Morgunblaðið - 16.12.2004, Side 23

Morgunblaðið - 16.12.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 23 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ FORSVARSMENN Seltjarnar- ness og Reykjavíkur hafa skrifað heilbrigðisráðherra og óskað form- lega eftir að heilbrigðisyf- irvöld sam- þykki bygg- ingu og rekstur níutíu rýma hjúkr- unarheimilis á lóð Lýsis í vesturborg- inni. Ráðu- neytið hefur í framhaldinu óskað eftir viðræðum við fulltrúa beggja sveitarfélaganna um verkefnið. Segir staðsetninguna frábæra Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, sagði í samtali við Morgunblaðið að í nóv- ember síðastliðnum hefðu Sel- tjarnarnesbær og Reykjavíkur- borg undirritað samkomulag með aðild Íslenskra aðalverktaka sem væru eigendur lóðarinnar þar sem fram kæmi að þeir væru tilbúnir að standa að kaupum á lóðinni og stofnfjárfestingu í hjúkrunarheim- ilinu. Á þeim grunni hefði verið farið fram á það við heilbrigðis- ráðuneytið að það kæmi að þátt- töku í verkefninu. Ráðuneytið hefði svarað og óskað eftir við- ræðum við fulltrúa beggja sveitar- félaga um verkefnið. Jónmundur sagði að hugmyndin væri sú að þarna risi hjúkrunarheimili af hag- kvæmri stærð eða með níutíu rým- um. Seltirningar væru reiðubúnir að leggja til stofnkostnað vegna þrjátíu rýma af þessum níutíu, en það endurspeglaði framtíðarþörf þeirra fyrir hjúkrunarrými til lengri tíma litið. „Þar með værum við raunverulega að leysa okkar þörf fyrir hjúkrunarrými í fyrir- sjáanlegri framtíð,“ sagði Jón- mundur. Hann sagði að staðsetning á hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni væri frábær þar sem í næsta ná- grenni væru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þjónustukjarnar. Ís- lenskir aðalverktakar hefðu síðan verið með hugmyndir um að reisa einnig á lóðinni þjónustuíbúðir fyr- ir aldraða í tengslum við hjúkr- unarheimilið. Kostnaður 1 til 1,2 milljarðar Gert er ráð fyrir að stofnkostn- aður vegna hjúkrunarheimilis af þessari stærð sé um 1.000–1.200 milljónir kr. Fram kom hjá Jónmundi að lög- gjöf um málefni aldraðra gerði ráð fyrir því að ríkið tæki þátt í stofn- kostnaði og axlaði jafnframt ábyrgð á rekstrinum til lengri tíma litið. Jónmundur sagði einnig að unn- ið væri að málinu á grundvelli viljayfirlýsingar Reykjavíkurborg- ar og heilbrigðisráðuneytisins frá því fyrir um það bil tveimur árum, en samkvæmt henni væri gert ráð fyrir 70% þátttöku ríkisins í stofn- kostnaði og 30% sveitarfélagsins. Reiknað væri með að kostnaður sveitarfélaganna skiptist hlutfalls- lega á milli þeirra, þannig að einn þriðji kæmi í hlut Seltjarnarness. Vilja reisa hjúkrunar- heimili á lóð Lýsis BÖRN af er- lendum upp- runa eru nú 630 á leikskól- um í höfuð- borginni sam- kvæmt frétt frá Leikskól- um Reykjavík- ur. Foreldrar barnanna eru af 89 þjóðern- um og tala samtals 52 tungumál. Börnum af erlendum uppruna í leikskólum fjölgar mismunandi mikið milli ára en þeim hefur fjölgað um 124 frá hausti 2003 til hausts 2004. Foreldrar flestra barnanna koma frá Evrópu (348) og næst- flestir frá Asíu (190). Algengast er að foreldrar barnanna eigi ensku að móðurmáli (55) en næstalgeng- asta móðurmálið er taílenska (46). Þar á eftir koma filippseyska og pólska. Börn af 89 þjóð- ernum á leik- skólum Reykjavíkur ,$ ! %    - .% (&        

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.