Morgunblaðið - 16.09.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 16.09.2004, Síða 23
svo ég komist upp með að sleppa að hafa franskar kartöflur með.“ Grillar meðan stætt er „Um helgar kaupum við oft lambalæri sem ég úrbeina og grilla, yfirleitt á laugardagskvöldi. Ég grilla allt árið um kring, svo fram- arlega sem stætt er úti og logar á grillinu. Mér finnst lambakjötið best. Það klikkar ekki enda auðvelt að matreiða það. Aftur á móti hef ég svo oft klúðrað nautakjöti að ég er eiginlega hættur að taka áhætt- una. Við borðum svo ferskt salat með hverri máltíð.“ Sigurður velur sér grænmetið og bendir á góðan kálhaus sem er skorinn til helminga svo vel sést hvernig ástandið er á honum. Hann bendir á að þessi stærð passi einmitt í eina máltíð fyrir fjölskylduna. Svo velur hann appelsínugula papriku, svona til að hafa salatið fallegt á litinn. „Ég kaupi helst bara íslenskt grænmeti. Mér er alveg sama þótt það sé dýr- ara en það innflutta. Mér finnst þetta erlenda yfirleitt bragðlaust og bera með sér að það sé hrað- sprottið. Íslenska grænmetið er hins vegar bragðgott og girnilegt. Svo kaupi ég mikið af eplum enda mikið borðað af þeim á heimilinu.“ Sigurður leitaði að kartöflum sem ræktaðar væru í héraðinu en sá þær ekki í fljótu bragði. Hann sagðist endilega vilja kaupa svoleið- is kartöflur. Eftir að hann spurðist fyrir kom í ljós að til voru kartöflur frá bæ í næsta nágrenni Akraness. „Þeir sem kaupa inn hjá Einari Ólafssyni eru flestir með reikning, svo það er ekkert mál að senda krakkana eftir einhverju því allir þekkjast. Þessi þjónusta held ég að hverfi þegar búðirnar eru orðnar stórar og hluti af enn stærri versl- anakeðju.“ asdish@mbl.is Fréttir í tölvupósti NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 23 RAFSTÖÐVAR ALL-KEEP m/DIESLMÓTOR og rafstarti 2,7 kvA kr. 59.750 3,75 kvA kr. 92.000 5,0 kvA kr. 110.000 5 kvA kr.165.000 8 kvA kr.235.000 m/HONDA MÓTOR Laugaveg i 95 , s ím i 552 1844 - www.seat i ngconcept . i s Tilboðshelgi Tilboð gilda frá fimmtudegi til mánudags. Opið sunnudag kl. 13-17 Valin húsgögn með góðum afslætti. Mikið úrval Bygging nýja hluta Bónus-verslunarinnar í Spönginnier á lokastigi og verður versluninni lokað nk. laugardag til þess að hægt sé að ljúka við fram- kvæmdir. Af þessu tilefni verður við- skiptavinum veslunarinnar gefinn 25% afsláttur af öllum vörum í dag, fimmtudag og á föstudag eða meðan birgðir endast. Verslunin verður opnuð aftur í 1.400 fermetra hús- næði laugardaginn 25. september.  VERSLUN 25% afsláttur af öllu Rannsókn sænsku nátt-úruverndarsamtakannaSNF hefur leitt í ljós að margar hreinlætisvörur ætlaðar börnum innihalda efni sem eru hættuleg umhverfi eða heilsu. Ennfremur voru upplýsingar á umbúðum oft ófullnægjandi. SNF skiptu vörunum sem kann- aðar voru í þrjá flokka: Góðar, verri og verstar. Lentu afar fáar af þeim 69 vörum sem rannsak- aðar voru í fyrsta flokknum, eða aðeins fjórar tegundir af sjampói og sápu. Vörurnar í þessum flokki eru skv. rannsókn SNF þær sem standast kröfur SNF og innihalda þekkt efni. Í miðflokknum lentu fimmtán tegundir af sápu, sjampói, olíu, kremum, blautservíettum og tann- kremi fyrir börn. Þ.á m. eru ACO-, Natusan- og Barnängen- barnaolíur og Libero Baby Care- blautservíettur án ilmefna. Í mið- flokknum eru vörur sem skv. rannsókn SNF innihalda ekki skaðleg efni en merkingar á um- búðum eru ekki fullnægjandi. Í versta flokknum lentu flestar hreinlætisvörurnar eða fimmtíu talsins. Þar á meðal eru vörur sem íslenskir barnaforeldrar þekkja, t.d. Locobase-rakakrem, Colgate Bugs Bunny-tannkrem og Pamp- ers-blautservíettur, með og án ilmefna. Í þessum flokki eru vörur sem skv. rannsókn SNF innihalda efni sem geta verið skaðleg um- hverfinu eða heilsunni eða eru óþekkt. Í síðastnefnda flokkinn falla líka tvær vörutegundir sem sérstaklega er varað við, þ.e. Nat- usan Baby Wipes sem innihalda skv. rannsókninni sjö efni sem safnast upp í náttúrunni og brotna erfiðlega niður og þar af eitt sem er talið trufla hormónastarfsem- ina. Einnig er varað við Wella- hárnæringu í úðaformi sem inni- heldur ofnæmisvaldandi efni og efni sem talið er trufla horm- ónastarfsemina. Ekki á að skola hárnæringuna úr og á umbúðum kemur fram að hún sé sérstaklega mild fyrir hársvörðinn.  NEYTENDUR | Margar hreinlætisvörur fyrir börn innihalda efni sem eru varasöm fyrir umhverfi eða heilsu Þekktar barnavör- ur fá falleinkunn Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.