Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 2

Morgunblaðið - 06.06.2004, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ BUSH Í EVRÓPUFERÐ George W. Bush Bandaríkja- forseti er nú á ferðalagi í Evrópu þar sem hann tekur þátt í hátíðarhöldum í Frakklandi í dag, sunnudag, í til- efni af landgöngunni í Normandí 1944. Hann hyggst nota tækifærið þegar hann hittir leiðtoga Evr- ópuríkjanna og reyna að fá þá til að styðja stefnuna Bandaríkjanna gagnvart Írak. Bush hvatti í út- varpsávarpi í gær fólk til að láta ekki óþolinmæði og svartsýni ná tökum á sér í baráttunni gegn hryðjuverkum. Breyta ályktun um Írak Bandaríkjamenn og Bretar hafa breytt ályktun sinni um Írak í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna í von um að auðveldara verði að fá hana samþykkta. Gagnrýnt hafði verið að ekki væri kveðið nógu skýrt á um að bráðabirgðastjórn Íraks fengi völd í eigin málum. Nú er tekið fram að stjórnin geti rekið erlenda herliðið úr landi ef henni sýnist svo. Valdhroki undantekning Umboðsmaður alþingis segir í við- tali í Tímariti Morgunblaðsins í dag, að hann telji valdhroka heyra til undantekninga í stjórnsýslu nú á dögum. Hins vegar geti alltaf komið upp álitamál um mannlega hegðun, og störf í stjórnsýslu séu ekki vanda- laus. Hann segir einnig, að stjórn- sýslan megi ekki bregðast svo við at- hugasemdum, að borgarar fái á tilfinninguna að þeim verði með ein- hverjum hætti refsað. Telja 75% of hátt hlutfall Forystumenn stjórnarandstöð- unnar telja 75% þátttöku í þjóð- aratkvæðagreiðslu of hátt hlutfall til að miða við svo að kosningarnar verði bindandi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafði bent á, að hann teldi þetta hlutfall heppilegt, en miðað var við þetta hlutfall í kosningu meðal borgarbúa um fram- tíð flugvallarins í Vatnsmýri. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, varafor- maður Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóri, segir þennan sam- anburð orka tvímælis, þar sem flug- vallarkosningin var hugsuð til að vera borginni til ráðgjafar. PIN í stað undirskrifta Ný greiðslukort munu leysa nú- verandi kort af hólmi á síðari hluta ársins. Verður þar miðað við að kort- hafi slái inn PIN–númer sitt í stað undirskriftar. Telja aðstandendur kortafyrirtækja, að nýju kortin muni auka mjög öryggi í kortaviðskiptum í framtíðinni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 48 Listir 28/31 Myndasögur 48 Af listum 39 Dagbók 50/51 Þjóðlífsþankar 25 Staksteinar 50 Forystugrein 32 Kirkjustarf 51 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 54 Skoðun 34/39 Fólk 53/61 Þjónusta 42 Bíó 58/61 Hugvekja 42 Sjónvarp 62 Minningar 43/45 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMTÖK verslunar og þjónustu segja athyglisvert að nefnd á vegum dómsmálaráðuneytisins, sem fjallaði um ný úrræði vegna afbrota ung- linga, svokallaða sáttaumleitan, sem dómsmálaráðherra kynnti nýlega, hafi ekki haft áhuga á að fá sjón- armið verslunarinnar, þrátt fyrir að stór hluti afbrota unglinga felist í hnupli eða þjófnaði og að stjórn- endur verslana þurfi væntanlega að koma að fyrirhuguðum sáttaumleit- unum ef unglingar eru staðnir að búðarþjófnaði. Mikið um hnupl Í frétt á heimasíðu SVÞ segir að gera megi ráð fyrir að ef verslanir fallist á að taka á sig þá félagslegu ábyrgð sem felst í sáttaumleitan þurfi þær að verja umtalsverðum tíma og fyrirhöfn í sáttaumleitanir, þar sem í skýrslu nefndarinnar segi að 18 ára og yngri hafi átt í hlut í 39% af heildarkærum fyrir þjófnað árið 2001 og 31% árið 2002. „Ætla má að flestir þessir þjófnaðir hafi átt sér stað í verslunum. Þá er einn- ig mikilvægt að velta fyrir sér hvort neytendur eru tilbúnir að taka á sig þann kostnað sem óneitanlega felst í því að verslanir taki að sér að verja tíma starfsmanna sinna í sáttaumleitanir við unglinga og að- standendur þeirra,“ segir á heima- síðu SVÞ. Í sáttaumleitan felst að leiða sam- an brotamann og brotaþola í því skyni að koma hinum brotlega í skilning um þau rangindi sem hann hefur viðhaft, fá hann til að frið- mælast við brotaþola og skapa grundvöll fyrir þá að komast að samkomulagi um málalok. „Svo virðist sem reglurnar geri ráð fyrir því að brotaþolinn fallist á að veita unglingnum tiltal í von um að hann bæti ráð sitt í framtíðinni en geri ekki kröfu um að fá tjónið sem hann verður fyrir bætt,“ segir í frétt SVÞ. Borgaraleg sátt Vilja samtökin í þessu sambandi minna á hugmyndir sem öryggis- fulltrúar verslana innan SVÞ hafa kynnt um svokallaða borgaralega sátt (e. civil recovery). Þessi aðferð hefur verið reynd í Bretlandi og víð- ar með góðum árangri, fullyrða samtökin. Hugmyndirnar eiga bæði við um unglinga og fullorðna og ganga út á að brotaþolinn geti kom- ist í sátt um bætur fyrir það tjón sem hann olli, án þess að málið komi til kasta lögreglu og dómstóla. Fall- ist brotamaður ekki á slíka sekt fer málið hefðbundna leið til lögreglu. SVÞ undrast að nefnd um sáttaumleitan hafi ekki leitað til verslunarmanna Þyrftu að verja talsverðum tíma í sáttaumleitanir LÖGREGLAN í Borgarnesi hand- tók tvo menn snemma á föstudags- morgun á sveitabæ skammt ofan við Borgarnes, grunaða um að stunda ræktun kannabisplantna. Í útihúsi lagði lögreglan hald á 183 kannabisplöntur sem voru á mis- munandi ræktunarstigi, allt frá græðlingum upp í stórar plöntur. Einnig var lagt hald á gróðurhúsa- lampa og annan búnað sem fylgir slíkri ræktun. Þá voru neyslutól og önnur tæki einnig haldlögð. Lagt var hald á nokkuð af skotfærum ásamt hvellhettum og sprengiefni. Um var að ræða 50 skot fyrir 22 kalíbera riffil og nokkur skot fyrir 9 mm skammbyssu. Að sögn lögregl- unnar fundust hins vegar engin vopn. Ekki mun vera föst ábúð á sveitabænum en fólk af höfuðborg- arsvæðinu hefur haft hann á leigu. Að sögn lögreglunnar er þetta mesta magn kannabisplantna sem lögreglan í Borgarnesi hefur lagt hald á hingað til. Við leitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitar- hundsins Tíra sem nýlega hefur verið tekinn í notkun hjá embætt- inu eftir fíkniefnaleitarþjálfun. Hinir grunuðu eru á fertugsaldri og hafa komið við sögu lögreglu vegna ýmissa mála. Þeim var sleppt að loknum yfirheyslum í fyrrinótt og telst málið upplýst. Hald lagt á 183 kannabisplöntur og skotvopn TVÖ fíkniefnamál komu upp í Kópa- vogi á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Í fyrra málinu voru tveir ungir menn á bifreiðum handteknir fyrir utan verslunarstað í bænum þar sem ungmenni venja komur sín- ar. Þeir voru færðir á lögreglustöð, þar sem þeir voru teknir til yfir- heyrslu og síðan farið í húsleit hjá öðrum þeirra, þar sem meira fannst af ætluðum fíkniefnum ásamt tækj- um og tólum til fíkniefnaneyslu. Er málið talið upplýst. Síðara málið kom upp skömmu eftir miðnætti þar sem tveir menn á bifreið voru handteknir utan við skóla í austurbænum. Þeir reyndust hafa ætluð fíkniefni í fórum sínum, m.a. í sölupakkningum. Þeir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu og er málið í rannsókn. Fíkniefna- sölumenn á stað ungmenna MAÐURINN sem lést í bif- hjólaslysi á Garðbraut í Garði á föstu- dagskvöld hét Pétur Helgi Guðjónsson til heimilis á Suður- götu 15 í Sand- gerði. Hann var fæddur 27. júní árið 1962 og lætur eftir sig eig- inkonu og þrjú börn. Lést í bifhjólaslysi ♦♦♦ UM HÁDEGI í gær hófst keppni í glerkúluspili á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn í tengslum við Há- tíð hafsins. Þar eru á ferð franskir fulltrúar héraðsins Charente Mari- time sem ferðast víða um heim til að kynna glerkúluspilið, sem á frönsku er nefnt Mondial Billet. Þótti kjörið að halda keppnina í tengslum við Hátíð hafsins, og minna þannig á langvarandi tengsl Íslands og Frakklands í útgerð og sjósókn. Frönsku fulltrúarnir voru í óða önn að setja brautina upp þeg- ar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Þetta er í þriðja sinn sem keppt er á Miðbakkanum, og að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verk- efnastjóra viðburða á Hátíð hafsins, er fjöldi keppenda búinn að skrá sig til leiks. „Það eru keppendur á öll- um aldri, allt frá sjö ára til sjötugs. Þú þarft að selbita kúlunni eftir ákveðinni leið, sem á helst að líkjast braut Tour de France-hjólreiða- keppninnar. Síðasti spölur leið- arinnar er mjög erfiður,“ segir Sif, og bætir við að keppnin verði mjög spennandi eftir því sem á líður. Sigurvegari spilsins fer síðan til Frakklands á heimsmeistaramót glerkúluspilara, og mætir þar vinn- ingshöfum hvaðanæva úr heim- inum. Svo skemmtilega vildi til, að sigurvegari keppninnar á Mið- bakka á síðasta ári, Sverrir Björns- son, gerði sér lítið fyrir og vann heimsmeistaratitilinn. Morgunblaðið/ÞÖK Glerkúlum selbitað á franska vísu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.