Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 29

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 29 Auðbrekku 14, Kópavogi. Jógaskólinn hefst að nýju í júní, en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur, sem ým- ist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgrips- mikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Það hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með ein- staklinga eða hópa og/eða þeim, sem vilja gera breytingar á lífsháttum sínum. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi, en kennt er eftirfarandi helgar: 25.-27. júní, 9.-11. júlí, 23.-25. júlí, 13.-15. ágúst, 27.- 29. ágúst og 10.-12. september (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). „Ég reyni að fá nemendurna til þess að skilja hjartað í verkinu, gera sér ljóst hvað jóga er eða öllu heldur hvaða möguleika það hefur til að verða,“ segir Ásmundur. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Kennslugögn eru innifalin í verði og aðgangur að jóg- atímum vorannar. Ásmundur kynnir námskeiðið laugardaginn 12. júní kl. 18. VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is . Á TÓNLEIKUM Mótettukórs Hallgrímskirkju voru flutt verk sem kórinn hefur í farteski sínu í Frakklands- ferð sinni nú í júní. Kórinn mun syngja þar í hinum ýmsu kirkjum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Efnisskráin er blönduð með efni víða að og flest verkin samin á síðustu öld. Þjóðsöngurinn var fyrstur á dagskrá og var fallega sunginn, hefði kanski mátt vera heilum tón hærri svo bass- inn kæmist með reisn niður á dýpstu tónana sem hurfu næstum því. Gefðu að móðurmálið mitt í raddsetningu Ró- berts A. Ottóssonar hljómaði næst og þar á eftir söng kór- inn Víst ertu Jesú, kóngur klár í raddsetningu Jóns Hlöð- vers Áskelssonar. Eg vil lofa eina þá er fallegt lag eftir Báru Grímsdóttur sem var eins og lögin á undan vel sung- ið, helst fannst undirrituðum vanta meiri fyllingu í bassann í þessu lagi sem og mörgum öðrum þar sem bassinn fór eitthvað niður að ráði, þá var eins og botninn hyrfi næstum úr kórnum, allavega þar sem undirritaður sat. Ave Maríu bæn Hjálmars H. Ragnarssonar er spenn- andi verk sem naut sín vel hjá kórnum. Kórinn söng einnig fallega Agnus Dei eftir Hjálmar. Ave maris stella eftir Trond Kverno naut sín einnig vel í meðförum kórsins. Meistari Bach átti síðustu tónana fyrir hlé með mótettunni Der Geist hilft unsrer Schwachheit auf (BWV 226). Þessi fallega mótetta sem er í þremur hlutum og fjallar um heil- agan anda byrjar á tveggjakóra þætti, síðan fylgir á eftir fjórradda þáttur og loks kórall eða sálmur fyrir fjórar raddir. Mótettan var fallega formuð og vel flutt, hefði að mati undirritaðs mátt vera aðeins hraðari í miðkaflanum sem hefði gefið henni meiri lit og fjölbreytni. Norski öldungurinn Knut Nystedt átti fyrsta og síðasta tóninn á efnisskránni eftir hlé með hinum gullfallega lof- söng Laudate Dominum (Davíðss. 117) sem var hljóm- fagur og í lokin friðarperluna Peace I leave with you (Frið læt ég yður eftir) sem var fallega sungin. Tvo þætti úr messu eftir Frank Martin, Kyrie og Agnus Dei söng kór- inn. Mótetturnar Ubi caritas og Tu es Petrus eftir Maurice Duruflé hljómuði vel sem og O sacrum convivium eftir Oliver Messiaen. Undirritaður naut vel söngs kórsins í fallegum hljómi kirkjunnar. Hörður notar mismunandi uppstillingar á kórnum til að spila á hljómburðinn. Þar sem undirritaður sat hljómaði kirkjan best þegar kórinn stóð í tveimur hóp- um í kórtröppunum, þá hljómuðu hliðarhvelfingarnar með og hljómurinn kom alls staðar frá, en hinar uppstilling- arnar hljómuðu einnig vel. Textinn hefði mátt vera aðeins skarpari í mótettu Bachs en annars var hann mjög skýr og barst vel í látlausum hljómi kórsins. Frið læt ég yður eftir TÓNLIST Hallgrímskirkja Mótettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Mánudagur 31. maí 2004 kl. 17. KÓRTÓNLEIKAR Mótettukór Hallgrímskirkju. Jón Ólafur Sigurðsson SÝNING Þorkels G. Guðmunds- sonar, Hönnun og handverk í hálfa öld, stendur nú yfir í sal Iðnskólans í Hafnarfirði. Álitið er að a.m.k. 7–800 manns hafi skoð- að sýninguna og hefur hún hlotið góða dóma og undirtektir sýning- argesta, að sögn aðstandenda. Á sýningunni er nokkur fjöldi verka Þorkels sem hann sjálfur og kenn- arar Iðnskólans hafa komið þar upp. Þorkell sýnir þar verk sín, húsgagnahönnun og fjölda mynda. Sýningunni lýkur á fimmtudag- inn. Þrjár konur eftir Þorkel. Hönnun Þorkels á sýningu Á RÁÐSTEFNU SKS (Skandinav- iska Kriminalsällskapet) sem var haldin að Flúðum 21.–23 maí var Ævar Örn Jósepsson valinn nýr for- seti samtakanna. Ævar Örn hefur skrifað tvær glæpasögur, Skítadjobb 2002 og Svartir englar 2003. SKS eru samtök norrænna glæpa- höfunda og er sér félag í hverju landi. Á Íslandi er það Hið íslenska glæpafélag. Foringi þess er Kristinn Kristjánsson. Meginstarf SKS er að úthluta verðlaunum fyrir bestu nor- rænu glæpasöguna, Glerlyklinum, á árlegri ráðstefnu. Þeim var úthlutað í Norræna húsinu 21. maí og að þessu sinni hlaut norski rithöfund- urinn Kurt Aust verðlaunin fyrir bók sína Hjemsøkt, sem er söguleg skáldsaga sem gerist 1703. Ævar Örn val- inn forseti SKS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.