Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.06.2004, Qupperneq 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 17 RÍKISSTJÓRN Íslands hefur ákveðið að veita fé til þjálfunar- námskeiða um nýtingu jarðvarma í Austur-Afríku. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, á alþjóðlegri ráð- stefnu um endur- nýjanlegar orku- lindir sem haldin var í Bonn 1.–4. júní. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af leiðtogafundi Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg haustið 2002. Tvö þúsund fulltrúar frá 150 þjóðum tóku þátt í ráðstefnunni í Bonn. Í ávarpi sínu benti Valgerður á að endurnýjanleg orka nemur nú rúmlega 70% af orkunotkun Ís- lendinga. Hún sagði þó marga ónýtta kosti vera fyrir hendi og að þróa þyrfti enn frekar notkun end- urnýjanlegrar orku í iðnvæðingu. „Við erum reyndar vongóð um það að sá tími muni koma að við verð- um að mestu leyti óháð notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngukerfi okkar. Hvenær sá tími mun koma er háð tækniframförum og hag- kvæmni.“ Valgerður sagði ríkisstjórn Ís- lands hafa ákveðið að beina athygli að sérstökum samstarfsverkefnum á sviði jarðvarma og því hafi verið samþykkt að veita fé til verkefnis í Austur-Afríku sem miðar að nýt- ingu jarðvarma. „Við vonumst til þess að fleiri lönd muni taka þátt í verkefninu og öðrum vænlegum jarðvarmaverkefnum þannig að nýting endurnýjanlegrar orku muni aukast í þessum löndum og leiða til aukinnar velmegunar og velferðar þar,“ sagði Valgerður. Alþjóðleg ráðstefna um endur- nýjanlega orku var haldin í Bonn Ísland styrkir nýtingu jarðvarma í Afríku Valgerður Sverrisdóttir ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.