Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ JAZZKLÚBBUR Hótel Borg, Pósthússtræti 11, sími 551 1440 Tónleikar hefjast kl. 21:00 Miðaverð 1.000 kr. www.jazzis.net/mulinn 6. júní Egg og beikon Sigurður Flosason saxófónn. Agnar Már Magnússon píanó. Tónlist eftir þá félaga auk góðkunnra standarda í útsetningum þeirra. NÝTT: Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes 5. sýn í kvöld kl 20 - blá kort Su 13/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR DANSLEIKHÚS 10/06/2004 SAMKEPPNI 9 verk eftir 14 höfunda Fi 10/6 kl 20 - Kr. 2.500 Áhorfendaverðlaun - diskótek BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson Í kvöld kl 20, Su 13/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Þri 8/6 kl 20 - AUKASÝNING Mi 9/6 kl 20, - UPPSELT Fi 10/6 kl 20, - UPPSELT Fö 11/6 kl 20 - UPPSELT Lau 12/6 kl 15 Lau 12/6 kl 20- UPPSELT SÍÐUSTU SÝNINGAR TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.39 Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 10.30 Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 Ein sérkennilegasta og um leiðskemmtilegasta hljómsveitsem ég rakst á á síðasta árivar bandaríska sveitin Anim- al Collective, en ég fann á Netinu plötuna Here Comes the Indian. Sú var, og er, ævintýraleg í meira lagi, framúrstefnuleg þjóðlagamúsík þar sem öllu ægði saman, lög þvældust úr einu í annað, hættu að vera lög á köfl- um og urðu hljóðaveisla, textabrot og ójarðneskar raddir héldu manni við efnið, og alltaf er manni fannst sem nú væri búið að ná tölum á því sem sveitin væri að gera sneri hún út úr öllu og hélt í allt aðra átt. Snúið var að ná í þessa skífu sveit- arinnar, þ.e. að kaupa hana, en tókst á Netinu. Fyrsta plata sveitarinnar, Spirit They’re Gone, Spirit They’ve Vanished, sem kom út haustið 2000, var aftur á móti nánast ófáanleg þar til hið góða fyrirtæki Fat Cat, sem gaf meðal annars út Sigur Rós og gefur út múm, tók sig til og gaf út aft- ur þessa fínu plötu á síðasta ári og aðra plötu hennar líka, Danse Mana- tee, frá sumrinu 2001, en báðar eru þær saman á tvöföldum geisladisk. Ekki er þó bara að Fat Cat hafi brugðist svo vel við þessari sér- kennilegu og bráðskemmtilegu tón- list heldur kemur út um þessar mundir ný skífa Animal Collective, Sung Tongs, sem slær hinum við um frumleika og skemmtilegheit og er þá miklu til jafnað. Avey Tare og Panda Bear Animal Collective er byggt á sam- starfi þeirra félaga Avey Tare og Panda Bear, eða David Portner og Noah Lennox, sem móðir þeirra nefndi svo. Þeir hafa verið samherjar í tónlist í rúman áratug, hófu víst að setja saman tónlist 1992 og þá búnir að vera vinir lengi. Formlegt sam- starf þeirra sem Animal Collective hefur þó ekki staðið nema síðustu fjögur ár, en lengst af þeim tíma voru liðsmenn sveitarinnar fjórir, þeir Avey og Panda og svo Brian „Geolog- ist“ Weitz og Josh „Deaken“ Dibb. Fyrsta platan, áðurnefnd Spirit They’re Gone, Spirit They’ve Van- ished, var reyndar aðeins unnin af þeim Avey og Panda, en á næsta verki höfðu hinir slegist í hópinn. Á nýrri plötu eru þeir svo aftur orðnir tveir, Avey og Panda. Á þeim fjórum árum sem sveitin hefur starfað hefur hún verið býsna dugleg við útgáfu, áður eru taldar tvær plötur og svo sú sem kemur nú út, en tónleikaplatan Hollinndagain kom út í takmörkuðu upplagi 2002 og önnur tónleikaútgáfa til á síðasta ári, Campfire Songs, og svo sú plata sem nefnd er í upphafi þessarar sam- antektar, Here Comes The Indian. Telst býsna vel af sér vikið að gefa út sex plötur á fjórum árum, en Avey Tare á einnig nokkur lög á plötu sem hann deilir með David Grubbs og Fat Cat gaf út 2003. Til viðbótar við þetta er svo að sveitin hefur verið iðin við tónleikahald, lék meðal annars með múm á nokkrum tónleikum í síðasta mánuði og hitaði einnig upp fyrir Fo- ur Tet. Raddir sem hljóðfæri Menn grípa gjarnan til samlíkinga þegar lýsa á Animal Collective, enda erfitt að draga upp mynd af tónlist- inni annars. Meðal annars tína menn til Holy Modal Rounders, Simon & Garfunkel, The Beach Boys, Syd Barrett, The Incredible String Band, Gilberto Gil, Milton Nasciemento, Black Dice og svo má telja, kannski ekki svo hjálpleg samlíking eftir allt. Eitt einkenna sveitarinnar er að hún syngur ekki eiginlega texta, frekar orð á stangli, setningarbrot eða orð- leysur, samhengislaus hljóð. Avey, sem hefur yfirleitt orð fyrir þeim fé- lögum, segir að hann hafi eitt sinn samið texta til að syngja en fljótlega áttað sig á að það væri tóm della. „Víst eru textar mikilvægir, en ég hef ekkert sérstakt að segja sem verður að koma á framfæri og því finnst mér og okkur báðum reyndar, betra að nota raddirnar sem hljóðfæri. Það gefur líka gríðarlega möguleika, opn- ar nýjar víddir.“ Grunnurinn að Sung Tongs, sem snara má sem „sungnir söngvar“ að sögn hljómsveitarmanna, er einmitt raddir þeirra félaga og fjöldi annarra radda til viðbótar, oft raddir barna sem fellur að yfirlýstum tilgangi þeirra að skoða lífið með barns- augum. Undirleikur er svo á kassa- gítara, barða og beyglaða, marg- radda og margræða. Rafeindahljóð heyrast líka hér og þar, stundum til að ýta undir framandleika, en svo líka til að gera stemninguna hlýlegri. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Margradda og margrætt Fáar hljómsveitir sigla eins sérkennilega leið og Animal Collective sem sendi frá sér sjöttu plötuna á fjórum árum, Sung Tongs, um daginn. Avey Tare og Panda Bear bregða á leik úti í skógi. MERKILEGT verður að teljast hvernig Rúnar Júlíusson fer að því að halda sér svo ferskum sem raun ber vitni. Hann hefur verið að í rúm fjöru- tíu ár og sent frá sér sæg af plötum en hefur sjaldan verið betri – plata sem hann sendi frá sér á síðasta ári er sú besta sem hann hef- ur gert. Best af öllu er að Rúnar er enn ófeiminn við að breyta út af, gera eitthvað nýtt, eins og heyra má á þeirri plötu sem hér er gerð að um- talsefni, Trúbrotin 13. Á henni er viðfangsefnið trú og kærleikur, eitthvað sem Rúnar sagði, í viðtali fyrir skemmstu, sig hafa lang- að til að gera allan feril sinn, en hann segist hafa verið alinn upp í trúarleg- um söngvum. Útsetningar á plötunni eru einkar skemmtilegar, víða að finna hug- myndaríkar fléttur. Heyr til að mynda orgelleikinn í „Er mamma söng“, útsetninguna á „Ó, þá náð að eiga Jesúm“, þar sem þessi gamla lumma verður að kántrísætabrauði, og einfalda og um leið magnaða út- setningu á lagi Rúnars af síðustu sóló- plötu hans, Hunangsilmi, sem nú er sungið við innblásinn orgelleik, hrein- asta afbragð og besta lag plötunnar. Það lag er reyndar á plötunni í ann- arri útsetningu sem er ekki síðri en allt öðruvísi, því þar er lagið í hörku Karíbahafssveiflu. Raddir eru líka vel heppnaðar, Rúnar syngur af tilfinningu og rödd- un er góð, sérstaklega bassasöngur Davíðs Ólafssonar, og gaman er að heyra þau Rúnar og Maríu syngja saman lagið „Að eilífu“, í smekklegri útsetningu, því þó það stingi nokkuð í stúf við trúarþema plötunnar, er kær- leikurinn líka guðlegur. Það kemur nokkuð á óvart að á plötunni séu aukalög, enda tíðkast það varla þegar verið er að gefa plöt- ur út á geisladiskum eingöngu, alla- jafna eru aukalögin viðbót við áður út- gefna vínylplötu, en þegar grannt er skoðað eru þetta rökrétt skipti því síðustu lögin þrjú á plötunni eru tals- vert frábrugðin þeim sem á undan eru komin í stíl og stefnu, auk þess sem tvö þeirra eru af Það þarf fólk eins og þig sem kom út á síðasta ári. Megnið af plötunni er eins konar rokkuð kántrítónlist, „alt-country“ ef vill, en fyrri aukalögin tvö, sem tekin eru upp á tónleikum, áðurnefndur „Hunangs- ilmur“ og „Gott að gefa“, í eins konar reggíbúningi eða réttara sagt kar- íbskum búningi, mikil gleðilög og sér- staklega er það síðarnefnda mikið stuðlag. Síðasta lagið er svo upptaka frá 1951, er Rúnar var sex ára gamall og söng „Ó, Jesú bróðir besti“ fyrir afa sinn, en smekklegu undirspili hef- ur verið bætt við. Þó þetta sé plata Rúnars Júlíusson- ar er þetta ekki síður plata þeirra sona hans Júlíusar og Baldurs því þeir fara á kostum í útsetningum og spilamennsku, en Þórir Baldursson á líka frábæran leik á plötunni, eins og hans er von og vísa. Eins og getið er í upphafi hefur Rúnar Júlíusson ekki verið betri en einmitt nú er hann er kominn á sex- tugsaldurinn. Síðasta plata hans, Það þarf fólk eins og þig, var hans besta plata og sú sem hér er gerð að umtals- efni er hreint afbragð, persónuleg og skemmtileg trúarjátning. Tónlist Trúbrotin hans Rúnars Rúnar Júlíusson Trúbrotin þrettán  Trúbrotin þrettán, plata G. Rúnars Júl- íussonar. Lög eftir hann og ýmsa erlenda höfunda, textar flestir eftir Þorstein Egg- ertsson. Útsetningar á plötunni og undir- leikur að mestu í höndum þeirra Júlíusar Freys og Baldurs Þóris Guðmundssona, en einnig leikur Þórir Baldursson á orgel, pí- anó og harmonikku, Magnús Einarsson á gítar og mandólín, Vilhjálmur Guðjónsson á gítar og Daníel Karl Cassidy á fiðlu. Ýms- ir syngja raddir, þeirra helstur Davíð Ólafs- son. Geimsteinn gefur út 2004. Árni Matthíasson Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.