Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 25

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 25 Einhverjum kann að finnastþetta fráleit hugmynd en þá ber þess að minnast að læknar eru bara menn sem hafa gengið í skóla til að læra það handverk að skera í mannslík- amann. Það sama mætti kenna miklu fleirum í hæfilegum mæli – þarna gæti sem sé komið til sög- unnar ein ný námsgrein í almenna skóla lands- ins. Snemma er fólki kennd handavinna, smíðar og heimilis- fræði, – því ekki að kenna því að skera burt vörtur, taka úr tennur, kirtla og botnlanga. Þetta myndi stytta biðlistana á spítölunum því þar færu þá bara fram mjög stór- ar aðgerðir og aðrar sérhæfðar lækningar. Smærri aðgerðirnar væru gerðar á eldhúsborðum víðs vegar um bæinn. Þeim sem finnst ótrúlegt að þetta sé gerlegt bendi ég á að lesa æviminningabækur gömlu héraðslæknanna. Með þekkingu sína að vopni, og gömlu leðurtöskuna með nokkrum hand- verkfærum, fóru þeir heim á bæi í sveitum lands og skáru upp veikt fólk sem lagt var á hurðir sem teknar voru af hjörunum og höfðu ekki annað deyfilyf við höndina en áfengi. Það deyfilyf er nú aldeilis ekki ófáanlegt nú og meira að segja vinnur heill her manna að því að gera það enn aðgengilegra. Fram- tíðarsýnin lítur þá kannski svona út: Eitt kvöld finnur Sveinsína nokkur Hansdóttir til óþæginda í hálsinum. Karl maður hennar gáir upp í hana og segir: „Þú ert með ansi stóra kirtla góða mín, kannski ég ætti að taka þá snöggvast úr þér? Ég lærði hand- tökin á sínum tíma eins og þú veist.“ Þar sem konan má vart mæla tekur eiginmaðurinn þögn hennar sem samþykki, bregður sér út í 10–11 og sækir sterkt viskí. Svippar því næst eldhúshurðinni af hjörunum og leggur konu sína endilanga á hana. Hellir ofan í hana viskíinu og tekur svo heim- iliskirtlatöngina upp úr eldhús- skúffunni og rífur kirtlana úr konunni. Gefur henni svo ís úr frystinum að borða og ekki orð um það meir. Þannig gætu landsmenn dundað sér á kvöldin í stað þess að glápa sífellt á sjónvarpið, gert hinar og þessar smærri aðgerðir hver á öðrum, meðan hinir menntuðu læknar á hátæknisjúkrahúsum sinntu alvarlegri aðgerðum. Það sér hver maður á þessari lýsingu hve þjóðhagslega hag- kvæmt það gæti orðið að bæta ágripi af læknisfræði inn í nám- skrá framhaldsskóla. Kunnátta í þessum efnum kynni að koma nemendunum að meira gagni en t.d. stærðfræði og franska, svo eitthvað sé nefnt – sjálfs er hönd- in hollust. Ég nefni þetta svona í framhjá- hlaupi þar sem umræður eru í gangi um endurskipulagingu á framhaldsskólanámi, sem og er sí- fellt verið að glíma við hvernig gera megi heilbrigðiskerfið hér ódýrara og skilvirkara. Þjóðlífsþankar/Gætum við ekki gert meira sjálf? Sjálfs er höndin hollust eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur UM DAGINN las ég um konu sem skar sig sjálfa keisaraskurði og tókst að ná barninu út og lifði skurðinn af. Þetta fannst mér bæði mjög merkilegt og líka kveikti þessi frétt hjá mér ágæta hugmynd. Mér datt í hug að þarna kynni að leynast lausn á vanda íslenska heilbrigðiskerfisins. Í staðinn fyrir að fólk hangi mánuðum og jafnvel árum saman heima og bíði eftir að vera kallað upp á spítala til þess að láta laga hin ýmsu mein sem herja á mannslíkamann gæti það bara gert sjálft á sér ýmsar aðgerðir – eða þá að heimilisfólk gæti skorið hvert annað upp, sem væri kannski hentugra. Nýr vikuleikur í Sumarbrids Sumarbrids býður nú til vikuleiks sem verður í gangi í júnímánuði (frá 7. –25. júní). Reglurnar eru einfaldar: Bronsstigahæsta konan í viku hverri (mán-fös) fær hádegisboð á Þrjá frakka hjá Úlfari. Sama gildir um þann karlspilara sem fær flest bronsstig í hverri viku. Sumarbrids gengur annars sinn vanagang, þó er þátttakan ívið minni en undanfarin ár. Fólk virðist samt vera að komast í gírinn fyrir sumarið og sífellt sér maður ný andlit, með bros á vör. Hér má sjá efstu pör undanfarinna spilakvölda: Þriðjudagskvöldið 1. júní – Snún- ingsmitchell Jörundur Þórðars. – Hrafnhildur Skúlad. 44 Guðlaugur Sveinss. – Kristófer Magn. 44 Kristján Blöndal – Hjördís Sigurjónsd. 18 Miðvikudagskvöldið 2. júní – Barometer Hermann Friðrikss. – Hlynur Angant. 23 Jón Viðar Jónm. – Þorvaldur Pálmas. 11 Gylfi Baldurss. – Sigurður B. Þorsteinss. 4 Fimmtudagskvöldið 3. júní – Howell Sigfús Þórðarson – Kristján Blöndal 32 Tryggvi Ingas. – Björgvin M. Kristinss. 26 Hróðmar Sigurbj. – Bernódus Kristinss. 19 Geirlaug Magnúsdóttir – Torfi Axelsson 18 Spilað er fimm kvöld í viku, mánu- daga til föstudaga, í allt sumar. Spila- staður er húsnæði BSÍ, Síðumúla 37. Á dagskrá eru ávallt eins kvölds keppnir og hefst spilamennskan klukkan 19. Hin landsfræga Miðnætursveita- keppni er í boði á föstudagskvöldum, að tvímenningi loknum. Nánari upp- lýsingar má finna á heimasíðu Bridge- sambandsins. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 20 pör til keppni föstu- daginn 28. maí og var spilað í tveimur riðlum N/S og A/V. Úrslitin í N/S: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 257 Ólafur Ingvarss. - Sigurður Steingrss. 242 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 231 A/V: Ragnar Björnss. - Ólafur Lárusson 276 Halla Ólafsd. - Jón Lárusson 247 Erla Gunnlaugsd. - Halldór Halldórss. 239 SL. þriðjudag mættu svo 18 pör og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Guðný Hálfdánard. - Guðm. Þórðarson 251 Pétur Antonss. - Ragnar Björnsson 242 Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddsson 240 A/V: Bragi Björnsson - Ólafur Ingvarss. 250 Sigurður Pálsson - Ólafur Lárusson 248 Ásta Erlingsd. - Bent Jónsson 223 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í júlí á hreint ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfangastöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á fegursta tíma ársins. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin í sólina í júlí frá kr. 19.990 með Heimsferðum Bologna Verð frá kr. 19.990 Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Bologna/- Forli, 1. og 8. júlí. Netverð. Mallorca Verð frá kr. 34.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 7. júlí, vikuferð, nettilboð. Netverð. Benidorm Verð frá kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, stökktutilboð, 7. júlí. Netverð. Rimini Verð frá kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, 1. júlí, stökktutilboð. Netverð. Costa del Sol Verð frá kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð. Barcelona Verð frá kr. 19.990 Flugsæti, m.v. 2 fyrir 1 til Barcelona, 1. júlí. Netverð. Portúgal Verð frá kr. 39.990 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, viku- ferð, 7. júlí, stökktutilboð. Netverð. Króatía Verð frá kr. 33.895 Flugsæti á mann með sköttum, beint flug á Trieste. Tryggðu þér síðustu sætin í júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.