Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 06.06.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 0 8 9 • s ia .is Námi› veitir fjölbreytta atvinnumöguleika til sjós og lands og tækifæri til áframhaldandi háskólanáms. Nemendur geta afla› sér stigvaxandi starfsréttinda sem n‡tast t.d. í sjávarútvegi, flutningum, orkufyrirtækjum og i›na›i. Viltu komast í nám bara bóknám? sem er Umsóknir og nánari uppl‡singar: Menntafélagi› ehf, Sjómannaskólanum vi› Háteigsveg Sími 522 3300 ekki www.mennta.is Menntafélagi› ehf er n‡r rekstrara›ili Vélskóla Íslands - St‡rimannaskólans í Reykjavík. Námi› er lánshæft hjá LÍN. SÍÐUSTU DAGAR INNRITUNAR STANDA YFIR Nú útskrifast nemendur með stúdentspróf samhliða vélstjóraprófi. Ráðstefna um kvennahreyfingar Árangur einn sá besti í heimi Kvennasögusafn Ís-lands, Háskóli Ís-lands og NIKK, norræn stofnun fyrir kvenna- og kynjarann- sóknir, standa fyrir nor- rænni ráðstefnu um kvennahreyfingar þann 10–12. júní nk. Á ráð- stefnunni verður lögð áhersla á stöðu kvenna- hreyfinga á Norðurlönd- unum. Einnig verður leit- ast við að staðsetja norrænu hreyfingarnar innan hins alþjóðlega samhengis. Dagskrá ráð- stefnunnar má nálgast á: www.gestamottakan.is/isl- and04. – Hvert er tilefni ráð- stefnunnar? „NIKK ber skylda til að efla fræðastarf á sviði kvenna- og kynjafræða á Norð- urlöndunum og gerir það m.a. með því að leiða saman fræða- fólk á fundi og ráðstefnur. NIKK heyrir undir Norrænu ráðherra- nefndina sem styrkir þessa ráð- stefnu veglega. Þegar hugmynd- in kom um þessa ráðstefnu fyrir tveimur árum lá ljóst fyrir að Ís- land tæki við formennsku í nor- rænu samstarfi á þessu ári og því vel við hæfi að halda hana hér.“ – Hver er staða kvennahreyf- inga hér á landi í dag miðað við Norðurlöndin og önnur lönd? „Norrænar kvennahreyfingar vekja athygli umheimsins, eink- um þó árangur þeirra sem er einn sá besti í heimi, og gjarnan er spurt úr öðrum heimshlutum hvernig norrænar konur hafa farið að. Árangurinn er senni- lega sýnilegastur í sterkri stöðu kvenna í stjórnmálum þessara landa, svo og í margvíslegri fé- lagsmálalöggjöf sem snerta stöðu kvenna beint eða óbeint. Hér má nefna uppbyggingu dag- vistarheimila fyrir börn, fæðing- arorlof, og jafnréttislöggjöf land- anna, en í reynd hafa kvennahreyfingar fyrr og síðar látið sér fátt óviðkomandi.“ – Eru kvennahreyfingar dags- ins í dag ólíkar fyrri hreyfingum sem fram hafa komið? „Kvennahreyfingar eiga rætur að rekja til 19. aldar en hafa breytt um baráttuaðferðir og stíl í takt við tímann hverju sinni. Fyrst í stað voru þær mjög formlegar, með hefðbundnu fé- lagsskipulagi, en uppúr 1970 komu fram hreyfingar sem létu slíkt lönd og leið og treystu meira á frumkvæði meðlima til aðgerða hverju sinni. Markmiðið sem stefnt er að er þó ávallt hið sama: betra mannlíf fyrir konur og aðra menn!“ – Hvert er mikilvægi kvenna- hreyfingar fyrir mótun þjóð- félagsins og þjóðfélagsumræð- unnar? „Kvennahreyfingar hafa haft mjög mikil áhrif, en þó vill enn brenna við að þær séu vanmetnar í þjóð- félagsumræðunni. Hversu margir Íslend- ingar skyldu t.d. vita að elsta bygging Landspítalans reis fyrir tilstilli kvenna og fyrir þeirra fé að miklu leyti? Eða að Hringskonur halda uppi barna- spítalanum?“ – Gætirðu tæpt á fyrirlestrum ráðstefnunnar? „Ein málstofan er helguð sögulegri úttekt á kvennahreyf- ingum en aðrar málstofur fjalla um jafnrétti og samþættingu kynjasjónarmiða, karlmenn og femínisma, rannsóknir á og upp- lýsingamiðlun um kvennahreyf- ingar, listir og menningu sem spretta af kvennahreyfingum, fjölmiðla og kvennahreyfingu, hið kynjaða vísindasamfélag og loks vændi, mansal og ofbeldi gagnvart konum sem er það við- fangsefni sem brennur sennilega mest á kvennahreyfingum í dag. Ráðstefnugestir fá einnig góð- an skammt af menningu. Finnski rithöfundurinn Märta Tikkanen tekur þátt í einni málstofanna og kemur fram undir sérstökum dagskrárlið, og íslensku skáldin Linda Vilhjálmsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir flytja gestum ljóðlist með hádegismatnum. Í tengslum við ráðstefnuna verður opnuð sýning tileinkuð íslensk- um kvennahreyfingum fyrr og nú í Þjóðarbókhlöðu hinn 11. júní og er hún styrkt af Nordisk kult- urfond. Meginhluti ráðstefnunnar fer fram í lokuðum málstofum, ætl- aðar þeim sem skrá sig og greiða ráðstefnugjöld. Fyrirlestrar og pallborðsumræður verða þó opin öllum gegn mjög vægu gjaldi. Fyrirlestrarnir fjalla um bylgjur í kvennahreyfingum annars veg- ar og hins vegar um málefni inn- flytjendakvenna á Norðurlönd- unum. Um fyrra efnið fjalla félagsfræðingarnir Þorgerður Einarsdóttir og Ute Gerhard, en hið síðara Diana Mulinari, lektor við Lundarháskóla, og Anh-Dao Tran, formaður samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Pallborðsumræður verða um kvenna- hreyfingar meðal íbúa vestnorrænna svæða og nágranna Norður- landanna og þeim stýrir Valgerður H. Bjarnadóttir. Einnig verða pall- borðsumræður um samfélagsleg áhrif kvennahreyfinga undir stjórn Drude Dahlerup, stjórn- málafræðings í Stokkhólmi. Í pallborðum taka þátt meðal ann- arra Berit Ås, Gudrun Schyman, Henrietta Rasmussen, May-Lis- beth Myrhaug og Siv Friðleifs- dóttir.“ Auður Styrkársdóttir  Auður Styrkársdóttir er fædd í Reykjavík árið 1951 og ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún er stúdent og með kennarapróf frá Kenn- araháskóla Íslands, BA-gráðu í þjóðfélagsfræði frá HÍ og doktor í stjórnmálafræði frá Svíþjóð 1999. Var lengi blaðamaður og ritstjóri Þjóðlífs, kenndi við HÍ og var verkefnisstjóri hjá starfsþróunarfyrirtækinu Skref fyrir skref. Hún er forstöðumað- ur Kvennasögusafns Íslands. Kvennahreyf- ingar eiga rætur að rekja til 19. aldar Þú svínar, pjakkurinn þinn. Þú áttir að klára „vellinginn“ fyrst. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.