Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 55 ROKKSVEITIN Creed er hætt. Creed átti dramatíska rokk- smelli á borð við „Higher“ og „With Arms Wide Open“ og gaf út breiðskífurnar My Own Prison, Human Clay og Weathered. Plötur Creed seldust í samtals tuttugu og fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum þar sem þeir áttu sterkt bakland. Creed hóf upptökur á fjórðu plötu sinni síðasta vetur en and- inn í herbúðum Creed-liða var víst að engu orðinn, sér- staklega var spennan mikil á milli Mark Tremonti gítarleikara og Scott Stapp söngvara en þeir stofnuðu sveitina á sínum tíma. Þrír fyrrv. meðlimir ætla að stofna nýja sveit með nýjum söngvara. Hljómsveitin heitir Alter Bridge og inniheldur Creed-liðana Tremonti, Scott Phillips, Brian Marshall (sem hafði hætt í Creed árið 2000) og söngvarann Myles Kennedy (áður í Mayfield Four). Fyrsta plata Alter Bridge kemur út í ágúst. Stapp vinnur hins vegar að sólóefni. Creed kveður Það var alltaf stutt í testósterónið hjá Creed. LÖGREGLAN í Los Angeles hefur fallið frá því að leggja fram kærur á hendur sjálfskipuðum konungi poppsins, Michael Jackson, vegna ásakana sem lagðar voru fram á hendur honum um að hann hefði misnotað ungan dreng síðla á níunda áratugnum. Þær ásakanir eru þó með engu tengdar ákærunni sem lögð hefur verið fram á hendur hon- um vegna meintrar misnotkunar á unglingnum Gavin Arvizo, en Jack- son, sem kveðst saklaus af öllum ásökunum, bíður þess nú að réttað verði yfir honum … ÞAÐ getur verið svalt að eiga rappstjörnu fyrir bróður. Eminem tók sig nefnilega til á dögunum og gaf yngri bróður sínum Nate 10 þúsund dala heimastúdíó í 18 ára afmælisgjöf. Nú er bara að sjá hvort Nate getur eitthvað nýtt sér græjurnar og fetað í fótspor stóra bróa … NÝJASTA tilraun Victoriu Beckham til þess að verða eitt- hvað meira en konan hans Davids er að spreyta sig á skó- hönnun. Hún ætlar að hvíla sig á söngn- um og einbeita sér að því að hanna skó fyrir merkið Gina. Ætlar hún að hanna fyrir Ginu nýja línu sem bera mun nafn hennar. „Victoria stökk á tækifærið þegar það bauðst. Hún elskar skó,“ segir „vinur“ hennar við breskt götublað … BRITNEY Spears og nýi kærastinn hennar, Kevin Federline, eru að sögn búin að fá sér tattú með gagn- kvæmri ástarjátningu … ÍRSKA sveit- in The Thrills, sem sló í gegn í fyrra með plötunni So Much For The City, hefur svo gott sem lagt lokahönd á aðra plötu sína, sem fengið hefur útgáfudaginn 13. sept- ember. Fyrsta smáskífan af plötunni fer að hljóma í ágúst en hún heitir því skemmtilega nafni: „Whatever Happened to Corey Haim“. Ýmsir kunnir gestir koma við sögu á nýju plötunni, þ.á m. Peter Buck, gít- arleikari R.E.M. og Van Dyke Parks, meðhöfundur Brians Wil- sons, sem útsetti strengina fyrir The Thrills. Conor Deasy hefur lýst nýju lögunum sem meira „rokki og róli“ … FORSÖNGVARI All Saints sálugu, Shaznay Lewis gefur út sína fyrstu sólóplötu í sumar. Platan heitir Open en þar munu m.a. koma við sögu Primal Scream og Basement Jaxx … ÞAÐ er töggur í Avril Lavigne blessaðri. Það hef- ur hún sýnt í tón- list sinni og textum en stelpan var að gefa út nýja plötu á dögunum sem heit- ir Under My Skin. Hún er heldur ekkert að láta blekkjast af freist- ingum rokksins og því fékk durg- urinn Fred Durst úr Limp Bizkit að kynnast á dögunum. Á hann að hafa reynt að gera hosur sínar grænar fyrir Lavigne með því að bjóða henni út að borða – í borgara og franskar – og síðan reynt að lokka hana með sér í bólið en án árangurs. Eftir þessa fyrstu höfnun á hann svo að hafa haldið áfram, reynt að ganga í augun á henni með ýmsum stærilát- um, eins og að mæta á einkaþotu sinni á tónleika hennar. En Lavigne vill bara ekkert með kauða hafa og lái henni hver sem vill. „Hann reyndi allt sem hann gat til að fá mig upp í rúm með sér. Hann var líka ekkert lítið spældur þegar ég vildi ekki koma nálægt honum og fór ein upp á herbergi mitt,“ játaði Lavigne fyrir Rolling Stone tímaritinu … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.