Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EIN af svakalegri myndum sumars-
ins er hamfaramyndin Ekki á morgun
heldur hinn (The Day After Tomorr-
ow) eftir þýska leikstjórann Roland
Emmerich. Þar fylgjast áhorfendur
með því er jörðina þrýtur svo gott sem
örendi eftir áratuga vanrækslu, með
tilheyrandi hörmungum. Borgir
sökkva í sæ, veðurofsi grandar fólki og
fénaði og heimurinn eins og við þekkj-
um hann er á algerri heljarþröm.
Emmerich er síst viðvaningur í
gerð svona mynda en hann vakti fyrst
verulega á sér athygli fyrir tíu árum
síðan með myndinni Stjörnuhliðið
(Stargate). Í kjölfarið komu svo Dag-
ur sjálfstæðis (Independence Day) og
Godzilla en með þeim innsiglaði
Emmerich orðspor sitt sem hinn al-
gera stórmyndasmiður. Myndin sem
út kom á undan Ekki á morgun… er
Föðurlandsvinurinn (Patriot) þar sem
Mel Gibson leikur bandaríska frelsis-
hetju.
Roland Emmerich hefur ekki kom-
ið til Íslands en útskýrir fyrir blaða-
manni að hann sé með ákveðið verk-
efni í vinnslu sem myndi fella sig
ágætlega að landinu.
„Ég er að spá í að kíkja á tökustaði
hér,“ segir hann glaðbeittur. „Myndin
heitir 10.000 B.C. og fjallar um
Neanderdalsmenn. Heldur þú ekki að
það væri hægt að nýta Ísland eitthvað
í það?“. Ég jánka og hann hlær við.
Emmerich er léttlyndur náungi, sem
ég átti ekkert sérstaklega von á. Hann
svarar spurningunum af áhuga og
reynist hinn ljúfmannlegasti viðmæl-
andi
Höfuðverkur
Til hamingju með myndina. Bara að
sjá stikluna („trailer-inn“) var nóg til
að hjartað á manni færi í buxurnar!
„Ha ha ha, já jafnvel fólkið á Íslandi
er hrætt þannig að þetta hlýtur að
vera að virka!“
Var erfitt að landa þessari mynd?
„Púff …já það var það…þetta var
ansi langt ferðalag. Við vorum í tvö ár
að þessu. Handritagerð og myndataka
fylgdu nokkuð hefðbundnu sniði en
tölvubrellur, það er svolítið annað.
Maður hefur ekki eins góða yfirsýn yf-
ir þau mál og það getur verið dálítið
snúið að láta þetta allt saman passa.
Það var eiginlega mjög erfitt! Vana-
lega fá Hollywood-myndir fremur
skamman meðgöngutíma en við
þrýstum á að fá að gera þetta almenni-
lega. Annað er ekki fólki bjóðandi
finnst mér. Á tímabili voru tólf mis-
munandi tölvufyrirtæki að vinna fyrir
okkur og þar var enn einn höfuðverk-
urinn kominn!“
Þetta er hin endanlega hamfara-
mynd. Það þarf ekki að gera fleiri eftir
þetta…
„Ha ha ha. Ég verð reyndar að við-
urkenna að eftir Godzilla þá fannst
mér ég vera búinn með þennan pakka.
Ég vildi ekki vera að endurtaka mig.
En það var sagan, þessi umhverfis-
pæling, sem heillaði mig við Ekki á
morgun heldur hinn. Myndin býr yfir
fremur harðri gagnrýni á umhverfis-
menningu jarðarbúa í dag, sem er
heldur döpur. Mér fannst þetta mjög
áhugaverður vinkill og ákvað því að
láta slag standa.“
Peningar grenjaðir út
Útskriftarmyndin þín, Arkarlög-
málið (The Arc Principle, 1984), var
fokdýr en var svo sýnd í fjölda landa
og gerði það bara gott. Er þér lífsins
ómögulegt að gera annað en risastór-
ar myndir!?
„Þetta var víst dýrasta útskriftar-
mynd sem gerð hafði verið (hlær). Ég
veit ekki hvað þetta er…ég hlýt bara
að vera masókisti. En ég hef alltaf haft
stórar hgmyndir og þegar ég var í
kvikmyndaskólanum einfaldlega lang-
aði mig ekki til að gera hefðbundna
stuttmynd. Þannig að ég skrifaði
handrit að tveggja tíma mynd og fór
svo að grenja út peninga í hana. Ég
var staðráðinn í að gera þessa mynd
og lét gagnrýni sem vind um eyru
þjóta. Hún fór svo auðvitað langt fram
úr kostnaðaráætlun og ég var í tómum
vandræðum (hlær).“
Ég las viðtal við þig þar sem þú
lagðir ríka áherslu á að myndir eins og
t.d. Independence Day ætti að nálgast
á þeirra forsendum og alls ekki að
taka þær of alvarlega.
„Það sem ég var að meina er að
mynd sem fjallar um geimverur ætti
ekki að taka of alvarlega – eðlilega.
Mynd eins og Independence Day er í
raun b-mynd, gerð að a-mynd. Ég hef
hins vegar áhyggjur af Hollywood í
dag sannast sagna, það er verið að
ryðja út öruggum sölumyndum til
hægri og vinstri. Ég fæ fullt af hand-
ritum til aflestrar sem eru algert
drasl! En eins og ég sagði áðan þá vildi
ég gera Ekki á morgun heldur hinn al-
mennilega og ennfremur langaði mig
til að stríða Hollywood smávegis og
læða inn boðskap í myndina. Flestir
áttu von á Independence Day 2 en svo
er alls ekki. Ég er harla ánægður með
að hafa búið þannig um hnútana.“
Rætt við Roland Emmerich, leikstjóra Ekki á morgun heldur hinn
Stærra –
ennþá stærra
Honum virðist vera fyrirmunað að gera annað en
risastórar myndir, og þá erum við að tala um
RISASTÓRAR myndir. Arnar Eggert Thorodd-
sen ræddi við þýska stórleikstjórann Roland
Emmerich um nýjustu rennireið hans, hamfara-
myndina Ekki á morgun heldur hinn.
„Mig langaði til að stríða Hollywood smá,“ segir Roland Emmerich um
nýjustu mynd sína, hamfaramyndina Ekki á morgun heldur hinn.
Ekki á morgun heldur hinn er í
kvikmyndahúsum núna.
arnart@mbl.is