Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 16

Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                     !" #$ %&'                 !  (& !" #$ %&' "# $    %& &         !                                                   !  !  "   # $   !   %    !  !  !  ! &#     '    ($) & * + ,    & , &     - ! ! ! .   * ! / 0 *1  !     2 3 "    !  * 1   * # / 4   !    BROTTFALL nemenda af há- skólastigi á Íslandi árið 2002–2003 var 14,7%. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Hagstofa Íslands hefur unnið. Forstöðumaður Fé- lagsvísindastofnunar segir þetta hlutfall ótrúlega lágt. Brottfall af háskólastigi var skoð- að með því að bera saman upplýs- ingar um nemendur úr Nem- endaskrá Hagstofu Íslands og gögn um námslok úr Prófaskrá Hagstof- unnar. Niðurstöðurnar sýna að 2.037 nemendur haustið 2002 hafa hætt eða tekið sér hlé frá námi haustið 2003. Meira brottfall meðal karla Brottfall nemenda af háskólastigi var hlutfallslega jafnmikið fyrir fimm árum og það er nú, þrátt fyrir mikla fjölgun nemenda á þessum fimm árum. Rúmlega helmingur brottfallshópsins fyrir fimm árum hefur hafið nám á ný. Þar af tók tæp- lega fjórðungur hópsins aðeins árshlé frá námi. Í samantektinni kemur fram að brottfallið er minna meðal nemenda í dagskóla og fjarnámi, en talsvert meira meðal nemenda í kvöld- skólum. Þá er brottfall umtalsvert minna meðal nemenda í fullu námi en í hlutanámi. Brottfall er meira meðal karla en kvenna og að jafnaði meira meðal eldri nemenda en þeirra yngri. Minnst er brottfallið meðal 20–24 ára nemenda, þ.e. þess aldurshóps sem sækir háskólanám fljótlega að loknu námi í framhaldsskóla. Ef skoðað er samband aldurs og um- fangs náms kemur í ljós að brottfall eykst með aldri meðal nemenda í fullu námi, en það er þó ekki einhlítt. Nokkur munur er á brottfalli eftir því að hvaða háskólagráðu nemar vinna að. Þannig er brottfall minnst meðal nemenda sem vinna að fyrstu háskólagráðu, en nokkru meira með- al þeirra sem eru í við bótarnámi að lokinni fyrstu háskólagráðu og þeirra sem eru í námi sem ekki lýkur með háskólagráðu. Svo virðist sem brottfall sé meira á meðal þeirra sem eru í framhaldsnámi. Þannig virðist fimmti hver nemandi í meistaranámi vera hættur og rúmlega helmingur nemenda í doktorsnámi. Skýrsluhöf- undar benda á að svo virðist sem ekki séu allir nemendur í meistara- og doktorsnámi alltaf skráðir í nám meðan þeir vinna að rannsóknum sínum og því megi vera að brottfall framhaldsnemenda á háskólastigi sé ofmetið í tölum skýrslunnar. Samkvæmt niðurstöðum Hagstof- unnar kemur fram að nánast enginn munur er á brottfalli eftir staðsetn- ingu skóla, þ.e. hvort hann er á höf- uðborgarsvæðinu (13,2%) eða á landsbyggðinni (14,1%). Einnig er afar lítill munur á brottfalli í einka- skólum (10,6%) og opinberum skól- um (13,7%). Niðurstöðurnar gefa tilefni til nánari skoðunar Að mati Friðriks H. Jónssonar, dósents í félagssálfræði við Háskóla Íslands og forstöðumanns Fé- lagsvísindastofnunar, gefa nið- urstöður úttektar Hagstofunnar ekki tilefni til áhyggna. „Raunar finnst mér brottfallið ótrúlega lágt, því satt að segja hefði ég átt von á að það væri miklu hærra,“ segir Friðrik og bendir til samanburðar á sé litið til háskóla í nágrannalöndum okkar sé allt að helmingur nemenda sem ekki ljúka námi. Að sögn Friðriks er eðlilegra að gera ráð fyrir mun meira brottfalli í skólum sem taka alla nemendur inn, svo sem Háskóli Íslands og Háskól- inn á Akureyri, þar sem skólarnir nota fyrsta misserið til þess að at- huga hverjir ráða við námið, en í einkaskólum sem valið geta góðu nemendurna úr stórum hópi um- sækjenda. „Miðað við tölur Hagstof- unnar kemur mér raunar á óvart hvað munurinn á brottfalli er lítill, því fyrirfram hefði ég spáð því að hann væri mun meiri.“ Spurður um aukið brottfallshlut- fall eftir því sem fólk er komið lengra í námi segist Friðrik halda að lítið sé að marka þær tölur. „Ástæðan er sú að mikið af masters- og doktorsnem- endum stundar nám sitt með vinnu. Þeir ljúka öllum námskeiðum og eiga þá bara eftir ritgerðina þegar þeir skrá sig í leyfi í því skyni að spara sér skráningargjöldin við Háskól- ann. Fólk skráir sig þannig í leyfi í eitt til tvö ár meðan það er að vinna að ritgerðinni og skráir sig svo eftir þegar það skilar af sér, enda er þetta fólk sem ætlar sér í flestum tilvikum að ljúka námi,“ segir Friðrik. Lítill munur á einkaskólum og opinberum skólum Aðspurð segir Jarþrúður Ás- mundsdóttir, formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands, afar at- hyglisvert að sjá hve lítill munur er í raun á brottfalli nemenda úr einka- skólum og opinberum skólum. „Þetta sýnir að þau rök að skólagjöld tryggi fremur að fólk haldi áfram í námi og ljúki prófum eiga aug- ljóslega ekki við.“ Spurð hvernig hún telji að skýra megi hið mikla brottfall masters- og doktorsnema segist Jar- þrúður viss um að þar spili margt saman. „Það er náttúrlega ljóst að mastersnám á Íslandi er ennþá að slíta barnsskónum að mörgu leyti, m.a. með tilliti til skipulagningar námsins. Auk þess spilar örugglega líka inn í að fólk sem fer í masters- og doktorsnám er orðið fullorðnara, farið að vinna og sinna fjölskyldu og flosnar þá kannski fremur upp úr námi þess vegna.“ Jarþrúður segir niðurstöður út- tektar Hagstofunnar gefa fullt tilefni til að skoða betur hvernig bæta megi skipulagningu framhaldsnámsins á háskólastigi og aðbúnað nemanda. Hún segir alltaf áhyggjuefni þegar nemendur hverfa frá námi, sama á hvaða stigi það sé, og því gefi töl- urnar ástæðu til að skoða nánar af hverju brottfallið stafar og grípa til viðeigandi ráðstafana. „Brottfall háskólanema ótrúlega lítið“             !" #     $        %              &  '   (! &)  *     +   , +   ,       #       - ,   +      , .,      , * Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson FORSVARSMENN útvegsbænda og fiskvinnslufyrirtækja í Vest- mannaeyjum afhentu í gær Hall- dóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún stuðli að því að ferðum Herjólfs fjölgi í alls 13 á viku frá og með áramótum. Áttu þeir fund með forsætisráð- herra og Hjálmari Árnasyni al- þingismanni í gær til að ræða samgöngumál Eyjamanna. Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja, segir í tilkynningu að forsætisráðherra hafi tekið er- indinu vel og hyggist kynna það frekar á vettvangi ríkisstjórn- arinnar. Ferðum Herjólfs fjölgi í 13 á viku FYRSTA SMS-skeytið var sent í talsíma í síðustu viku. Um var að ræða tilraunasendingu hjá Síman- um en að undanförnu hafa tækni- menn Símans unnið að uppsetn- ingu SMS-kerfis fyrir talsíma. Uppsetningin hefur gengið vel og tilraunir lofa góðu, þannig að við- skiptavinum Símans mun standa þessi þjónusta til boða strax í byrj- un næsta árs, segir í fréttatilkynn- ingu. SMS-kerfi talsímans byggist á sömu tækni og GSM-símar nota og hefur sömu eiginleika og SMS- kerfi þeirra. Til þess að ráða við SMS þarf nýleg símtæki, en meg- inhluti þráðlausra talsíma, sem Síminn hefur selt að undanförnu, hefur þennan möguleika og skipta þeir nú þegar þúsundum á íslensk- um heimilum. Auk þess þarf heimanúmerið að vera með núm- erabirtingu. Fyrsta SMS- skeytið sent í talsíma NÝJAR Playstation II-tölvur sem komnar eru til landsins kosta um 8.000 krónum meira en þær gerðu áður en þær urðu upp- seldar í síðustu viku, eins og Morgunblaðið sagði frá. Innflytj- andinn, BT og Skífan, segir þetta stafa af því að vélarnar voru fluttar inn frá öðrum aðila en venjulega, þær séu fluttar hingað frá Austur-Evrópu. Seljandinn þar hafi einungis viljað selja vél- arnar með tölvuleik og minnis- kubb í pakkanum. Því þurfi að selja vélarnar á um 25.000 kr. með leik og minniskubb en ekki tæplega 17.000 kr. án nokkurra aukahluta eins og áður. Stakur minniskubbur kostar á bilinu 4.000 til 5.000 kr. Fluttu inn tölvur frá A-Evrópu HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tví- tugan mann í hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir að skalla mann í andlitið í miðbæ Akureyr- ar á nýársdag í fyrra með þeim afleiðingum að fórnarlambið nef- brotnaði auk þess sem litli fingur hægri handar brotnaði. Ákærði viðurkenndi brot sitt en sagði það hafa verið framið í sjálfsvörn. Þremur vitnum bar hins vegar saman um það fyrir dómi að maðurinn hefði skallað brotaþola er sá síðarnefndi var að ganga á milli ákærða og ann- ars manns og reyna að stilla til friðar. Ákærði mótmælti bótakröfu en var dæmdur til að borga fórnar- lambi sínu rúmlega 282 þúsund krónur í bætur auk vaxta. Kristinn Halldórsson, settur héraðsdómari, dæmdi málið. Verjandi ákærða var Þorsteinn Hjaltason hdl. og sækjandi Guð- jón Jóel Björnsson sýslufulltrúi. Hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.