Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 55 ROKKSVEITIN Creed er hætt. Creed átti dramatíska rokk- smelli á borð við „Higher“ og „With Arms Wide Open“ og gaf út breiðskífurnar My Own Prison, Human Clay og Weathered. Plötur Creed seldust í samtals tuttugu og fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum þar sem þeir áttu sterkt bakland. Creed hóf upptökur á fjórðu plötu sinni síðasta vetur en and- inn í herbúðum Creed-liða var víst að engu orðinn, sér- staklega var spennan mikil á milli Mark Tremonti gítarleikara og Scott Stapp söngvara en þeir stofnuðu sveitina á sínum tíma. Þrír fyrrv. meðlimir ætla að stofna nýja sveit með nýjum söngvara. Hljómsveitin heitir Alter Bridge og inniheldur Creed-liðana Tremonti, Scott Phillips, Brian Marshall (sem hafði hætt í Creed árið 2000) og söngvarann Myles Kennedy (áður í Mayfield Four). Fyrsta plata Alter Bridge kemur út í ágúst. Stapp vinnur hins vegar að sólóefni. Creed kveður Það var alltaf stutt í testósterónið hjá Creed. LÖGREGLAN í Los Angeles hefur fallið frá því að leggja fram kærur á hendur sjálfskipuðum konungi poppsins, Michael Jackson, vegna ásakana sem lagðar voru fram á hendur honum um að hann hefði misnotað ungan dreng síðla á níunda áratugnum. Þær ásakanir eru þó með engu tengdar ákærunni sem lögð hefur verið fram á hendur hon- um vegna meintrar misnotkunar á unglingnum Gavin Arvizo, en Jack- son, sem kveðst saklaus af öllum ásökunum, bíður þess nú að réttað verði yfir honum … ÞAÐ getur verið svalt að eiga rappstjörnu fyrir bróður. Eminem tók sig nefnilega til á dögunum og gaf yngri bróður sínum Nate 10 þúsund dala heimastúdíó í 18 ára afmælisgjöf. Nú er bara að sjá hvort Nate getur eitthvað nýtt sér græjurnar og fetað í fótspor stóra bróa … NÝJASTA tilraun Victoriu Beckham til þess að verða eitt- hvað meira en konan hans Davids er að spreyta sig á skó- hönnun. Hún ætlar að hvíla sig á söngn- um og einbeita sér að því að hanna skó fyrir merkið Gina. Ætlar hún að hanna fyrir Ginu nýja línu sem bera mun nafn hennar. „Victoria stökk á tækifærið þegar það bauðst. Hún elskar skó,“ segir „vinur“ hennar við breskt götublað … BRITNEY Spears og nýi kærastinn hennar, Kevin Federline, eru að sögn búin að fá sér tattú með gagn- kvæmri ástarjátningu … ÍRSKA sveit- in The Thrills, sem sló í gegn í fyrra með plötunni So Much For The City, hefur svo gott sem lagt lokahönd á aðra plötu sína, sem fengið hefur útgáfudaginn 13. sept- ember. Fyrsta smáskífan af plötunni fer að hljóma í ágúst en hún heitir því skemmtilega nafni: „Whatever Happened to Corey Haim“. Ýmsir kunnir gestir koma við sögu á nýju plötunni, þ.á m. Peter Buck, gít- arleikari R.E.M. og Van Dyke Parks, meðhöfundur Brians Wil- sons, sem útsetti strengina fyrir The Thrills. Conor Deasy hefur lýst nýju lögunum sem meira „rokki og róli“ … FORSÖNGVARI All Saints sálugu, Shaznay Lewis gefur út sína fyrstu sólóplötu í sumar. Platan heitir Open en þar munu m.a. koma við sögu Primal Scream og Basement Jaxx … ÞAÐ er töggur í Avril Lavigne blessaðri. Það hef- ur hún sýnt í tón- list sinni og textum en stelpan var að gefa út nýja plötu á dögunum sem heit- ir Under My Skin. Hún er heldur ekkert að láta blekkjast af freist- ingum rokksins og því fékk durg- urinn Fred Durst úr Limp Bizkit að kynnast á dögunum. Á hann að hafa reynt að gera hosur sínar grænar fyrir Lavigne með því að bjóða henni út að borða – í borgara og franskar – og síðan reynt að lokka hana með sér í bólið en án árangurs. Eftir þessa fyrstu höfnun á hann svo að hafa haldið áfram, reynt að ganga í augun á henni með ýmsum stærilát- um, eins og að mæta á einkaþotu sinni á tónleika hennar. En Lavigne vill bara ekkert með kauða hafa og lái henni hver sem vill. „Hann reyndi allt sem hann gat til að fá mig upp í rúm með sér. Hann var líka ekkert lítið spældur þegar ég vildi ekki koma nálægt honum og fór ein upp á herbergi mitt,“ játaði Lavigne fyrir Rolling Stone tímaritinu … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.