Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ fiskveiðum, landbúnaði og iðnaði og bæta almennt úr peningahögum landsins. Hlutaféð var hækkað í þrjár milljónir árið 1907 en fyrir slík- an pening hefði verið hægt að kaupa á þriðja tug togara. Bankinn lét sér- staklega til sín taka í lánveitingum til útgerðar og verslunar en einnig til iðnaðar og húsbygginga. Hann átti jafnframt drjúgan þátt í því að pen- ingaviðskipti fluttust inn í landið og að viðskiptahættir á Íslandi færðust í nútímalegra horf. Íslandsbanki var fyrst og fremst viðskipta- og seðla- banki og hið mikla erlenda áhættu- fjármagn sem kom inn í landið með bankanum stuðlaði að atvinnubylt- ingunni sem varð á Íslandi á fyrstu áratugum 20. aldar. Skin og skúrir Afkoma Íslandsbanka var góð framan af en í ársbyrjun 1914 varð hann fyrir sínu fyrsta stóráfalli þegar stærsti viðskiptavinur hans varð gjaldþrota. Í fyrri heimsstyrjöldinni var afkoma bankans hagstæð en að henni lokinni syrti í álinn. Óðaverð- bólga á styrjaldarárunum og fyrst eftir stríðið leiddi til mikillar seðla- prentunar en meiru skipti þó skyndi- legt verðfall á íslenskum útflutnings- afurðum haustið 1920. Jafnframt kom gjaldeyrisskortur þjóðarinnar hart niður á bankanum og reglur um ókeypis yfirfærslu fjármagns milli Danmerkur og Íslands fyrir Lands- bankann voru honum þungar í skauti. Bankinn safnaði skuldum og barðist í bökkum. Árin 1922–25 batnaði hagur hans en seinni hluta þriðja áratugarins harðnaði á dalnum á nýjan leik þegar afkoma útgerðarinnar stórversnaði. Íslandsbanki tapaði miklu fé, inni- stæður minnkuðu og handbært fé til að greiða sparifjáreigendum var af skornum skammti, hlutabréf bank- ans féllu í verði og traust lánar- drottna þraut. Þá var ný bankalög- gjöf óhagkvæm Íslandsbanka en styrkti Landsbankann. Pólitísk sam- staða náðist ekki um aðgerðir til bjargar Íslandsbanka og raunar höfðu ýmsir þingmenn ætíð horn í síðu hans vegna þess að hann hafði að mestu verið í eigu útlendinga en ekki undir stjórn opinberra íslenskra að- ila. Bankanum var loks lokað 3. febr- úar 1930 en á grunni hans reis Út- vegsbanki Íslands hf. Viðskiptabankar og fjárfestingarlánasjóðir Útvegsbankinn var opnaður 12. apríl 1930 og hann yfirtók eignir og skuldir Íslandsbanka. Um það leyti var kreppan að hefja innreið sína á Íslandi og næstu ár voru bankanum erfið. Auk almennra bankaviðskipta átti Útvegsbankinn sérstaklega að styðja sjávarútveg, iðnað og verslun en megináherslan var þó á útveginn líkt og hjá Fiskveiðasjóði Íslands sem hafði verið stofnaður 1905. Sjóð- urinn lánaði fé til skipakaupa og veið- arfæra, styrkti menn til að kynna sér veiðiaðferðir og fiskverkun erlendis og veitti verðlaun fyrir atorku og nýj- ungar í fiskveiðum og meðferð fisks. Kreppan 1930–1940 kom hart nið- ur á Íslendingum sem reyndu að treysta atvinnulífið með margvísleg- um hætti. Mikilvægt þótti að styrkja innlendan iðnað og í því skyni var Iðnlánasjóði komið á fót árið 1935. Hann átti að lána til kaupa á vélum og stærri áhöldum en veitti einnig rekstrarlán. Vegur iðnaðar óx og hann varð einn af höfuðatvinnuveg- um Íslendinga á 20. öld. Að tilhlutan samtaka í iðnaði var Iðnaðarbanki Íslands hf. opnaður árið 1953 til að styðja við verksmiðjuiðnað og hand- iðn í landinu en jafnframt sinnti hann almennri bankaþjónustu. Fleiri at- vinnugreinar höfðu hug á banka- stofnun. Þannig tók Verzlunarspari- sjóðurinn til starfa árið 1956 og þremur árum síðar var Verzlunar- banki Íslands hf. opnaður og rann sjóðurinn inn í hann. Nokkur samtök kaupmanna stóðu að stofnun bank- ans en verslun var þá orðinn einn umfangsmesti atvinnuvegur Íslend- inga og átti enn eftir að vaxa. Þegar helstu atvinnugreinar landsins höfðu eignast sinn eigin banka fóru verkalýðsfélögin að hreyfa við hugmyndum um að stofna sérstakan alþýðubanka enda þótti þeim nauðsynlegt að verkafólk ætti kost á viðskiptum við banka sem ynni í þeirra þágu. Alþýðusambandsþing veitti miðstjórn sinni umboð til að undirbúa stofnun sparisjóðs og var Sparisjóður alþýðu opnaður vorið 1967. Áfram var unnið að bankamál- inu og Alþýðubankinn hf. tók til starfa snemma árs 1971. Um leið yf- irtók hann starfsemi Alþýðuspari- sjóðsins. Markmið Alþýðubankans var að efla atvinnuþróun og treysta atvinnuöryggi launafólks og auk þess að styðja menningarlega og fé- lagslega starfsemi verkalýðshreyf- ingarinnar á Íslandi. Ári áður en Alþýðbankinn var opn- aður gerðust Íslendingar aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Í tengslum við inngönguna ákváðu ríkisstjórnir Norðurlanda að stofna iðnþróunarsjóð fyrir Ísland til að auðvelda íslenskum iðnaði að að- lagast nýjum markaðsaðstæðum. Ári síðar var Útflutningaslánasjóður settur á laggirnar til að veita iðn- greinum samkeppnis- og útflutnings- lán. Þannig leit nærri tugur banka og fjárfestingarlánasjóða dagsins ljós á aðeins um fjörutíu árum sem liðu frá því að gamli Íslandsbanki rann inn í Útvegsbankann, bankar og sjóðir sem áttu síðar eftir að sameinast undir nafni Íslandsbanka. Stórfelld sameining Ríkið varð stærsti hluthafinn í Út- vegsbankanum við stofnun hans árið 1930. Hann var hlutafélag til ársins 1957 en þá var honum breytt í rík- isbanka. Hann varð síðan aftur hluta- félagsbanki árið 1987 en hafði þá átt erfitt uppdráttar þar sem einn stærsti lántakandi hans hafði orðið gjaldþrota. Stjórnvöld höfðu reynt að sameina hann öðrum bönkum en án árangurs. Í ársbyrjun 1990 urðu hins vegar tímamót í fjármálalífi Íslend- inga þegar Útvegsbankinn, Iðnaðar- bankinn, Verzlunarbankinn og Al- þýðubankinn sameinuðust í stærsta einkabanka landsins, Íslandsbanka hf. Önnur sameining fór fram þegar Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. (FBA) tók til starfa í ársbyrjun 1998. Hann tók við starfsemi Fiskveiða- sjóðs, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Útflutningslánasjóðs. Árið 2000 sameinuðust síðan Íslandsbanki og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og fékk hinn nýi banki nafnið Íslands- banki – FBA hf. Næsta ár var nafnið Íslandsbanki tekið upp fyrir starf- semi bankans í heild. Í dag ber Ís- landsbanki því sama heiti og forveri hans sem tók til starfa 7. júní 1904 og hann hefur notið þess að hvíla á grunni fyrirrennara sinna og byggja á reynslu þeirra. Samsöngur við sameiningu 1990 Í ársbyrjun 1990 sameinuðust Útvegsbanki Íslands, Iðnaðarbanki Íslands, Verzlunarbanki Ís- lands og Alþýðubankinn í Íslandsbanka hf. Á undirbúningsfundi vegna sameiningarinnar sungu fulltrúar bankanna fjögurra „Við eigum samleið“ en mikil áhersla var á það lögð að stilla saman strengi starfsfólksins. Höfundur er sagnfræðingur og hefur umsjón með sögudagskrá Íslandsbanka í ár. Jón forseti Jón forseti RE 108 var fyrsti togarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga. Hann kom til heimahafnar í Reykjavík árið 1907 og var í eigu útgerðarfélagsins Alliance. Togarakaupin voru að stórum hluta fjármögnuð með lánsfé frá Íslandsbanka. Fleiri útgerðarfélög nutu fyrirgreiðslu bankans en togararnir renndu styrk- um stoðum undir efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga. Bílabanki Verzlunarbankans Bryddað var upp á nýjung í bankaþjónustu á Íslandi er fyrsta útibú Verzl- unarbanka Íslands var opnað 1962 á jarðhæðinni á Laugavegi 172 í Reykjavík. Til viðbótar venjulegri banka- þjónustu var þar e.k. „bílabanki“ að bandarískri fyrirmynd, en viðskiptavini sem komu akandi á bifreiðum var hægt að afgreiða í gegnum sérstakan glugga. Möguleg verkefni á sviði húsgagnahönnunar í samstarfi við sænska húsgagnaframleiðendur Hönnun er efnahagsleg nauðsyn Samstarfsa›ilar um marka›ssetningu íslenskrar hönnunar augl‡sa eftir íslenskum hönnu›um sem hafa áhuga á a› vinna me› sænskum húsgagnaframlei›endum. Komi› hefur veri› á sambandi vi› fimm húsgagnaframlei›endur sem hafa áhuga á a› framlei›a húsgögn eftir teikningum íslenskra hönnu›a. Hönnu›um, sem vilja n‡ta sér flessi sambönd, er bent á uppl‡singar um sænsku fyrirtækin og fyrirkomulag samstarfsins á vef Útflutningsrá›s, www.utflutningsrad.is og vef Impru, www.impra.is Ef samstarfi› ver›ur frjótt, er markmi›i› a› kynna Svíum íslenska hönnun í ví›u samhengi me› nokkrum s‡ningum á árinu 2005. Til a› hafa yfirs‡n yfir verkefni› mun Útflutningsrá› safna saman uppl‡singum um árangur af flessu átaki. fieir sem vilja taka flátt í flessu verkefni eru be›nir a› hafa samband vi› Ernu Björnsdóttur hjá Útflutningsrá›i fyrir 30. júní 2004 me› tölvupósti á erna@utflutningsrad.is e›a í síma 511 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.