Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Snemma árs 1899 kom PállTorfason kaupmaður áFlateyri með þau skilaboðfrá Kaupmannahöfn aðnokkrir auðmenn í Dan-
mörku hefðu áhuga á að leggja fram
fjármagn í nýjan banka á Íslandi.
Eina bankastofnunin í landinu var þá
Landsbanki Íslands en auk þess
störfuðu nokkrir sparisjóðir. Um
vorið sigldi hinn roskni þingskörung-
ur Benedikt Sveinsson til Hafnar til
að kanna málið nánar og ræða við þá
Alexander Warburg stórkaupmann
og Ludvig Arntzen hæstaréttarlög-
mann sem stóðu á bak við tilboðið.
Benedikt leist greinilega vel á hug-
myndina því þegar Alþingi kom sam-
an þá um sumarið lagði hann fram
frumvarp til laga um „heimild til að
stofna hlutafélagsbanka á Íslandi“.
Benedikt lést hins vegar áður en af-
drif þess urðu ljós.
Í frumvarpinu var m.a. gert ráð
fyrir því að bankinn fengi einkarétt á
gulltryggðri seðlaútgáfu á Íslandi en
einnig að Landsbanki Íslands yrði
lagður niður og eignir hans og skuld-
ir yfirteknar af nýja bankanum.
Mörgum þóttu þetta harðir kostir.
Raunar hefur vakið athygli að Bene-
dikt Sveinsson skyldi taka málið upp
á sína arma enda var hann einn helsti
leiðtogi Íslendinga í stjórnfrelsisbar-
áttunni við Dani eftir að Jón Sigurðs-
son féll frá. Guðjón Friðriksson
sagnfræðingur hefur fært rök fyrir
því að sonur Benedikts, Einar Bene-
diktsson skáld og athafnamaður, hafi
haft þar mikil áhrif. Einar var sífellt
að leita að nýjum tækifærum en um
þetta leyti voru þeir feðgar jafnframt
að leita lausna á fjárhagsvandræðum
sínum og mikil hreyfing var á pen-
ingum þeirra og eignum. Nýr banki
hefur því verið Einari kærkominn en
hann var líka þeirrar skoðunar að
peningaleysi stæði íslenskum fram-
förum mest fyrir þrifum. Hann skrif-
aði t.d. grein í blað sitt Dagskrá 1.
febrúar 1899 þar sem hann sagði að
Íslendingar yrðu „að fá erlendan
hugsunarhátt, erlent fé, erlenda
framtakssemi inn í landið…“
Nýtt frumvarp
Hart var deilt um bankamálið á Al-
þingi og skiptist afstaða stjórnmála-
manna talsvert eftir því hvar þeir
stóðu í pólitíkinni. Valtýingar voru
flestir meðmæltir hinum nýja „hluta-
banka“, eins og hann var kallaður, en
heimastjórnarmenn snerust margir
gegn honum. Valtýingar höfðu meiri-
hluta á Alþingi og var samþykkt að fá
álit íslenska ráðuneytisins í Kaup-
mannahöfn á frumvarpinu. Í dönsku
álitsgerðinni voru settar fram ýmsar
breytingatillögur sem flestar hnigu í
þá átt að draga úr fyrirhugaðri starf-
semi bankans. Stuðningsmenn
„hlutabankans“ vildu mikið til vinna
að bankinn kæmist á fót og lögðu því
fram nýtt frumvarp á þingi árið 1901
þar sem tekið var tillit til framkom-
inna athugasemda.
Í hvössum umræðum um banka-
málið féllu mörg þung orð. Þannig
sagðist t.d. heimastjórnarmaðurinn
Jónas Jónassen ábyrgjast það að
Warburg og Arntzen sæktu þetta
mál svo kappsamlega aðeins til þess
að sjá sér leik á borði til að geta
grætt nóg á Íslendingum, að láta sér
detta annað í hug væri einfeldnings-
leg fjarstæða. Auðmennirnir ætluðu
„sér að féfletta Íslendinga sem
framast er unnt og nota sér það að
Íslendingar séu nógu grunnhyggnir
til þess að gína við slíkri danskri
flugu.“ Foringi Valtýinga, Valtýr
Guðmundsson, taldi hins vegar
margbúið að sanna að Íslendinga
vantaði fé og spurði: „Er ekki marg-
sannað að allt er í ólagi og niður-
níðslu hjá oss sökum þess að oss
vantar peninga? Hefur ekki verið
sýnt fram á að atvinna og verslun
gætu blómgast hér ef oss ekki vant-
aði peninga? Því þá ekki að taka þá
þegar þeir fást – vér getum þó varla
vonast til að þeim rigni yfir oss niður
úr skýjunum og að vér fáum þá fyrir
alls ekki neitt.“ Málalyktir urðu þær
að 23 af 36 þingmönnum samþykktu
frumvarpið. Á síðustu stundu var þó
ákveðið að Landsbanki Íslands starf-
aði áfram sem dró mjög úr ótta
þeirra sem höfðu efasemdir um rétt-
mæti þess að leyfa stofnun bankans.
Lögin hlutu síðan staðfestingu kon-
ungs 7. júní 1902.
Íslandsbanki stofnaður
Hlutafé hins nýja banka átti að
lágmarki að vera tvær milljónir
króna sem var mikill peningur en ár-
ið 1902 námu ríkisútgjöld Íslendinga
alls um 805 þúsund krónum. Þótt
áhugi væri fyrir bankanum gekk erf-
iðlega að safna hlutafé. Fyrsta hálfa
árið áttu Íslendingar forgangsrétt á
hlutabréfakaupum en innanlands var
lítið fjármagn að fá. Aðeins söfnuðust
meðal Íslendinga 55 þúsund krónur á
þessum sex mánuðum. Þá nýtti
landssjóður sér ekki lagaheimild um
að kaupa 2⁄5 hlutabréfanna enda hafði
áhugi hans dvínað eftir að ljóst var að
Landsbankinn starfaði áfram og því
ekki jafnmikilvægt að tryggja Ís-
lendingum sem mest áhrif á stjórn
nýja bankans. Auk þess hefði þurft
að taka lán fyrir hlutabréfakaupum
landssjóðs og óvíst hvort það fengist
með viðunandi kjörum. Ef koma átti
bankanum á fót innan áskilins tíma-
ramma, þ.e. fyrir 1. október 1903,
100 ára fjármálasaga
„Sökum þess að oss
Starfsmenn Íslandsbanka 1905 Í upphafi 20. aldar voru sérhæfðir bankamenn á Íslandi fáir. Þegar gamli Íslandsbanki var opnaður hinn 7. júní 1904 voru starfsmenn hans
aðeins sjö og komu þeir úr ýmsum áttum. Hér eru þeir í húsinu Ingólfshvoll í Hafnarstræti í Reykjavík árið 1905, ári áður en starfsemi bankans fluttist í nýtt og glæsilegt hús við
Lækjartorg vorið 1906.
Fyrir hundrað árum, 7.
júní 1904, rúmum fjór-
um mánuðum eftir að Ís-
lendingar fengu heima-
stjórn, var fyrsti hluta-
félagsbankinn á Íslandi
stofnaður – Íslandsbanki.
Eggert Þór Bernharðsson
stiklar á stóru í sögunni.
„ÍSLANDSBANKI hvílir á traustum grunni og á djúpar
rætur í íslensku samfélagi,“ segir Bjarni Ármannsson, for-
stjóri bankans. Á þessum tímamótum í sögu Íslandsbanka
kveðst Bjarni jafnframt horfa björtum augum til fram-
tíðar.
„Íslandsbanki hefur á þessari öld átt ríkan þátt í upp-
byggingu atvinnuveganna hér á landi, og þar með stuðlað
að bættum lífskjörum þjóðarinnar,“ segir Bjarni. „Sam-
hliða framþróun í atvinnulífinu og samfélaginu í heild hafa
orðið miklar breytingar og framfarir í fjármálakerfinu. Ís-
landsbanki hefur verið þar í fararbroddi. Það hefur gert
okkur kleift að laða til okkar framúrskarandi fólk til starfa
og að sama skapi höfum við byggt upp hóp fjölmarga
ánægða og traustra viðskiptavina. Þetta tvennt hefur lagt
grundvöllinn að mjög góðum rekstri og arðsemi á und-
anförnum árum, sem svo aftur skilar sér í ánægðum hlut-
höfum.
Við höfum því ástæðu til að horfa björtum og jákvæðum
augum fram á veginn. Við stefnum að því að vera áfram í
fararbroddi í því að þróa nýjungar á markaðnum og síð-
ustu skref okkar á því sviði hafa verið að tvinna saman vá-
tryggingar og bankaþjónustu, þar sem við erum núna að
kynna fyrir einstaklingum heildarþjónustu á sviði fjár-
mála. Það hefur gengið vonum framar og vel umfram þær
áætlanir sem við lögðum af stað með.
Á sama tíma erum við að færa út kvíarnar og auka um-
svifin á alþjóðavettvangi. Það mætti jafnvel orða það svo
að það erlenda áhættufé sem inn í landið kom fyrir 100 ár-
um sé nú farið að leita nýrra ávöxtunartækifæraerlendis á
ný.
Við erum að nýta okkur mörg áhugaverð tækifæri utan
Íslands, sem eru nauðsynlegur liður í því að dreifa áhætt-
unni og afla nýrra vaxtarmöguleika. Þetta er í raun hluti af
alþjóðavæðingu viðskiptalífsins samhliða bættum sam-
göngum, hærra tæknistigi og aukinni menntun, þekkingu
og reynslu starfsmanna.Því má segja að áunnin þekking á
fjármálaþjónustu síðastliðinna 100 ára sé orðin útflutn-
ingsafurð.“
Byggt á sérþekkingu
Varðandi vöxt inn á erlenda markaði segir Bjarni að
bankinn hafi talið vænlegast til árangurs að byggja á
tveimur meginstoðum. „Annars vegar horfum við til sér-
þekkingar okkar Íslendinga á sviði sjávarútvegs og nýt-
ingar endurnýtanlegra, vistvænna orkugjafa, eins og jarð-
varma og vatnsafls. Á þeim sviðum, og sérstaklega í
sjávarútvegi, höfum við verið að færa út kvíarnar á al-
þjóðavísu. Sú útrás er í sjálfu sér ekki bundin við einstök
landssvæði, að öðru leyti en því að á ákveðnum svæðum
eru gjöfulli fiskimið en annarsstaðar og víðtækari fram-
leiðsla á afurðum tengdum sjávarfangi, og við leitum slíkt
uppi.
Hins vegar horfum við til þekkingar okkar og reynslu á
því að vinna í smærri hagkerfum. Því höfum við í vaxandi
mæli unnið með norrænum fjármálafyrirtækjum, veitt
fjármagni til þeirra og aðstoðað þau við að útvíkka þjón-
ustu sína.
Þetta má segja að séu tvær meginstoðirnar, en þessi
verkefni leiða svo af sér starfsfólk með mikla þekkingu,
sem hefur burði og afl til að fara inn á ný svið sem eru ekki
jafn augljóslega tengd íslenskri sérþekkingu. Þetta höfum
við nýtt okkur og erum jafnt og þétt að feta þá braut
lengra.“
Leitast við að auka þjónustustigið
Bjarni segir að innanlands leitist bankinn stöðugt við að
auka þjónustustigið. „Það gerum við einkum á tvennan
hátt. Annarsvegar með því að bjóða fram heildstæða fjár-
málaþjónustu, sem felur í sér bæði vátrygginga- og banka-
afurðir, og hins vegar með því að færa okkur frekar inn í
húsnæðisfjármögnun á einstaklingsmarkaði. Þannig get-
um við boðið viðskiptavinum okkar upp á nýja valkosti við
húsnæðiskaup og um leið aðstoðað þá betur við að stýra
fjármálum sínum í heild. Ég tel að enn eigi eftir að stíga
lokaskrefin í einkavæðingu fjármálakerfisins, það er að
segja að færa fjármögnun íbúðarhúsnæðis frá ríkinu til
bankanna. Það yrði til að styrkja íslenska bankakerfið enn
frekar og hlýtur að vera eitt af verkefnum næstu ára.“
Bankinn hvílir á traustum grunni
Morgunblaðið/Golli
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir grundvöll
til að horfa björtum og jákvæðum augum fram á veginn.