Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 31

Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 31 NEYTENDUR                                Sósu- og súpugrunnar Tasty-sósu- og súpugrunnar eru nú komnir á markað hérlendis. Grunn- arnir, sem eru fram- leiddir í Frakklandi fyrir Tasty í Danmörku og Hafmeyjuna á Íslandi, eiga að geta gert öllum kleift að galdra fram gómsætar sósur og súp- ur. Engin erfðabreytt hráefni eru notuð við gerð grunnanna, né heldur glúten eða MSG og er villibráðar- grunnurinn auk þess sérstaklega lagaður að íslensku villibráðinni. Tólf mismunandi tegundir af sósu- grunnunum eru fáanlegar, en þær eru: anda- og gæsa-, kjúklinga-, lamba-, fiski-, humar-, kalkúna-, villisveppa-, pipar-, rauðvíns-, viskí-, koníaks- og svo íslenski villi- bráðasósugrunnurinn. Veislufugl yfir hátíðarnar Matfugl ehf. hefur sett á mark- aðinn veislurétt sem er nýjung á ís- lenskum markaði, en um er að ræða séralinn kjúkling sem er það stór að hann dugar fyrir u.þ.b. 6 manns. Stærðin á þó ekki að koma niður á bragðgæðunum og hefur veislufugl- inn því kosti kalkúns og á á sama tíma að vera safaríkur og meyr. Veislufuglinn fæst í sérpökkuðum umbúðum ásamt sérstakri veislufyll- ingu sem Ragnar Ómarsson mat- reiðslumeistari hefur útbúið, en Ragnar leiðbeinir jafnframt um mat- reiðslu veislufuglsins svo bragðgæð- in fái notið sín til fulls, auk þess sem með fylgja tillögur að þrenns konar útfærslum á fuglinum – grískri, ítalskri og amerískri. Veislufuglinn kemur í verslanir 22. desember og stendur til boða fram yfir áramót. NÝTT khk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Hollustukarfa að hætti Violetu: Korn, kartöflur og grænmeti skipa þar stóran sess. gott að setja frosin hindber út á. Violetu finnst íslenska hráefnið mjög gott og er hrifin af lambakjöt- inu og fiskinum. Violeta segir mjög gestkvæmt hjá sér og hún bakar mikið og matreiðir til að eiga fyrir gesti. Smjördeigs- bökur gerir hún gjarnan fyrir gesti sína og líka brauðbollur. Hér á eftir fylgir uppskrift Violetu að kalkúni á búlgarska vísu, en í Búlgaríu er kalkúnn gjarnan borð- aður á nýársdag af því að þá er gott að borða fugl sem er illa fleygur, svo hann fljúgi ekki burt með hamingj- una. Súrkáls-nýárskalkúnn með fyllingu á búlgarska vísu 1 kalkúnn kalkúnalifur laukur hrísgrjón vatn rúsínur valhnetur möndlur salt season all smjör olía 3 kg óbragðbætt súrkál Fylling: Steikja fyrst lauk og lifr- ina úr kalkúninum. Þá er hrís- grjónum bætt á pönnuna ásamt vatni og það látið sjóða saman. Þeg- ar hrísgrjónin eru næstum tilbúin skal bæta út í valhnetum, rúsínum, möndlum, salti og season all-kryddi og rétt áður en kalkúnninn er fylltur er svolitlu íslensku smjöri bætt í fyll- inguna. Magnið af hverju hráefni fyrir sig í fyllingunni getur hver haft eftir sínum smekk, en fyllingin á að fylla vel inn í kalkúninn. Síðan er allt fyllingarefnið (laukur, lifur, grjón o.fl.) sett inn í kalkúninn og saumað fyrir bæði að aftan og framan. Makið kalkúninn með svolitlu salti að utanverðu og setjið því næst á stórt fat þar sem gott rými er í kringum hann. Þrjú kíló af venju- legu óbragðbættu súrkáli (fæst m.a. í Bónus í 500 g pakkningum), sem búið er að losa við allt vatn, eru því næst sett umkringis og ofan á kalkúninn. Að lokum er svo einu glasi af olíu og dálitlu vatni hellt yfir allt saman. Sett í ofn og steikt í 5 klst við 200°C. Gott er að færa súrkálið af og til á eldunartímanum svo það brenni síður. Þá má bæta örlitlu vatni í ofnpottinn sem að endingu skal vera gufað upp. Óþarfi er að bera nokkuð fram með kalkúninum því fyllingin er borðuð með og kemur í staðinn fyrir brauð, kartöflur og annað meðlæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.