Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.06.2004, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 57 2004INNRITUN NÝNEMA Nú stendur y r innritun nýnema við Verzlunarskóla Íslands fyrir veturinn 2004 - 2005 sem er 100. starfsár skólans. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is Opið hús verður miðvikudaginn 9. júní n.k. í Verzlunarskóla Íslands milli klukkan 15 og 18. Þar verða námsráðgjafar og kennarar skólans til viðtals og taka á móti umsóknum. Nemendur kynna félagslí ð í máli og myndum og gestir geta skoðað húsakynni skólans. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 11. júní. eðlisfræðisvið líffræðisvið tölvusvið alþjóðasvið hagfræðisvið viðskiptasvið félagsfræðabraut viðskiptabraut - hagfræðisvið náttúrúrfræðibraut - líffræðisvið náttúrufræðibraut málabraut viðskiptabraut Stúdentspróf á þremur árum Nemendur geta valið milli fjögurra mismunandi brauta. Einnig gefst nemendum kostur á að taka stúdentspróf á þremur árum á viðskiptabraut - hagfræðisviði og náttúrufræðibraut - líffræðisviði. SKÓLI MEÐSÉRKENNI VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS ÞEGAR kom að því að kynna Ekki á morgun heldur hinn fyrir evrópsk- um blaðamönnum brugðu framleið- endur á það ráð að gera það á Ís- landi. Þetta var í apr- ílbyrjun og var þá farið með nokkra af að- standendum myndarinnar og evrópska blaða- menn í æv- intýraferð upp á Langjökul þar sem Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur hélt fyrirlestur um gróðurhúsaáhrifin og hvernig þau bitnuðu á jöklum heims- ins, þ.á m. íslensku jöklunum, sem hægt og bítandi væru að bráðna og skríða til sjávar. Með í för var Jeffrey nokkur Nachmanoff en hann skrifaði hand- ritið að Ekki á morgun … ásamt Emmerich. Nachmanoff er ríflega þrítugur að aldri og myndi teljast býsna blautur á bak við eyrun í Hollywood. Þótt hann hafi unnið sleitulaust við kvik- myndagerð og handritsskrif í áratug þá hefur aldrei komið að gerð mynd- ar af svipaðri stærðargráðu og segir hann tækifærið enda alveg einstakt fyrir sig. „Roland valdi mig til verksins vegna þess hve ólíkir við erum sem handritshöfundar. Hann er maður framvindunnar, umhverfisins. Á meðan ég hef lagt meira upp úr að vinna með persónur. Þannig þótti honum upplagt að við myndum sam- eina okkar ólíku krafta.“ Emmerich vildi líka, að sögn Nachmanoff, fá einhvern til sam- starfs við sig sem ekki hefði áður komið að gerð hamfaramyndar og gæti því forðað honum frá því að falla í formúluforina. „Þegar ég kom að gerð mynd- arinnar vissi ég lítið sem ekkert um fræðin á bak við gróðurhúsaáhrifin en eftir að hafa lagst í mjög ítarlegar rannsóknir vegna handritsskrifanna er ég náttúrlega öllu nær,“ segir Nachmanoff. Hann ítrekar þó að þótt að myndin fari inn á þessa graf- alvarlegu hluti sem gróðurhúsa- áhrifin eru þá hafi þeir Emmerich aldrei hvikað frá þeirri hugsun að þeir væru fyrst og síðast að gera stórbrotna afþreyingu, hamfara- mynd með vísindaskáldsagnablæ – raunsæjum þó. „Ég ráðfærði mig að sjálfsögðu við sérfræðinga í þessum efnum, því við vildum að sjálfsögðu ekki láta nappa okkur á einhverjum pínlegum rangfærslum, sem kynni að spilla fyrir ánægju sumra áhorfenda.“ Nachmanoff segir að nýjustu rannsóknir sýni að á næstu hundrað árum muni hitastig á jörðinni hækka að meðaltali 5,5–10,4 gráður á Fahr- enheit, sem manni finnst ekki mikið fyrr en maður kemst að því að hita- stigið hefur aðeins hækkað um 7 gráður á Fahrenheit frá síðustu ís- öld. „Það þýðir ekki að hitastigið fari stighækkandi alls staðar á jörðinni, sums staðar fer það lækkandi. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta mun gerast en það sem við er- um að tala um eru stórkostlegar breytingar sem munu eiga sér stað á umhverfi jarðarinnar og það þurfum við að vera meðvituð um.“ Nachmanoff bendir svo á að því trúverðugri sem fræðin í svona mynd eru þeim mun meira ógnvekj- andi séu þau, „sem hlýtur einmitt að vera markmiðið með svona hamfara- mynd“. Kynnt á íslenskum jökli Handritshöfund- urinn Jeffrey Nachmanoff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.