Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 19

Morgunblaðið - 06.06.2004, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 19 varð því að mestu að treysta á hluta- fjársöfnun erlendis. Á lokastundu tókst þó að stofna hlutafélag um bankann því Privatbanken í Kaup- mannahöfn, Centralbanken í Ósló og fjármálafyrirtækið Rubin & Bing í Kaupmannahöfn lögðu fram það hlutafé sem á vantaði til að fullnægja lögunum. Fyrsti fundur bankaráðs Íslands- banka var haldinn 22. mars 1904. Í fyrsta bankaráðinu sátu hinn nýi ráð- herra Íslands Hannes Hafstein, sem var formaður, þrír fulltrúar Alþingis og þrír fulltrúar hluthafa. Sam- kvæmt lögunum frá 1902 átti odda- maður bankaráðsins að vera Íslands- ráðherra dönsku stjórnarinnar, sem vitaskuld var danskur, en með heimastjórninni kom innlendi ráð- herrann í hans stað. Þar með höfðu fulltrúar Alþingis og íslenskra stjórnvalda meirihluta í ráðinu sem var æðsta stjórn bankans utan hlut- hafafunda. Ótti við það að starfsemi bankans myndi stórauka áhrif er- lendra aðila á íslenskt atvinnulíf reyndist því ástæðulítill. Ráðnir voru þrír bankastjórar að Íslandsbanka. Ungur danskur bankamaður, Emil Schou að nafni, var ráðinn aðalbankastjóri en hann starfaði áður hjá Rubin og Bing. Ís- lensku bankastjórarnir voru þeir Páll Briem amtmaður og Sighvatur Bjarnason sem verið hafði gjaldkeri í Landsbankanum. Sá fyrrnefndi var Valtýingur en hinn síðartaldi heima- stjórnarmaður. Páll lést nokkrum vikum eftir að bankinn tók til starfa og eftir það voru bankastjórarnir tveir þar til Hannes Hafstein settist í bankastjórastólinn að loknum ráð- herradómi árið 1909. Til ársins 1923 var ætíð einn bankastjóri Íslands- banka danskur en eftir það voru allir bankastjórarnir íslenskir. Lyftistöng fyrir atvinnulífið Réttum tveimur árum eftir stað- festingu bankalaganna, hinn 7. júní 1904, var Íslandsbanki opnaður al- menningi í fyrsta skipti í Ingólfshvoli í Hafnarstræti í Reykjavík. Höfuð- stöðvarnar voru þó lengst af í glæsi- legu húsi bankans við Lækjartorg en þangað fluttist hann vorið 1906. Í upphafi voru starfsmenn aðeins sjö. Hinn 1. september 1904 voru síðan opnuð þrjú útibú – á Akureyri, Ísa- firði og Seyðisfirði. Alls voru starfs- menn bankans þá orðnir fjórtán og þeim fór fjölgandi á næstu árum. Starfræksla útibúanna var ein for- senda þess að Íslandsbanki fékk starfsleyfi því þung áhersla var á það lögð að hann þjónaði ekki Reykvík- ingum einum heldur gagnaðist sem flestum landsmönnum og yrði lyfti- stöng fyrir byggðirnar. Enda sýndi það sig að í kaupstöðum með banka- útibúi var komið á fót öflugri vélbáta- útgerð og áttu útibúin sinn þátt í því. Í vaxandi þéttbýli þurfti einnig lánsfé til húsbygginga, verslunar og iðnaðar og þá var mikilvægt að eiga aðgang að lánastofnun eins og Ís- landsbanka. Haustið 1919 var síðan opnað Íslandsbankaútibú í Vest- mannaeyjum að ósk Eyjamanna. Samkvæmt lögum var tilgangur Íslandsbanka að efla og greiða fyr- ir framförum Íslands í verslun, vantar peninga…“ Auglýsing um opnun Íslandsbanka Gamli Íslandsbanki var opnaður 7. júní 1904. Örtröð hjá gjaldkerum Verzlunarsparisjóðsins Oft var þröng á þingi í afgreiðslum banka og sparisjóða fyrr á tíð enda húsnæði iðulega óhentugt og ekki sérsniðið að þörfum þeirra. Við opnun Verzlunarsparisjóðsins í Hafnarstræti 1 hinn 28. sept- ember 1956 myndaðist t.d. mikil örtröð í afgreiðslusalnum því marg- ir vildu eiga viðskipti við hinn nýja sjóð. Sparisjóðurinn var forveri Verzlunarbanka Íslands hf. sem var opnaður í rúmgóðum húsakynn- um í Bankastræti 5 hinn 8. apríl 1961 og þá vænkaðist mjög hagur starfsmanna og viðskiptavina. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.