Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 23
Jón Baldur segist vart sjá hvar handverkið hættir og listin
byrjar í myndgerðinni. „Tjáningin er alls staðar. Ég þarf að upp-
lifa og finna litina og túlka þá og tjá. Koma lífinu sjálfu á blað!
Það á jafnt við um mig og marga þá sem titla sig listamenn að
við erum ekki að leysa neina lífsgátu. Ég get ekki ímyndað mér
að ég gæti málað þessa fiska mína og fugla ef ég hefði ekki bull-
andi ástríðu fyrir viðfangsefnunum. Ég er í hugarástandi sem til-
heyrir listinni! En ég vil spara listhugtakið, leyfa sannri list að
vera list og ekki að drukkna í endalausri framleiðslu minni og
annarra. Ég kem aldrei til með að kalla mig listamann. Held að
það sé annarra og kannski helst tímans að leiða það í ljós hvort
einhver af þessum verkum eru list.“
Jón Baldur þarf oft að nostra lengi við myndir sínar áður en
honum þykir árangrinum náð. „Þegar allt er talið getur ein
mynd kostað margra daga vinnu. Jafnvel meira. Ég þarf að
vinna heimildavinnu, kaupi bækur eða fæ lánaðar og les, tala við
fólk, ligg á Netinu, skoða myndir, hleð niður textum. Hugsanlega
þarf ég að senda fullgerða mynd í skoðun hjá sérfræðingi og
hann sendir hana ásamt löngum lista athugasemda til baka. Ég
þarf jafnvel að mála nýja mynd. Það tók yfirleitt einn til tvo daga
að gera hverja mynd í spendýrabókinni. Sumar þvældust þó fyrir
mér dögum saman og jafnvel á aðra vikuna. Ég hef alltaf þurft
að hafa fyrir mínum myndum. Þetta er vinna.“
Myndbanki sem dafnar
Jón Baldur segir Netið hafa valdið því að nú skipti litlu hvar
myndskreytir er búsettur, svo lengi sem hann er nettengdur. „Ég
hugsa að ég sé jafnvel betur staðsettur hér uppi á Íslandi til að
vinna að myndum af fiskum og sjávarlífverum en flestir þeir sem
koma til með að keppa við mig í framtíðinni. Til dæmis þeir sem búa
inni í miðri Sussex á Englandi eða suður í Frankfurt. Þeir hafa ekki
sömu tengsl við hafið og lífverur þess og ég hef hér. Hins vegar hef
ég alveg sambærilegt aðgengi að mínum viðskiptavinum og þeir, því
þetta fer allt fram á Netinu.“
Jafnframt því að myndskreyta prentgripi rekur Jón Baldur
myndabankann fauna.is. Í bankanum eru nú um 1.200 myndir. Jón
Baldur selur notkunarrétt af þeim víða um heim. „Þessi banki sér
mér nú þegar fyrir drjúgum hluta lifibrauðs. Ég sé fyrir mér að við-
hald bankans verði aðalviðfangsefni mitt og tekjulind í framtíðinni.
Ég hef fengið verkefni í gegnum Netið víðsvegar að úr heiminum og
selt myndir til notkunar í Frakklandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku,
Svíþjóð, Kanada og í Bandaríkjunum. Umferðin á Netinu er sífellt að
aukast. Ég frumbirti yfirleitt ekki myndir í bankanum. Þeir sem fjár-
festa í myndskreyttum bókum njóta frumbirtingarréttar.“
Náttúruskoðun og leiðsögn
Jón Baldur segist hafa verið með annan fótinn í náttúrunni frá því
hann var barn. Fugla- og náttúruáhuginn hefur loðað við hann fram á
þennan dag. „Ég reyni að skilja ekki þennan barnslega áhuga við mig
því hann er forsenda þess að maður geti sett þann kraft í þessa
vinnu sem þarf. Ég reyni að vera eins mikið úti í náttúrunni og ég get.
Hef reyndar starfað í mörg ár á sumrin sem leiðsögumaður fugla-
skoðara, náttúruáhugafólks og göngufólks. Útivistarfólk er upp til
hópa áhugafólk um náttúru og náttúruáhugafólk er áhugasamt um
útivist. Síðustu 15 sumur hef ég lóðsað þýskumælandi ferðamenn
um hálendið. Ég kann vel við mig á því sviði, en nú er svo mikið að
gera í teikningum og mörg verkefni framundan að ég hætti leiðsögn
fyrir tveimur árum og ákvað að einbeita mér að teiknivinnunni.“
Svartrottur nota landfestar til landgöngu.Hreinkýr með horn í vexti.
Íslenskir villiminkar í mismunandi feldi á sérstöku minkastökki.
TENGLAR
..................................................................................
www.fauna.is
staðar væru bundnar við ákveðin búsvæði,
fara langt út fyrir þau búsvæði á Íslandi
vegna minni samkeppni við aðrar tegundir.
Dæmi um það er minkurinn sem víðast hvar í
Evrópu er mjög bundinn við votlendi. Til
dæmis er sjaldgæft að sjá hann meira en 50
metra frá vatni í Bretlandi en hér fer hann
langt frá vatni og inn á þurrlendið. Þótt vitað
sé að tófan áreiti og jafnvel drepi mink er
henni víðast hvar haldið mjög niðri þar sem
kjörlendi minksins er á láglendi.“
Öðru máli gegnir um sjávarspendýrin en
landspendýrin. „Það er engin landfræðileg
hindrun fyrir sjávarspendýr að koma hingað
enda sjáum við að hér er mikil fjölbreytni,
sérstaklega í hvölum. Framleiðni hafsvæð-
isins er gríðarlega mikil. Þar sem kaldir haf-
straumar að norðan og heitir að sunnan mæt-
ast þyrlast næringarefnin upp. Okkur finnst
oft ótrúlegt að hugsa til þess að sunnar í út-
höfunum, þar sem sjórinn er hlýrri, er nánast
engin framleiðni vegna skorts á þessari
blöndun. Þangað leita margar af hvalategund-
unum yfir vetrartímann. Þar á mökun sér
stað og kýrnar bera en éta nánast ekkert
hálft árið. Svo koma þær hingað á Íslandsmið
á vorin og eru hér fram á haust og á þeim fáu
mánuðum verða þær að éta fyrir árið. Gísli
Víkingsson hefur rannsakað þetta mjög vel
hjá langreyði sem má skipta í þrjá hópa:
Tarfa, geldar kýr og svo kálffullar og mjólk-
andi kýr. Kálffullu og mjólkandi kýrnar verða
að safna forða hér á Íslandsmiðum sem þarf
að standa undir öllum seinni hluta meðgöng-
unnar og mjólkurframleiðslunni fyrstu mán-
uðina eftir burð. Sennilega er aðalástæðan
fyrir þessari miklu stærð hjá hvölum þörfin
fyrir að geta soltið mánuðum saman. Þetta
gæti ekkert spendýr án þess að leggjast í
dvala nema að vera svona stórt.“
Uppruni húsamúsa
Um það bil sem frágangi bókarinnar var að
ljúka í prentsmiðju bárust merkilegar nið-
urstöður úr rannsókn Karls Skírnissonar um
uppruna íslensku húsamúsarinnar. Páll segir
að unnt hafi verið að hafa þessar nýfengnu
upplýsingar með í bókinni.
„Það hefur verið hálfgerð trúarsetning að
íslenska húsamúsin hér væri hin svonefnda
norræna eða austræna húsamús. Sama mús
og finnst í Skandinavíu og austanverðri Evr-
ópu. Síðan er vestræna húsamúsin í Vestur-
Evrópu og á Bretlandseyjum. Karl Skírnisson
sendi samverkamanni sínum í Evrópu nokkr-
ar húsamýs sem veiddust í Vestmannaeyjum
og á Reykjavíkursvæðinu. Nýlega bárust nið-
urstöður úr byrjunarrannsókn á erfðaefni
þessara húsamúsa. Þær reyndust allar vera af
vestræna afbrigðinu, sem kom mjög á óvart.
Þessi niðurstaða kallar á rannsókn á því hvort
sú norræna er einnig til hér. Ég tel mjög mik-
ilvægt að frekari rannsóknir fari fram á
þessu.“
Páll bendir á að forfeður okkar hafi lagt
leið sína um Skotland og Orkneyjar á leiðinni
hingað, og Vestmennirnir hafi verið Írar. Það
sé því ekki ólíklegt að vestrænar húsamýs
hafi tekið sér far með þeim hingað til lands,
þótt hinar norrænu hljóti að hafa borist hing-
að líka.
Hátterni tófunnar
Páll hefur lengi rannsakað íslenska refinn
og skrifar kaflann um hann í bókinni. Rann-
sóknir sem gerðar voru á fari ungrar tófu,
með hjálp gervihnattasendis, leiddu í ljós for-
vitnilegt atferli.
„Það var ung læða á fyrsta hausti sem við
festum á gervihnattasendi svo hægt væri að
kortleggja ferðir hennar. Hún byrjaði að fara
í ferðir út frá óðali foreldra sinna. Síðan virt-
ist hún velja sér framtíðarheimili í um 30 km
fjarlægð, en var ekki öruggari en svo á nýja
staðnum að hún skrapp alltaf öðru hvoru
heim til pabba og mömmu og stoppaði hvergi
á leiðinni. Við vissum ekki áður að ungar tóf-
ur héldu tengslum við fæðingarstaðinn á
þennan hátt og þetta er í fyrsta sinn sem sýnt
er fram á svona hegðun. Þessi tiltekna læða
hætti þessum ferðalögum um miðjan febrúar.
Var þá sennilega orðin nokkuð örugg um sig
og komin með maka þar, þótt þá hafi enn ver-
ið fimm vikur í mökun. Hún gaut fimm yrð-
lingum um vorið á nýja heimasvæðinu. Við
vissum að ársgamlar geldar læður eru stund-
um áfram á óðali foreldranna, færa þá ein-
hverja björg í bú og stundum liggja þær
heima á greninu hjá yrðlingunum. Líklega
hafa þær reynt og mistekist að finna sér
maka og nýtt óðal um veturinn, en fengið að
koma aftur heim vegna svona tengsla við óðal
foreldranna. Aðstoðin við uppeldi yngri systk-
inanna er líkt og nokkurs konar greiðsla fyrir
að fá að vera heima. Líklega eru ókostirnir
meiri en kostirnir fyrir foreldrana að hafa
fullorðið afkvæmi áfram heima. Þessar ungu
læður fara venjulega að heiman á öðru ári.
Ungir steggir virðast ekki haga sér svona.
Líklega vegna þess að þeir verða sjálfir að
tryggja sér óðal áður en þeir ná sér í maka.
Læðan nær sér frekar í maka sem þegar á
sér óðal.“
Páll segir að tófunni hafi fjölgað mikið, en
er ekki viss um að það sé aðallega vegna
minna veiðiálags.
„Tófustofninn náði lágmarki fyrir miðjan 8.
áratuginn. Síðan tók henni að fjölga, fyrst
hægt og svo hraðar. Það sem gerðist var að
frjósemi jókst og virðist hafa haldist mikil
þrátt fyrir að stofninn sé orðinn stór. Frjó-
semi má annars vegar sjá í gotstærðinni og
hins vegar á því hve margar læður eru geldar
hverju sinni. Geldtíðni byrjaði að aukast á
vestanverðu landinu um 1990, sem virðist
vera fyrstu þéttleikaháð viðbrögð, en það ber
ekkert á því ennþá á austanverðu landinu.
Stofnstærð virðist því ekki vera farin að koma
niður á möguleikum dýranna að ná sér í óðul.
Þótt erfiðara sé að finna laus óðul á vest-
anverðu landinu virðast þau sem eignast óðal
hafa nóg að éta og frjósemin er enn mikil.“
í sjó
Morgunblaðið/Árni Torfason Mynd/Jón Baldur Hlíðberg
Sléttbakur síar fæðu úr sjávarskorpunni.
gudni@mbl.is
Microparamys bayi er eitt þeirra dýra sem vitað
er að fóru um Ísland fyrir langalöngu. Það kann
að hafa litið svona út.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 23