Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 42

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 42
SKILDINGANES - EINSTAKT ÚTSÝNI Mjög fallegt og skemmtilegt parhús á glæsilegri sjávarlóð með garði í hásuður á þessum vin- sæla stað í Skerjafirðinum. Frá húsinu er hreint óviðjafnanlegt 180 gráðu sjávarútsýni sem nær allt frá Bláfjöllum að Snæfellsjökli. Húsið er í raun mun stærra en tölur FMR segja til um. Íbúð- arflötur hússins er talin vera 155,4 fm en er mun nær 180 fm þar af er rúmlega 30 fm geymslu- rými með skertri lofthæð sem ekki er skráð. Auk þess er innbyggður 20,7 fm bílskúr. Húsið er á þremur pöllum og er gengið inn á miðpall þar sem er eldhús og borðstofa í sólskála, svefn- herbergin eru á efsta pallinum en gengið niður í rúmgóðar stofur. HUGVEKJA 42 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur - Til leigu Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Jarðhæðin í þessu glæsilega húsnæði er til leigu. Eignin getur leigst í einu eða tvennu lagi. Einstakt tækifæri. Nánari upplýsingar gefur Þorlákur Ómar á skrifstofu Miðborgar eða í síma 820 2399. Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id Einsi kaldi, Gölli Valda,Sævar í Gröf, Þórðursjóari – allt eru þettanöfn sem við þekkjumog eru tengd hafinu órjúfanlegum böndum. Þetta eru alþýðuhetjur, elskaðar og dáðar, sprottnar úr þeim jarðvegi og veruleika sem ól upp og fóstraði landsmenn velflesta allt þar til nýlega. Og þær eru margar fleiri. Ein þeirra er hann Gústi. Hann fæddist 29. ágúst árið 1897 í Hvammi í Dýrafirði, var níundi í röð 10 barna foreldra sinna. Fullt nafn hans var Guð- mundur Ágúst Gíslason. Þegar hann var á 2. ári, dó móðir hans. Honum var þá komið í fóstur í Hnífsdal, til móðursystur sinnar og eiginmanns hennar; þetta er 1899. Þar ólst hann upp, sem og á Ísafirði, eftir að þau hjónin fluttust þangað, 1905. Þar átti Gústi heima næstu 20 árin eða svo. Þar bjó líka amma hans, sem kenndi honum ungum Pass- íusálmana og vakti og glæddi með honum trúaráhugann á ýmsan máta. Í blaðaviðtali árið 1965 sagði hann, að þeir hefðu bjargað sér oft í þessu lífi, með ódauðlegum og nærandi boðskap sínum. Þegar amma hans deyr, er missirinn stór og þungur. Þrettán ára gamall verður Gústi fyrir sterkri trúarlegri reynslu og yrkir í kjölfarið sálm, Guði til dýrðar; sáðkorn gömlu konunnar hafði náð öruggri rót- festu í hjarta drengsins. En næstu árin í sögu hans eru dálít- ið óljós. E.t.v. lærir hann segla- saum, eða þá kannski frekar netagerð – heimildum ber ekki saman. Árið 1913, 16 ára gamall, er hann í fyrsta sinn í manntali titlaður „verkamaður“ og er það næstu ár, en frá og með 1920 „sjómaður“. Hann er þá 23 ára gamall. Upp úr þessu fer Gústi á ver- tíðir suður og þaðan til útlanda í millilandasiglingar, lengst af á norsku kolaskipi, Modesta. Til Siglufjarðar kemur hann 1929 og þá frá Noregi. Hann er búinn að fara víða um heiminn, til Skandinavíu, Bretlands, Suð- ur-Ameríku, og e.t.v. Tyrklands, Kína, Afríku og Ástralíu og fleiri landa; hefur kynnst fátækt af eigin raun, í bæði líkamlegum og andlegum skilningi. Allt þetta setur á hann mark, grefur um sig í brjósti hans. Á Siglufirði býr hann til ársins 1943 og er að mestu til sjós. Þá fer hann eitt- hvað, en er svo á Akureyri 1948 að kaupa sér lítinn, opinn bát. Guð hafði sagt honum að gera það, í rútu á leiðinni frá Reykja- vík og norður, en það var ekki fyrr en í Glerárþorpi að hann vissi til hvers var svo ætlast af honum með fleyið. Það átti sumsé að vera lifibrauð hans og þúsunda annarra, um gjörvalla jörð. Fólks sem hann ekki þekkti, nema af afspurn. Og Gústi hlýddi. Hann sigldi bátnum litla á góðviðrisdegi yfir til Siglufjarðar og átti þar heimili alla tíð síðan, fiskandi með almættinu og gef- andi megnið af aflanum til kristniboðs meðal framandi þjóða, eða kostandi bláfátæka einstaklinga þar ytra til náms. Sjálfur lifði hans eins naumt og hann gat, án allra veraldlegra hæginda. Þakkarbréfin sem hann fékk að utan skiptu tugum hundraða. Billy Graham og Oral Roberts voru á meðal þeirra sem hann umgekkst, þ.e. stóð í bréfa- skriftum við og sendi aura og bað um að koma í hendur þurfandi. Einnig kostaði hann þýðingu Nýja testamentisins á mál lítils ættflokks indíána í Bólivíu, og á tungu frumbyggja nokkurra í Afríku. Og Guð einn veit hvað annað þessi maður gerði til að létta byrðina snauðu fólki og þjáðu. Þegar ekki gaf á sjóinn fór trúboðinn um bæinn og prédik- aði fagnaðarerindið heimafólki, stóð þá oftar en ekki á Ráðhús- torginu, og stundum einn. En það skipti hann engu máli, bara ef orðið fékk að hljóma, sem það og gerði, því röddin var sterk og hrjúf og barst langt. Og í tösku sinni átti hann litla miða, sem hann gaf þeim sem á vegi hans urðu, börnum jafnt sem full- orðnum. Þetta voru biblíuvers, sem hann ritaði eigin hendi. Á veturna fór hann jafnvel víðar um land með boðskapinn góða. Gústi, sem lengstum hafði við- urnefnið „guðsmaður“, vegna alls þessa, lést 12. mars árið 1985, á 88. aldursári. Nokkru áður hafði Pétur Sigurgeirsson biskup verið í heimsókn á Siglufirði og ákvað að líta til gamla mannsins, sem þá var kominn á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar. Tjáði hann mér fyrir skemmstu, að það hefði verið einn af sólargeisl- unum í lífi sínu að hitta þennan undraverða sjómann og kristni- boða. „Það var eins og hann væri utan og ofan við allt, eins og hann ætti ekki heima þarna; hann var svo glaður,“ sagði bisk- up orðrétt. Og ástæðan fyrir gleðinni var auðvitað sú, að Gústi vissi að hann var á leið í ríki himnanna, eftir allt erfiðið og stritið hérna megin grafar. Litli báturinn hans, Sigurvin, fékk líka hvíldina, liggur nú við bryggju og er í öndvegi í einu húsa Síldarminjasafnsins, Báta- skemmunni nýju. Fyrir þeim báðum, ævivin- unum og starfsfélögunum, tökum við ofan í dag og hneigjum okk- ur, í lotningu og auðmýkt. Sög- urnar af þeim eru legíó, oftar en ekki um baráttu við óblíð nátt- úruöflin, en alltaf komust þeir til hafnar. Enda stýrt af meist- aranum sjálfum. Gústi Ljósmynd/Þórhallur Sigurðsson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Þær eru margar hetj- urnar sem við Íslend- ingar höfum átt í gegnum aldirnar, bæði til sjós og lands, sumar þekktari en aðrar. Sigurður Æg- isson minnist á sjó- mannadegi 2004 kempu einnar sem fá- ir líklegast vita nokk- ur deili á, utan Dýrfirðingar og Siglfirðingar. Og þó. STARFSMANNAFÉLAG ríkis- stofnana (SFR) hefur gefið út bækling sem ber heitið Samstaða gegn einelti á vinnustöðum, undir ritstjórn Söru Hlínar Hálfdánar- dóttur. Bæklingnum er ætlað að vera upplýsingarit á vinnustöðum sem eigi að stuðla að frekari fræðslu, umræðu og úrlausnum er varða eineltismál á vinnustöðum. Bæklingurinn skiptist í fjóra hluta. Í fyrsta lagi er fræðilegur hluti um einelti, í öðru lagi eru ræddar hugsanlegar leiðir til að koma í veg fyrir einelti, í þriðja lagi eru rædd úrræði til að takast á við einelti og að lokum eru ýmis fylgigögn er varða einelti. Fram kemur í inngangi bækl- ingsins að vinnuvernd á árum áður á Íslandi hafi fyrst og fremst beinst að því að koma í veg fyrir líkamlegt heilsutjón. „... í seinni tíð hefur það viðhorf orðið ríkjandi að andleg vellíðan skipti ekki síður máli,“ segir í inngangi og að margar rannsóknir hafi sýnt fram á það að líkamleg heilsa og andleg vellíðan haldist í hendur við að auka árang- ur og ánægju í starfi. Andleg vellíðan skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.