Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 45 Við viljum minnast með örfáum orðum vin- ar okkar Ingvars Daní- elssonar. Margar góð- ar minningar koma upp í hugann. Ingvar fang- aði hug allra þeirra sem hann um- gengst. Hann hafði góða kímnigáfu og var skemmtilegur og samvisku- samur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni og var fljótur að leysa þau verkefni sem fyrir hann voru lögð. INGVAR DANÍELSSON ✝ Ingvar Daníels-son fæddist á Akranesi 16. septem- ber 1983. Hann lést á heimili sínu sunnu- daginn 16. maí síð- astliðinn og var jarð- sunginn frá Bústaðakirkju 25. maí. Hann sýndi mikla hlýju og var óspar á faðmlög þegar við mættum til vinnu. Stórt skarð hefur verið brotið í vinahópinn og er nærveru hans sárt saknað. Við erum þakk- lát fyrir allar góðu sam- verustundirnar og allt sem hann kenndi okk- ur. Kæra fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja, starfsfólk og ungmenni í Gylfaflöt. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL ÞORFINNSSON skipasmiður, Suðurgötu 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 14:00. Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför JÓNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR í Borgarnesi. Sérstakar þakkir til sundfélags hans, starfs- fólks Íþróttamiðstöðvarinnar og starfsmanna Hyrnunnar, Borgarnesi. Oddný Kristín Þorkelsdóttir, Trausti Jónsson, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Júlíana Jónsdóttir, Eiríkur Ólafsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, barnabarns og frænda, INGVARS DANÍELSSONAR, Hólabergi 76, Reykjavík. Daníel Viðarsson, Margrét Magnúsdóttir, Hjalti Daníelsson, Guðrún L. Friðjónsdóttir, Inga Skarphéðinsdóttir, Helga Viðarsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, LILJU BERNÓDUSDÓTTUR, Neðstaleiti 7, Reykjavík. Svanur Wilcox, Katrín Anna Eyvindardóttir, Daníel Þór Wilcox, Þórdís Lilja Wilcox, Erla Bernódusdóttir, Guðmundur Bernódusson, Halldór Bernódusson. Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÓN ÓMAR PÁLSSON, áður til heimilis að Geldingaá, í Leirá og Melasveit, verður jarðsettur frá Hallgrímskirkju í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd mánudaginn 7. júní kl. 14.00. Sigrún Ómarsdóttir, Sigurður B. Magnússon, Sigríður Alma Ómarsdóttir, Kári V. Rúnarsson, Ólafur Ómarsson, Halldóra Harpa Ómarsdóttir, Hafdís Telma Ómarsdóttir, Finnur Jónsson og barnabörn hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS SVERRIS SVEINSSONAR, Reynigrund 71, Kópavogi, áður Stafholti, Vestmannaeyjum. Sigríður R. Júlíusdóttir, Júlíus Sveinsson, Freydís Fannbergsdóttir, Sveinn S. Sveinsson, Margrét J. Bragadóttir, Ragnar Sveinsson, Gunnhildur M. Sæmundsdóttir, Birgir Sveinsson, Steinunn Ingibjörg Gísladóttir, Finnbogi Jónsson, barnabörn og langafabörn. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Nú er hann afi Siggi látinn, eftir erfið veik- indi. Bernskuminningarn- ar streyma fram, ógleymanlegar stundir úr sveitinni hjá afa og ömmu í Laugardalnum, þar sem allir voru jafnir, jafnt stórir sem smáir. Þar var margt brallað, þar sem allir voru saman, ungir sem aldnir við leik og störf. Þar var spilað, lesið, sagðar sögur, sungið og hlegið langt fram á nætur. Mjólkurferðirnar á næsta bæ breyttust í ævintýraferðir yfir mýrar- fláka og lækjarsprænur, veiðiferðirnar með afa og allar gönguferðirnar. Afi mundi tímana tvenna. Sem ung- ur maður veiktist hann af berklum og dvaldi um tíma á Vífilsstöðum, þar kynntist hann ömmu og ástin blómstr- aði. Það vakti athygli allra hve ástfang- in þau voru og samheldin allt fram á síðasta dag. Mikill gestagangur var hjá afa og ömmu, bæði heima hjá þeim og í Laugardalnum. Alltaf var notalegt að koma til þeirra enda gestrisin með ein- dæmum. Betri afa er ekki hægt að óska sér og viljum við kveðja afa okkar með þess- um orðum og biðja góðan Guð að styrkja ömmu okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kveðja, Ragnhildur og Elín. Nú er afi Siggi farin frá okkur það er erfitt fyrir mig að ímynda mér það því ég var ekki viðstödd þessa mánuði sem hann var sem veikastur á spítalanum. Það er einfaldlega þannig þegar maður býr erlendis, þá býst maður við að lífið á Íslandi gangi sinn vanagang eins og fyrir 10 árum þegar ég fluttist af landi brott. En því miður líða árin og afar og ömmur falla frá, frændur og frænkur verða að unglingum og ætli maður sjálfur eldist ekki líka þótt haldið sé í vonina um að svo sé ekki. En ég kýs að minnast afa þegar hann var upp á sitt besta. Ég sá hann síðast um jólin 2003 þá komum við fjöl- skyldan til Íslands og maðurinn minn var að kvikmynda fyrir spænska aug- lýsingu og við báðum afa Sigga að koma fram í henni, og það var ekki vandamálið frá hans hendi og ekki vafðist það fyrir honum þótt það væri 8° frost á nýársdag þegar myndað var. Eftir að auglýsingin var sýnd hefur mikið verið spurt um þennan mynd- arlega eldri mann með ákveðna augna- ráðið, þá svaraði ég stolt; þetta er hann afi og hann er komin yfir nírætt. Það er náttúrulega ekki hægt að minnast afa án þess að tala um allar ferðirnar í Laugardalinn, allar veiði- ferðirnar og sögurnar frá því þegar hann var ungur – sérstaklega fannst mér gaman að hvernig hann lýsti Reykjavík, götunum, mannlífinu, hvernig hann bjó og hvað hann við- hafðist. En að fara í sveitina með afa og ömmu var alltaf hápunkturinn á sumr- inu. Þau skiptu barnabörnunum í hópa eftir aldri og allir fengu að vera í viku. í mínum hóp voru bara strákar og ég, en ég var ekkert að kvarta yfir því, hef aldrei verið mikið fyrir dúkkuleiki. En SIGURÐUR ELÍAS EYJÓLFSSON ✝ Sigurður ElíasEyjólfsson prent- ari fæddist í Reykja- vík 21. maí 1911. Hann lést á öldrun- ardeild Landspítal- ans í Fossvogi 24. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 4. júní. það var mikið brallað á þessum tíma, bókstaf- lega allt gert sem ekki mátti gera og meira en það. Reyndum okkar besta til að hjálpa til, en ég held að amma og afi hafi fljótlega gefist upp á að senda okkur á „Mið- staði“ að ná í egg því það var sama hvað við reynd- um, eggin komu alltaf brotin í hús, það var allt- af svo mikið að skoða á leiðinni eins og fugla- hreiður og hvort rebbi hefði nokkuð náð í ung- ana. Ég man líka eftir að hafa farið nokkrum sinnum með þeim um páska í sveitina með Unnari frænda og alltaf voru vatnsleiðslurnar í bústaðnum frosnar og áin líka og afi þurfi að brjóta gat á klakann til að ná í vatn, okkur Unnari leið eins og útilegumönnum á Ódáðahrauni þegar við ferjuðum fötur fullar af vatni allan daginn þangað til að amma sagði að hún ætti orðið næg- ar vatnsbirgðir fyrir allt sumarið líka. Veiðiferðirnar voru náttúrulega mesta ævintýrið því þá þurftum við að vakna rosalega snemma, labba heil- mikið og vaða yfir ár þangað til að afi var komin á uppáhaldsstaðinn sinn. Síðan máttum við ekki segja orð (sem var ekki auðvelt) því að við hræddum fiskana og alls ekki mátti gleyma því að pissa í ána. En það er óhætt að segja að ferð- irnar í Laugardalinn eru og verða ógleymanlegar, þetta voru hrein æv- intýri sem ekki allir eru svo heppnir að fá að upplifa. Takk, elsku afi, fyrir að hafa verið svona yndislegur afi og langafi. Við vonumst til að þú fylgist með okkur frá himnum og við biðjum góðan Guð að halda utan um ömmu okkar. Hjördís Guðmundsdóttir, Madrid. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN M. JÓNSSON bifvélavirki, Barðaströnd 8, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 11. júní kl. 13.30. Hólmfríður Benediktsdóttir, Magnús Benedikt Guðjónsson, Ólöf Jóna Jónsdóttir, Ása Hrönn Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.