Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ T uttugu ár voru liðin í vetur frá einstæðu björgunar- afreki Guðlaugs Friðþórs- sonar þegar hann synti í köldum sjó um 6 km leið og gekk síðan yfir úfið hraun til byggða á Heima- ey. Það var seint að kvöldi 11. mars 1984 að Hellisey VE 503 fórst aust- ur af Stórhöfða á Heimaey. Í sjóslysinu fór- ust fjórir ungir menn, Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vél- stjóri, 21 árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára og Valur Smári Geirsson, matsveinn, 26 ára. Guðlaugur stýrimaður komst einn af, þá 22 ára. Fram að því hafði hann unað sér vel í áhyggjuleysi æskunnar, líkt og aðrir frískir Eyjapeyjar og meyjar. Á einni nóttu varð hann fullorðinn og kastað inn í sviðsljós fjöl- miðlanna, án þess að hafa beðið um það. Þeg- ar þessi atburður var rifjaður upp í vetur fal- aðist Morgunblaðið eftir viðtali við Guðlaug. Hann vildi bíða með það. Annir við nám og störf ollu því að viðtalinu var frestað æ ofan í æ. Guðlaugur sagði á dögunum að hann hefði vonað að sér hefði tekist að bíta blaðamann- inn af sér. Það fór nú ekki svo og er vel við hæfi að birta viðtal við Guðlaug á sjó- mannadaginn, enda óvíst að nokkur íslenskur sjómaður sé þekktari en hann hvort heldur hér heima eða erlendis. Þökk sé umfjöllun um afreksverkið í fréttamiðlum og vís- indaritum víða um heim. Guðlaugur segir að sér þyki nóg um athyglina sem að honum beindist. Þetta var harmleikur „Ég gleymi þessu aldrei. En þótt ég bjarg- aðist þá var þetta mikill harmleikur, sem mér finnst stundum gleymast,“ segir Guðlaugur. „Þrátt fyrir að ég ynni þetta afrek, sem svo er kallað, þá dóu þarna fjórir ungir menn í blóma lífsins. Það vegur í mínum huga miklu þyngra en það að ég bjargaðist.“ Guðlaugur segist oft hugsa til horfinna fé- laga sinna, einkum á tímamótum í lífinu. Þá liggur leiðin gjarnan suður fyrir Eldfell þar sem sér yfir slysstaðinn, ströndina þar sem Guðlaugur braust í gegnum brimgarðinn á land og yfir úfið hraunið. Á þessum slóðum var afhjúpaður minnisvarði um Helliseyj- arslysið og björgun Guðlaugs á sjómannadag- inn 1996. „Við vorum mjög góðir félagar. Sumir okk- ar höfðu verið annars staðar saman til sjós. Þetta voru strákar sem ég þekkti vel, skemmtilegur hópur,“ segir Guðlaugur. Að- spurður segist hann hvorki hafa dreymt þessa horfnu félaga, né um sjóslysið. „Fyrstu sólarhringana upplifði ég ákveðin augnablik í atburðarásinni við það eitt að loka augunum. Það sat í mér þegar möstrin skullu í sjóinn og ljósin fóru á kaf. Ég upplifði það augnablik aftur og aftur og ég sé það alveg fyrir mér nú. Þá áttaði maður sig á því að það var eitthvað alvarlegt að gerast. Þegar ég hugsa um þetta man ég atburðarásina mjög vel, þótt ég muni hana kannski ekki alveg jafn vel nú og nokkrum dögum eftir slysið.“ Ónotin hurfu fljótt Í viðtölum eftir Helliseyjarslysið var haft eftir Guðlaugi að hugur hans stæði ekki til frekari sjómennsku. Það leið þó ekki á löngu uns hann var farinn að róa. Hvað breyttist? „Ég sagði bæði að ég ætlaði ekki að fara til sjós og líka að ég hefði áhuga á að prufa það,“ segir Guðlaugur. „Maður getur aldrei fullyrt neitt svona – eins og að maður ætli ekki aftur á sjó. Ég er ekki einn um að hafa rekið mig á það. Ég fór aftur til sjós 1986, bara einn túr í dagróður á Sjöstjörnunni VE. Það var svo sem allt í lagi. Eftir áramótin 1987 fór ég á Bergey VE og var alveg fram á haust.“ – Fylgdu því engin ónot að fara aftur á sjó- inn? „Aðeins fyrst. Við festum illa fljótlega eftir að ég byrjaði á Bergeynni. Það fór ekki vel í mig, en ég laug því að mér að ég myndi fara í land eftir túrinn. Auðvitað sveik maður það. Ég var eins og Hjörsi snýtari sem sagt var að lygi því að sjálfum sér að hann fengi sjúss fyrir að éta úldið kjöt. Svo þegar hann var búinn með kjötið átti hann ekkert til að verð- launa sig með og sagði: Alltaf læturðu plata þig, Hjörsi minn! Ég var bátsmaður á Berg- eynni en átti seinna eftir að verða bæði stýri- maður og afleysingaskipstjóri og lenda oft í því að festa og hvaðeina.“ Skyldi Guðlaugi hafa þótt vanta á tillits- semi og nærgætni fólks í umræðunni eftir slysið? „Ég ætla ekki að líkja mér við skemmti- krafta, íþróttamenn eða annað fólk í sviðsljós- inu, en maður lendir í því að verða frægur án þess að hafa haft nokkurn áhuga á því. Mað- ur varð á vissan hátt almenningseign og fólki þótti sjálfsagt að ganga að manni úti á götu til að ræða við mann. Það er ekkert að því á meðan það er á normal nótum og fólk talar af einhverri skynsemi. Stundum spyr fólk spurninga sem maður svarar ekki neinum og á svörin aðeins fyrir sjálfan sig.“ En breytti þessi atburður, sem kastaði Guðlaugi svo skyndilega inn í sviðsljósið, ekki manninum sjálfum? „Að sjálfsögðu lítur maður hlutina öðrum augum eftir þessa reynslu en áður. Ég er einn af fáum Íslendingum sem verða grá- hærðir af kæruleysi fremur en áhyggjum. Ég hef átt frekar auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á hlutunum. En þetta breytti manni mjög mikið. Það er ekki spurning. Ég var bara 22 ára. Fram að þessu var allt á beinni braut, en þarna kom hlykkur á. Ég fór í nýj- an farveg. Á þessum aldri, 15–25 ára, er mað- ur eilífur og ekkert á leiðinni að deyja. Það var svo fjarlægt. Svo breyttist það á einu augnabliki. Eftir svona reynslu hugsar maður hlutina öðruvísi.“ Guðlaugur segir vissulega miklu skipta að njóta góðrar heilsu en mestu að halda lífinu. „Ég er þakklátur fyrir góða heilsu og mjög þakklátur hreinlega fyrir að fá að vera hérna. Allir sem líður þokkalega vel eru þakklátir fyrir að vera lifandi. Ég var ofsalega nálægt því þessa nótt að fara héðan. Það er engin spurning. Þótt ég geti ekki endilega fullyrt um hve nálægt ég var því að deyja, þá hefði maður, miðað við allt sem telst eðlilegt, átt að fara þessa nótt. Maður hugsar ýmislegt, eins og að við sætum örugglega ekki hér ef það hefði gerst.“ Tók sjálfan sig í gegn – Örlaði einhvern tíma á sektarkennd yfir að hafa komist einn af? „Já, það má eiginlega segja það. Þarna voru strákar sem áttu konur og börn, en ég var einhleypur. Ég velti því fyrir mér hvers vegna mér var hleypt í gegn en ekki þeim. Af hverju ég? Á tímabili leið mér illa gagnvart öllu þessu. Athyglin sem ég fékk var meðal þess sem angraði mig. Svo kom að því að ég hreinlega tók sjálfan mig í gegn. Mér hafði liðið mjög illa, en ég velti þessu öllu upp með mér og komst að þeirri niðurstöðu að ef ég ætlaði að halda áfram yrði ég að hugsa hlutina öðruvísi – því lífið hélt áfram hjá mér. Ég hreinlega ákvað að fara að hugsa öðruvísi. Ég gæti ekki látið þennan atburð stjórna lífi mínu alla ævi.“ Guðlaugur segist í raun aldrei hafa fundið til ótta við dauðann meðan hann barðist fyrir lífi sínu. Það var frekar að hann óttaðist sjálft dauðastríðið. Hann telur öllu skipta að missa ekki kjarkinn þegar á reynir. „Þegar fólk er orðið hrætt þá held ég að það geti verið stutt eftir. Þá fer hræðslan að bera mann ofurliði.“ Líður ekki illa í kulda Dr. Jóhann Axelsson, lífeðlisfræðingur og prófessor, rannsakaði óvenjulegt kuldaþol Guðlaugs eftir slysið. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í vetur það vera skoðun sína og margra annarra vísindamanna, þeirra á með- al virtustu sérfræðinga á sviði kuldarann- sókna, að „afrek Guðlaugs skýrist ekki ein- ungis af líkamlegu atgervi hans, heldur ekki síður andlegu atgervi hans.“ Guðlaugur segist ekki geta útskýrt hvernig hann hélt sönsum þær sex klukkustundir sem hann var á sundi og á göngu yfir úfið hraunið aðfaranótt 12. mars 1984. „Það var eitthvað sérstakt sem gerðist við þessar aðstæður. Ég hafði áður lent í kringumstæðum þar sem ég hálfpartinn „panikeraði“, en þarna hélt ég alltaf ró minni.“ Guðlaugur segist hafa fallist á að taka þátt í tilraunum á kuldaþoli sínu, ef ske kynni að niðurstöður þeirra gætu gagnast sjómönnum. Óþægindin við að sitja í 5,4°C vatni upp í háls í tilraunastofunni og stíga þar þrekhjól öngr- uðu hann ekki. Guðlaugur gekkst undir rann- sóknir hér á landi og síðar við lífeðl- isfræðideild læknadeildar Lundúnaháskóla. Dr. Jóhann Axelsson stýrði rannsókninni og vann að henni ásamt m.a. William R. Keat- inge prófessor sem er í hópi virtustu sérfræð- inga á þessu sviði í heiminum. Tilraunirnar leiddu m.a. í ljós að líkami Guðlaugs náði varmajafnvægi við óvenju-lágt hitastig. Guð- laugur segist hafa fylgst með framgangi og niðurstöðum rannsóknanna eftir bestu getu. „Ég er þannig gerður að ef ég er að brasa eitthvað þá verð ég að skilja hvers vegna. Ég hef alltaf viljað vita um hlutina. Jóhann Ax- elsson, vinur minn, var sérlega duglegur að segja mér frá og útlista hvað var að gerast. Ég spurði og spurði og Jóhann og hinir vís- indamennirnir sögðu mér ýmislegt meðan á þessu stóð. Svo náði ég mér í grein um rann- sóknina sem þeir skrifuðu í British Medical Journal.“ – En er kuldaþolið óskert? „Mér líður ekki illa í kulda, en ég veit ekki nema lungun hafi eitthvað skaðast. Ég fékk slæma lungnabólgu fyrir tveimur árum og var lengi að ná mér. Ég held að ég myndi örugglega ekki leika þetta eftir nú.“ Besta áfallahjálpin Guðlaugur segir að á þessum árum hafi menn ekki verið búnir að finna upp áfalla- hjálp. Að minnsta kosti var hún ekki á al- mannavitorði líkt og nú. Eftir átökin við hraunið var Guðlaugur stórskaddaður á fót- um og þrekaður eftir sundið. Eins er víst að sálartetrið hefur átt bágt. En hvernig skyldi honum hafa gengið að vinna úr áfallinu? „Ég á mjög góða fjölskyldu að. Pabbi minn, Friðþór Guðlaugsson, spurði lækninn sem tók á móti mér á sjúkrahúsinu hvað hann gæti gert til að hjálpa mér. Pabbi átti inni sum- arfrí og tók sér frí úr vinnunni til að vera hjá mér. Hann var kominn upp á spítala á morgnana þegar ég vaknaði og fór ekki fyrr en ég var sofnaður á kvöldin. Pabbi var mjög góður áheyrandi, við sátum og ræddum málin fram og til baka. Þetta var mín áfallahjálp. Ég held að besta áfallahjálp, sem fólk get- ur fengið, sé að vera með sínum nánustu. Fjölskyldan er manni svo mikilvæg. Það þyrfti að hjálpa ættingjum þess sem hefur orðið fyrir áfalli til að geta stutt hann með nærveru sinni. Það mætti kannski byggja áfallahjálp meira á því, án þess að ég þykist vera einhver sérfræðingur á þessu sviði. Miklu frekar en að þurfa að ræða við ein- hverja manneskju sem maður hefur aldrei séð áður og að deila með henni tilfinningum Ég var nálægt því Guðlaugur Friðþórsson frá Vestmannaeyjum bjargaðist með undraverðum hætti eftir að Hellisey VE 503 sökk austur af Heimaey aðfaranótt 12. mars 1984. Guðni Einarsson ræddi við Guðlaug um hvað á dagana hefði drifið síðan, sviðsljós athyglinnar, sjómennskuna og sitthvað fleira. Morgunblaðið/Sigurgeir Guðlaugur Friðþórsson segist hafa þurft að taka sig taki til að lifa ekki um aldur og ævi í skugga harmleiksins þegar Hellisey fórst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.