Morgunblaðið - 16.09.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 16.09.2004, Síða 29
borgir og þorp og eftir liggja lík og limir í þúsundatali – en særðir og syrgjandi standa eftir helteknir af hatri og sálrænni bæklun í margar kynslóðir. Það fór líka hrollur um mig þegar íslenski hjálparliðinn í Írak segist vera Svíi þar, en ekki Íslendingur, af ótta við reiði Íraka (RÚV 24. ágúst). Fyrir hverja vinnið þið, Davíð & Halldór? Hvar er jarðsamband ykkar, Davíð & Halldór? Hvar er samkennd ykk- ar með saklausum fórnarlömbum hátæknivopna? Hvar er stolt ykkar fyrir hönd lands og þjóðar? Fyrir hvað stendur íslensk þjóð, að ykkar mati? Til hvers eruð þið í vinnu hjá okkur Íslendingum? Ég held að löngu sé kominn tími til að skipta um karlana í brúnni áð- ur en þeir valda meiri skaða.Ég vona að kjósendur átti sig á að þess- ir foringjar og þeirra fylgifiskar eru úr takt við þjóð sína og vænlegast væri að segja þeim upp störfum við fyrsta tækifæri. Það mundi hlut- hafafundur í vönduðu fyrirtæki gera þegar framkvæmdastjórarnir standa sig ekki í starfi. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Þjóðar- hreyfingarinnar – með lýðræði. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 29 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkaður- inn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unn- in í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þess- um mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemend- ur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Lokasprettur sumarbrids Sumarbrids náði sér ágætlega á strik á lokasprettinum. Fimmtu- dagskvöldið 9. september var spil- aður snúnings mitchell og eins og oft áður í sumar, höfðu Sveinn S. Þor- valdsson og Gísli Steingrímsson sig- ur. Lokastaða efstu para: Gísli Steingrímsson – Sveinn Þorvaldsson 40 Helgi Bogason – Vignir Hauksson 36 Harpa F. Ingólfsd. – Þórður G. Þórarinss. 15 Föstudaginn 10. september mættu 24 pör til leiks og spiluðu snúnings mitchel. Hermann Frið- riksson og Guðmundur Baldursson höfðu betur í baráttunni við Svein S. Þorvaldsson og Gísla Steingrímsson, en Sveinn var reyndar búinn að tryggja sér sigurinn í bronsstiga- keppni sumarsins á undan Her- manni. Kolbrún Guðveigsdóttir og Magnús Magnússon náðu að lauma sér á milli þeirra á föstudagskvöld- inu. Lokastaða efstu para: Guðm. Baldursson – Herm. Friðriksson 42 Kolbrún Guðveigsd. – Magnús Magnúss. 40 Gísli Steingrímsson – Sveinn Þorvaldsson 22 Helgina 11. og 12. september fór fram lokamót sumarbrids, tvímenn- ingur á laugardeginum og sveita- keppni á sunnudeginum. Lokastaðan í tvímenningnum varð þannig: Anton Haraldsson – Sigurbj. Haraldss. 104 Gylfi Baldursson – Sigurður B. Þorsteinss. 77 Björn Friðriksson – Bjarni H. Einarsson 58 Sveit Halldórs Svanbergssonar virtist vera í algerum sérflokki í monrad-sveitakeppni sunnudagsins þar sem 12 sveitir mættu til leiks. Sveit Halldórs vann alla sína leiki, en spilaðar voru 5 umferðir, 12 spila leikir. Lokastaðan varð þannig: 1. Halldór Svanbergsson 103 2. Solvay 87 3. Gunnlaugur Sævarsson 86 4. Esso-sveitin 82 Í sigursveitinni spiluðu ásamt Halldóri þeir Óli Björn Gunnarsson, Óli Már Guðmundsson og Kristinn Kristinsson. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á 9 borðum mánu- daginn 13. september. Efst voru: NS Guðrún Gestsd. – Kristinn Guðmundsson 196 Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 187 Guðjón Ottósson – Guðm. Guðveigsson 178 Auðunn Bergsvss. – Sigurður Björnss. 175 AV Tómas Sigurðsson – Steindór Árnason 213 Ernst Backmann – Karl Gunnarsson 200 Ari Þórðarson – Oddur Jónsson 180 Sigríður Gunnarsd.– Heiðar Þórðarson 177 Spilað mánudag og fimmtudag. Mæting kl. 12.45 á hádegi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.