr.
90.000 kr.
100.000 kr.
110.000 kr.
120.000 kr.
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
Atvinnuleysistryggingar Grunnframfærsla Lágmarkslaun skv. SGS
Samanburður milli þróunar atvinnuleysistrygginga, grunnframfærslu Lánasjóðsins og lágmarkslauna samkvæmt
samningum Starfsgreinasambandsins
Heiður
Reynisdóttir
Jarþrúður
Ásmundsdóttir
Jónína
Brynjólfsdóttir
Gunnar Freyr
Gunnarsson
SKOÐUN
38 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Smárinn–Húsið kynna glæsilega lóðir við Klettagljúfur á þessum frábæra
stað á Suðurlandi. Lóðirnar eru tæpir 6000 fm eignarlönd og má byggja þar
allt að 600 fm hús á hvorri lóð. Sérstaklega er gert ráð fyrir að fólk geti
byggt sér hesthús með gerði.
Allar frekari upplýsingar gefur Vésteinn Gauti Hauksson í síma 868 0049
GLJÚFURÁRHOLT
VIÐ HVERAGERÐI
533 4300 564 6655
Salómon Jónsson
- löggiltur fasteignasali
Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „Traust – 15799“.
Óskum eftir að kaupa
atvinnuhúsnæði
með trausta leigusamninga
Á verðbilinu 100 til 1000 milljónir
á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Aðrir staðir koma til greina.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Skólavörðustígur 6b, 2. hæð
TVÆR NÝJAR ÍBÚÐIR LAUSAR STRAX
Nýtt á skrá, tvær sérlega glæsilegar og algjörlega endurnýjaðar 2ja og 3ja herb.
íbúðir á 2. hæð í steinsteyptu húsi byggðu 1986. Húsið er vel staðsett baka til, neð-
arlega á Skólavörðustíg. Önnur íbúðin er tæpir 70 fm og hin tæpir 80 fm. Stærri
íbúðin er með rúmgóðu hjónaherbergi, stofu og borðstofu. Minni íbúðin er með
svefnherbergi og rúmgóðri stofu og sérþvottahúsi innan íbúðar. Íbúðirnar eru bjart-
ar og vel skipulagðar. Stórar svalir fylgja báðum íbúðum. Staðsetningin er sérlega
góð m.t.t. verslunar og þjónustu. Íbúðunum fylgir sérgeymsla og sameiginlegt
þvottahús í kjallara. Verð 15,9 millj.
Allar nánari upplýsingar gefur Hákon í síma 898 9396
og Pálmar í síma 896 1163.
Falleg fimm herb., 120 fm hæð, í einu af elstu og fallegustu húsunum í gamla
miðbænum. Húsið er byggt árið 1880 og skiptist í anddyri, borðstofu, stofu,
þrjú herbergi, baðherb. og eldhús. Sameiginlegt þvottahús. Góð lofthæð er í
íbúðinni og stórir gluggar sem gera íbúðina mjög bjarta og sérstaka. V. 18,9
m. Á jarðhæð eru til sölu tvær samþ. ca 55 fm 2ja herbergja íbúðir. V. 9,7 og
9,9 m. Húsið hefur oft verið kallað Borgarhúsið og var reist af Jóni Árnasyni
þjóðsagnasafnara. ÍBÚÐIRNAR VERÐA TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ
KL. 15-18. V. 18,9 m. 4113
OPIÐ HÚS - LAUFÁSVEGUR 5
3 ÍBÚÐIR Í SAMA HÚSI
Til sölu 104 fm neðri
hæð með ca 20 fm
millilofti. Gott verk-
stæðis- eða iðnaðar-
húsnæði með góðri
lofthæð og stórri hurð.
Góð aðkoma. Malbik-
að plan. Laust fljótt.
Verð 10,5 millj.
KRÓKHÁLS
- VERKSTÆÐI -
Sími 575 8585 - Spönginni 37 - 112 Reykjavík
OPIÐ
VIRKA DAGA
FRÁ kl. 9-18.
OPIÐ LAUGAR-
DAGA FRÁ kl.
13-15