Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 31 NEYTENDUR                                Sósu- og súpugrunnar Tasty-sósu- og súpugrunnar eru nú komnir á markað hérlendis. Grunn- arnir, sem eru fram- leiddir í Frakklandi fyrir Tasty í Danmörku og Hafmeyjuna á Íslandi, eiga að geta gert öllum kleift að galdra fram gómsætar sósur og súp- ur. Engin erfðabreytt hráefni eru notuð við gerð grunnanna, né heldur glúten eða MSG og er villibráðar- grunnurinn auk þess sérstaklega lagaður að íslensku villibráðinni. Tólf mismunandi tegundir af sósu- grunnunum eru fáanlegar, en þær eru: anda- og gæsa-, kjúklinga-, lamba-, fiski-, humar-, kalkúna-, villisveppa-, pipar-, rauðvíns-, viskí-, koníaks- og svo íslenski villi- bráðasósugrunnurinn. Veislufugl yfir hátíðarnar Matfugl ehf. hefur sett á mark- aðinn veislurétt sem er nýjung á ís- lenskum markaði, en um er að ræða séralinn kjúkling sem er það stór að hann dugar fyrir u.þ.b. 6 manns. Stærðin á þó ekki að koma niður á bragðgæðunum og hefur veislufugl- inn því kosti kalkúns og á á sama tíma að vera safaríkur og meyr. Veislufuglinn fæst í sérpökkuðum umbúðum ásamt sérstakri veislufyll- ingu sem Ragnar Ómarsson mat- reiðslumeistari hefur útbúið, en Ragnar leiðbeinir jafnframt um mat- reiðslu veislufuglsins svo bragðgæð- in fái notið sín til fulls, auk þess sem með fylgja tillögur að þrenns konar útfærslum á fuglinum – grískri, ítalskri og amerískri. Veislufuglinn kemur í verslanir 22. desember og stendur til boða fram yfir áramót. NÝTT khk@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Hollustukarfa að hætti Violetu: Korn, kartöflur og grænmeti skipa þar stóran sess. gott að setja frosin hindber út á. Violetu finnst íslenska hráefnið mjög gott og er hrifin af lambakjöt- inu og fiskinum. Violeta segir mjög gestkvæmt hjá sér og hún bakar mikið og matreiðir til að eiga fyrir gesti. Smjördeigs- bökur gerir hún gjarnan fyrir gesti sína og líka brauðbollur. Hér á eftir fylgir uppskrift Violetu að kalkúni á búlgarska vísu, en í Búlgaríu er kalkúnn gjarnan borð- aður á nýársdag af því að þá er gott að borða fugl sem er illa fleygur, svo hann fljúgi ekki burt með hamingj- una. Súrkáls-nýárskalkúnn með fyllingu á búlgarska vísu 1 kalkúnn kalkúnalifur laukur hrísgrjón vatn rúsínur valhnetur möndlur salt season all smjör olía 3 kg óbragðbætt súrkál Fylling: Steikja fyrst lauk og lifr- ina úr kalkúninum. Þá er hrís- grjónum bætt á pönnuna ásamt vatni og það látið sjóða saman. Þeg- ar hrísgrjónin eru næstum tilbúin skal bæta út í valhnetum, rúsínum, möndlum, salti og season all-kryddi og rétt áður en kalkúnninn er fylltur er svolitlu íslensku smjöri bætt í fyll- inguna. Magnið af hverju hráefni fyrir sig í fyllingunni getur hver haft eftir sínum smekk, en fyllingin á að fylla vel inn í kalkúninn. Síðan er allt fyllingarefnið (laukur, lifur, grjón o.fl.) sett inn í kalkúninn og saumað fyrir bæði að aftan og framan. Makið kalkúninn með svolitlu salti að utanverðu og setjið því næst á stórt fat þar sem gott rými er í kringum hann. Þrjú kíló af venju- legu óbragðbættu súrkáli (fæst m.a. í Bónus í 500 g pakkningum), sem búið er að losa við allt vatn, eru því næst sett umkringis og ofan á kalkúninn. Að lokum er svo einu glasi af olíu og dálitlu vatni hellt yfir allt saman. Sett í ofn og steikt í 5 klst við 200°C. Gott er að færa súrkálið af og til á eldunartímanum svo það brenni síður. Þá má bæta örlitlu vatni í ofnpottinn sem að endingu skal vera gufað upp. Óþarfi er að bera nokkuð fram með kalkúninum því fyllingin er borðuð með og kemur í staðinn fyrir brauð, kartöflur og annað meðlæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.