Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 24
24 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mikil spenna ríkir með-al knattspyrnuunn-enda víðs vegar umheim og þeir eruófáir sem skipu-
leggja sumarfrí sín kringum keppn-
ina. Knattspyrnuæði grípur um sig
og við Íslendingar, sem aldrei höfum
átt lið í úrslitakeppni Evrópumóts-
ins, EM, veljum okkar uppáhalds lið
og fylgjum því í gegnum keppnina.
Umræðuefnið á vinnustöðum lands-
ins mun nær eingöngu snúast um
EM þær fjórar vikur sem mótið
stendur yfir og væntanlega munu
leikir gærdagsins verða ræddir í
þaula og rökrætt um rangstæður,
leikaðferðir og vafasöm atvik.
Mikill uppgangur í Portúgal
Þetta er í fyrsta sinn sem stórmót
í knattspyrnu er haldið í Portúgal og
er eftirvæntingin þar í landi mikil.
Umgjörð keppninnar mun koma til
að verða glæsileg enda kappsmál
meðal mótshaldara að gera keppnina
enn glæsilegri en þær keppnir sem
haldnar hafa verið áður.
Allt frá því Knattspyrnusamband
Evrópu tilkynnti í október 1999 að
keppnin skyldi haldin í Portúgal hef-
ur undirbúningur staðið linnulaust.
Útnefningin hefði ekki getað komið á
betri tíma fyrir Portúgala. Mikill
uppgangur hefur verið í efnahagslífi
landsins og kemur Evrópumótið til
með að örva það enn frekar. Ríkis-
stjórn Portúgals hefur lagt til rúm-
lega einn milljarð evra í byggingu
leikvanga og uppbyggingu sam-
gangnakerfisins í þeim borgum þar
sem mótið fer fram en heildarkostn-
aður við keppnina nemur allt að fjór-
um milljörðum evra.
Það er að mörgu að hyggja við
framkvæmd risamóta á borð við
Evrópukeppnina. Þó svo að knatt-
spyrnan sé aðalatriðið þurfa móts-
haldarar að ganga úr skugga um að
allt sé í stakasta lagi, ekki bara innan
vallar heldur einnig utan vallar. Bú-
ist er við að allt að ein og hálf milljón
manna muni streyma til Portúgal í
beinum tengslum við keppnina og
áætla má að yfir sjö milljarðar
manna muni fylgjast með keppninni
í sjónvarpi víðs vegar um heiminn en
EM er talið vera þriðji vinsælasti
íþróttaviðburður í heiminum á eftir
Ólympíuleikunum og heimsmeist-
arakeppninni í knattspyrnu. Búið er
að selja yfir eina milljón miða á leik-
ina og er uppselt á nánast alla leiki.
Leikið í sjö borgum í Portúgal
Leikið verður á tíu leikvöllum í sjö
borgum víðs vegar um Portúgal; í
Guimaraes, Aviero, Braga, Coimbra,
Faro og Leiria auk þess sem leikið
verður á tveimur leikvöllum í Porto
og Lissabon. Flestir vellirnir taka
30.000 manns í sæti en stærsti leik-
vangurinn er Estadio de Luz í Lissa-
bon sem rúmar 65.000 manns en þar
fer úrslitaleikurinn fram. Upphafs-
leikurinn verður hins vegar í Porto.
Miklar endurbætur hafa verið gerð-
ar á þeim leikvöngum sem notaðir
verða í mótinu en talið er að kostn-
aður við þær nemi um 550 milljónum
evra. Leikvangurinn í Faro var sér-
staklega reistur fyrir keppnina en sá
völlur rúmar 30.000 manns. Stað-
setning vallarins er að mörgu leyti
undarleg þar sem ekkert úrvals-
deildarlið er á svæðinu og þau lið
sem koma til með að nota völlinn í
framtíðinni eru smálið í neðri deild-
um Portúgals. Það er því ólíklegt að
not muni verða fyrir svo stóran völl á
þessu svæði í framtíðinni.
Öryggisgæsla í hámarki
Öryggisgæsla hefur spilað stórt
hlutverk í undirbúningi keppninnar
ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í
Madrid í marsmánuði síðastliðnum.
Landamæraeftirlit og löggæsla
verður hert til muna og munu allt að
7.000 sjálfboðaliðar sjá um öryggis-
gæslu auk hefðbundins lögregluliðs
og sérsveita. Samvinna ríkir á meðal
yfirvalda öryggismála og EM þeirra
sem sjá um öryggismál í Aþenu
vegna Ólympíuleikanna síðar í sum-
ar.
Öll áfengisneysla er bönnuð á leik-
vöngunum og með nýrri tækni verð-
ur hægt að mæla áfengismagn í mun
fleirum en áður og eiga þeir sem
mæta ölvaðir á leiki á hættu að verða
meinaður aðgangur. Þetta eru vissu-
lega sláandi fréttir fyrir marga
knattspyrnuaðdáendur, ekki síst
fyrir enska knattspyrnuaðdáendur,
sem líta á bjór og knattspyrnu sem
órjúfanlega heild og það er í raun
kaldhæðnislegt að bjórframleiðand-
inn Carlsberg skuli vera einn af að-
alstyrktaraðilum keppninnar.
Sérstökum aðgerðum verður beitt
til að koma böndum á óeirðaseggi
sem gjarna vilja elta uppi viðburði
eins og þessa og valda ófriði. Búið er
að meina 2.700 enskum fótboltabull-
um að koma inn í landið á meðan
keppninni stendur en í síðustu Evr-
ópukeppni sem haldin var í Hollandi
og Belgíu voru einungis um hundrað
manns á þessum svarta lista. Gert er
ráð fyrir að um 50–60.000 Englend-
ingar fylgi enska landsliðinu til
Portúgals auk þess sem um 200.000
enskir ferðamenn verða í landinu
meðan á keppninni stendur. Viða-
mikið samstarf hefur verið á milli
enskra og portúgalskra lögregluyfir-
valda fyrir keppnina og verður sér-
stakt lögreglulið frá Englandi í
Portúgal auk þess sem sérsveitir frá
öðrum Evrópulöndum verða í við-
bragðsstöðu. Einnig verður allt
reynt til að koma í veg fyrir svarta-
markaðsbrask með miða á leikina og
gilda strangar reglur um slíka starf-
semi.
Tæknin spilar stórt hlutverk
Upplýsingatæknin mun verða alls-
ráðandi á meðan mótinu stendur. Í
fyrsta sinn mun tölva sjá um öll al-
mannatengsl í keppninni. Sérhannað
forrit sér um samskipti við fjölmiðla,
sjálfboðaliða, skipuleggjendur og
jafnvel liðin sjálf. Forritið sér um að
dreifa upplýsingum um dreifingu
miða til gesta og fjölmiðla, sam-
göngur, einkennisbúninga og alla
viðburði tengda keppninni. Talið er
að það geti sinnt 1.500 fyrirspurnum
á dag og mun þetta fyrirkomulag
spara ómældan tíma og fyrirhöfn.
Hægt verður að fá aðgang að kerfinu
í gegnum Netið og er það einfalt í
notkun. Talið er að um 3.000 fjöl-
miðlamenn muni notfæra sér þessa
tækni, auk skipuleggjenda og sjálf-
boðaliða.
Nýjasta kynslóð farsíma býður
einnig upp á tækninýjungar sem ætl-
unin er að nota í keppninni. Til að
mynda er hægt að nálgast allar upp-
lýsingar um keppnina í gegnum far-
síma og ber þar helst að nefna leiki,
hringitóna, myndir og síðast en ekki
síst myndaklippur þar sem hægt
verður að sjá öll mörk sem skoruð
verða í leikjum keppninnar í gegnum
símann. Opinber heimasíða Evrópu-
mótsins hefur einnig vakið verð-
skuldaða athygli og er hægt að fræð-
ast um allt milli himins og jarðar um
það sem viðkemur keppninni. Hægt
er að lesa síðuna á átta tungumálum
og verður boðið upp á umfjöllun um
leikina í beinni útsendingu, einkavið-
töl við leikmenn og þjálfara, dag-
bækur leikmanna, myndaklippur frá
helstu viðburðum auk þess sem hægt
verður að hlusta á leikina í beinni út-
sendingu.
Skiptar skoðanir um keppnisboltann
Íþróttavörurisinn Adidas hefur
hannað boltann sem notaður verður í
öllum leikjum keppninnar. Boltinn
ber heitið Roteiro í höfuðið á leiða-
bók landkönnuðarins fræga Vasco
De Gama og hefur David Beckham,
fyrirliði enska landsliðsins, lofað
boltann í hástert. „Nýi Roteiro-bolt-
inn fellur vel að fæti mínum. Hann
skoppar vel sem er gott fyrir mig og
aðra sem taka aukaspyrnur. Enginn
hefur séð bolta eins og þennan og
það verður frábært að spila með
hann,“ sagði Beckham en hann er
með risasamning við fyrirtækið og er
andlit þess út á við og því ekki að
undra að hann skuli lofa boltann. Þó
eru ekki allir á eitt sáttir um gæði
boltans. Einkum eru það markmenn
og varnarmenn sem hafa kvartað
undan boltanum. Þeir segja hann of
léttan sem geri það að verkum að
hann snúist mikið og þeir viti aldrei
hvar hann muni lenda. Einnig hafa
stjörnur á borð við Francesco Totti
og Christian Vieri lýst yfir mikilli
óánægju með boltann og segja hann
nánast ónothæfan. Hvað sem því líð-
ur megum við sjónvarpsáhorfendur
eiga von á skemmtilegri keppni fyrir
vikið því boltinn er hannaður með því
markmiði að gera leikinn hraðari og
fjölga mörkum.
Drengurinn Kinas stjarna mótsins
Lukkudýr eru ómissandi þáttur í
viðburðum sem þessum. Oftast eru
þau einhverjar fígúrur sem endur-
spegla einkenni gestgjafanna sam-
anber álfurinn Mókollur, sem var
lukkudýr heimsmeistarakeppninnar
í handknattleik sem haldin var hér á
landi 1995. En lukkudýr keppninnar
að þessu sinni er lífsglaður ungur
drengur að nafni Kinas. Hann er
fæddur í smáþorpi í Portúgal og hef-
ur frá unga aldri haft brennandi
áhuga á knattspyrnu. Hann hefur
mikla hæfileika á því sviði og sam-
einar krafta allra bestu knattspyrnu-
manna heims á borð við Pele, Zidane
og Ronaldo. Hann er mikill aðdáandi
Eusebio og Louis Figo enda klæðist
hann ætíð portúgalska landsliðbún-
ingnum. Kinas á að endurspegla
hinn sanna anda evrópskrar knatt-
spyrnu og skapa einingu meðal fólks
enda hefur hann hreina ást á leikn-
um og er hvers manns hugljúfi.
Það er ljóst að það er mjög spenn-
andi keppni framundan og er Portú-
gölum mikið í mun að allt fari vel
fram. Skipulagning keppninnar hef-
ur gengið mjög vel og líklegt er að
umbúnaður hennar verði glæsilegur.
Ef knattspyrnan sem leikin verður í
Portúgal verður eitthvað í líkingu við
umgjörðina má búast við mjög
spennandi keppni sem enginn knatt-
spyrnuunnandi ætti að láta fram hjá
sér fara.
Úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu
Umdeild keppni og glæst
umgjörð fyrir milljarða
Reuters
Portúgalska óeirðalögreglan verður við öllu búin á meðan EM stendur yfir, en
allir vonast til að hún eigi náðuga daga fyrir höndum. Sveitin verður til taks all-
an sólarhringinn á öllum keppnisstöðum mótsins.
Reuters
Leikmenn portúgalska landsliðsins fóru um í hestakerrum í bænum Obidos á
dögunum að loknum ströngum æfingabúðum. Þar með gafst gott tækifæri til
að hitta bæjarbúa og ýta undir stuðning þeirra við landsliðið sem heimamenn
binda miklar vonir við að standi sig í keppninni.
AP
Ungmenni víða um Evrópu eiga eftir að fylgjast með hetjum sínum í sjónvarp-
inu á næstum vikum. Hér ritar ein skærasta stjarna Svía, Freddie Ljungberg,
nafn sitt fyrir hóp barna í Stokkhólmi á dögunum.
Reuters
Lukkudýr þykja ómissandi á stór-
mótum íþrótta. Kinas er lukkudýr
EM 2004 og verða eftirlíkingar
dýrsins seldar á hverju götuhorni í
Portúgal á meðan mótið stendur
yfir. Hér skoðar Kinas bikarinn sem
keppt verður um nú og Frakkar
unnu fyrir fjórum árum.
Eftir sex daga verður flautað
til leiks á Evrópumótinu í
knattspyrnu í Portúgal þeg-
ar heimamenn taka á móti
Grikkjum. Magnús Geir
Eyjólfsson kynnti sér um-
stangið í kringum þennan
þriðja vinsælasta íþrótta-
viðburð í heiminum.
magnusg@mbl.is