Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmundur Sig-urdórsson fædd- ist í Götu í Hruna- mannahreppi 5. september 1921. Hann andaðist á Landspítala, Foss- vogi föstudaginn 10. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurdór Stef- ánsson bóndi í Götu og Katrín Guð- mundsdóttir, hús- freyja í Götu. Systk- ini Guðmundar eru Stefán, f. 26.4. 1920, Guðfinna f. 5.9. 1921, Ágústa, f. 23.8. 1923, og Sigurður, f. 1.7. 1933. Hálfbróðir, samfeðra, er Sigurgeir, f. 18.12. 1915. Guðmundur kvæntist 25. nóv- ember 1950 Hrefnu Ólafsdóttur, f. 30.10. 1927, d. 9.3. 1994. Foreldr- ar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi og Pálína Guð- mundsdóttir húsfreyja þar. Guð- mundur og Hrefna eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Stúlka, fædd andvana 18.3. 1952, 2) Tryggvi, f. 3.6. 1953, kvæntur Önnu Brynj- ólfsdóttur. Sonur þeirra er Hlyn- ur, f. 25.4. 1983. Áður átti Anna soninn Kristján Geir Guðmunds- son, f. 8.8. 1973. 3) Ármann, kvæntur Hrefnu Hannesdóttur. Börn þeirra eru Hannes, f. 23.11. 1988, og Bergný, f. 6.5. 1991. Guðmundur og Hrefna byggðu sér hús á Flúðum sem þau nefndu Akur- gerði og bjuggu þar öll sín hjúskaparár. Guðmundur ólst upp í Götu og stund- aði þar í uppvextin- um almenn bústörf. Lengst af starfaði hann sem flutninga- bifreiðastjóri og flutti vörur á milli Reyjavíkur og uppsveita Ár- nessýslu. Síðustu tíu ár starfsævi sinnar var hann húsvörður í Fé- lagsheimili Hrunamanna. Hann sinnti ýmsum félagsstörfum í sinni sveit. Hann sá um fjármál byggingar Félagsheimilis Hruna- manna og var síðan í stjórn þess sem gjaldkeri í áratugi. Einnig var hann gjaldkeri Hitaveitu Flúða og nágrennis frá upphafi og í um 40 ár. Þá var hann í stjórn Fé- lags eldri Hrunamanna. Hann söng í kirkjukór Hrunakirkju í um 50 ár. Útför Guðmundar verður gerð frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund og margs er að minnast. Við minnumst þín sitjandi í stóra rauða stólnum þínum og oft við bæði sitj- andi í honum með þér en alltaf var nóg pláss, þangað til fréttirnar byrj- uðu, þá þurftum við að flytja okkur yfir í sófann og ekki hafa hátt. Þegar við keyrðum í hlaðið í Akurgerði og sáum gamla græna Volvoinn rifjuð- ust upp fyrir okkur allar sundferð- irnar með þér, og Hannes fékk að halda í stýrið á leiðinni niður í laug. Það var fastur liður að á jólunum, eftir að amma dó, varstu hjá okkur og í ár verða hátíðirnar tómlegar án þín. En nú getur þú fagnað jólunum með ömmu og litlu stelpunni þinni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Megir þú hvíla í friði, elsku afi. Þín barnabörn Hannes og Bergný. Mætur maður er kvaddur. Guð- mund Sigurdórsson hef ég þekkt alla tíð því hann var kvæntur frænku minni Hrefnu Ólafsdóttur frá E- Geldingaholti. Guðmundur var flutningabílstjóri og hafði fastar ferðir milli Hruna- mannahrepps og Reykjavíkur tvisv- ar í viku (stundum oftar). Þannig þróaðist að hann kom á Brávallagöt- una í hádegismat þessa daga, á þriðjudögum til mömmu en á föstu- dögum til ömmu Valgerðar. Mér fannst alltaf gaman að hitta hann og þegar ég fór að vera í sveit í Dalbæ var gott að fá far með Guðmundi austur eða suður. Eftir að kaupa- vinnunni lauk var ekki lokið ferðum mínum austur, því ekkert var fýsi- legra en að komast þangað um helg- ar til starfa og leiks. Í þessum ferð- um okkar urðum við Guðmundur vinir, sem aldrei bar skugga á. Guðmundur var mikill nákvæmn- ismaður og gerði alla hluti vel og af alúð. Hann var óþreytandi að gera sveitungum sínum greiða með að út- rétta fyrir þá í þessum ferðum. Þá voru ferðir milli sveitarinnar og Reykjavíkur ekki eins tíðar og nú og ekki var bíll á hverjum bæ. Það var alltaf gott að koma til þeirra hjóna Guðmundar og Hrefnu og stundum var gist, eins voru skemmtilegir dagar þegar þau komu til okkar Gests á Sækambinn, ásamt Kiddu og Bryngeiri og gistu yfir helgi og margar dýrmætar minning- ar eigum við með þessum vinum okk- ar. Síðustu misseri voru Guðmundi ekki létt, þar sem hann þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsi, eigi að síður kom andlát hans nokkuð á óvart, þar sem hann var búinn að vera heima til- tölulega hress síðustu tvær vikurn- ar. Ég kveð mætan mann og mér kæran og bið honum Guðs blessunar. Sonum hans Tryggva, Ármanni og þeirra fjölskyldum votta ég innilega samúð. Valgerður Hjaltested. Látinn er góður vinur og sam- ferðamaður um margra áratuga skeið. Guðmundur fæddist og ólst upp í Götu í Hrunamannahreppi en reisti sér hús á Flúðum árið 1948 ásamt sinni ágætu konu, Hrefnu Ólafsdóttur. Hrefna var um langt árabil handmenntakennari við Flúðaskóla og vorum við þar sam- kennarar í rúm 30 ár. Hrefna lést um aldur fram árið 1994. Þau hjón voru meðal frumbyggja þéttbýlisins á Flúðum og enginn hefur átt þar lengri búsetu en Guðmundur. Guðmundur stundaði akstur vöru- bíla lengst af sinni starfsævi, fyrst í vegavinnu og ýmsum flutningum, en var síðan í reglulegum áætlunarferð- um milli Hrunamannahrepps og Reykjavíkur um 30 ára skeið. Hann var síðan húsvörður í Félagsheimili Hrunamanna frá 1980 til 1996. Í öll- um sínum störfum var Guðmundur viðurkenndur fyrir lipurð og áreið- anleika. Leiðir okkar Guðmundar lágu víða saman, fyrst í vegavinnu hér í upp- sveitum og síðar í félagsstörfum margs konar. Einna best kynntist ég honum þau sumur er ég var hótel- stjóri við Hótel Flúðir, en stór hluti rekstrarins var þá í Félagsheimilinu á Flúðum. Ómetanleg var þá sem endranær lipurð hans og hjálpsemi. Veit ég að margir hafa svipaða sögu að segja. Þá má geta þess að Guðmundur var góður bridsspilari og ómissandi í hópi fólks sem hefur um áratuga skeið komið saman til spilamennsku hér í Hrunamannahreppi. Ég vil að leiðarlokum þakka Guð- mundi öll hin góðu kynni og vil flytja fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Jóhannes Sigmundsson. Miðfellið, prýði Ytrihrepps, gnæf- ir í miðri sveit. Sunnan þess brosa brekkur við sól en norðan þess kraumar vatnið heitt úr iðrum foldar og þar byggðist upp skóla- og garð- yrkjubyggðin á Flúðum. Guðmundur ólst upp við sólvanga fellsins en byggði þeim Hrefnu hús norðan fells, í Akurgerði sem skýlt er af skjólsælum birkilundum og stórvöxnum öspum. Þar bjuggu þau hjónin og þarna bjó Guðmundur eftir hennar dag við snyrtimennsku og fágun. Hann leit í morgunkaffi á Grund, vann stund á hreppsskrif- stofunni, fór daglega í síðdegissund og hugaði að garðinum. Lengi var hann lykilmaður hjá Hreppamönnum, framan af starfs- ævinni starfaði hann við flutninga þangað og þaðan en sinnti síðar hús- vörslu í Félagsheimili Hrunamanna þangað sem leiðir sveitunganna lágu af ýmsum tilefnum. Þar var einnig tekið á móti hótelgestum. Þar hófst samband okkar þegar ég flutti á Flúðir 1988, starfaði árin sjö í sama húsi og hann og við höfum verið tengdir síðan. Hann vaknaði snemma og við töl- uðum oft saman í síma eftir að ég flutti í Flóann. Við töluðum um sam- komur og ferðalög, stundum um kóra, en oft um morgunsólina, sem laðaðist kannski fyrr að Miðfellinu en Ingólfsfjallinu hér neðra. Grandvar, góðgjarn og varfærinn eru lýsingarorð sem í hug koma þeg- ar hugsað er til Guðmundar. Margir munu sakna þessa heið- ursmanns, sem ræktaði svo vel garð- inn sinn. Ingi Heiðmar Jónsson. Ég beið niðri á vegi eftir því að Guðmundur í Akó kæmi á vöruflutn- ingabílnum, því ég átti von á fyrsta hjólinu mínu, biðin var sjálfsagt löng en Guðmundur birtist og græna flotta hjólið fékk nýjan eiganda. Guðmundur átti nú eftir að gleðja mig og aðstoða síðar, öll samvinna okkar á meðan ég var á hótelinu á Flúðum var einstök fyrir mig og við unnum vel saman, morgunspjall á hverjum degi og umhyggja fyrir því að allt gengi vel. Talandi um fánana, þar átti ég góðan að, stundum þurfti nú að minna á þá, Guðmundur var þátttakandi í öllu því sem fór fram á hótelinu, þannig var það bara. Guð- mundur var góður dansari og það voru fáir betri en hann þegar kom að gömlu dönsunum, það voru nú tekn- ar nokkrar sveiflur á böllum og sungið af hjartans lyst með. Nú eruð þið karlarnir farnir, pabbi, Siggi Tomm og þú Guðmund- ur minn, og ég trúi því að eitthvað þurfi nú að spjalla en ég veit ekki hvernig er með hressingu þarna, þið finnið einhver ráð trúi ég. Það var oft glatt á hjalla þegar þið komuð saman og man ég eftir góðum stundum heima hjá mömmu og pabba við þau tækifæri. Ég þakka alla dansana, söngvana, allt kaffi(vatns)spjallið, umhyggjuna og vináttuna sem þú sýndir mér og var svo góð. Þakka þér Guðmundur fyrir allar þær skemmtilegu minningar sem ég á núna um vinskap okkar og ég get minnst áfram með gleði. Sendi aðstandendum samúðar- kveðjur mínar og Guð blessi þau öll. Margrét Brynjólfsdóttir frá Dalbæ. Í dag kveðjum við með þakklæti og virðingu einn af landnámsmönn- unum á Flúðum í Hrunamanna- hreppi, Guðmund Sigurdórsson í Ak- urgerði, en Akurgerðið var eitt fyrsta húsið sem reist var á Flúðum. Húsið reisti hann ásamt konu sinni, Hrefnu Ólafsdóttur árið 1948 en Hrefna lést árið 1994. Það var alveg sérstök tilfinning fyrir mig að koma og hefja störf á hreppsskrifstofunni í Hrunamannahreppi fyrir u.þ.b. ári. Ég minnist þess hve hlýlega Guð- mundur tók á móti mér, ég skynjaði velvildina og hjálpsemina sem ein- kenndi þennan öðling. Guðmundur var sérstaklega samviskusamur og snyrtilegur maður. Áður hafði ég oft heimsótt Loft Þorsteinsson sem lengi réð ríkjum í Hreppnum. Fast við hlið hans var Guðmundur Sigur- dórsson. Það var sterkt samband GUÐMUNDUR SIGURDÓRSSON Elsku faðir minn, afi, bróðir, mágur og frændi, HARALDUR KONRÁÐSSON, Seilugranda 3, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 9. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Karítas, hjúkrunarþjónustu krabbameinssjúkra. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Björn Haraldsson, Björg Hulda Konráðsdóttir. Elskuleg móðir, tengdamóðir og systir, MARÍA HELGADÓTTIR frá Odda, Ísafirði, andaðist á Seljahlíð, heimili aldraðra, þriðju- daginn 14. desember. Hún verður jarðsungin frá Neskirkju þriðju- daginn 21. desember kl. 13.00. Fyrir hönd barna, barnabarna, barnabarnabarna og barnabarnabarnabarns, Anna Guðmundsdóttir, Inga Á. Guðmundsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Þrúður Jónsdóttir, Helga G. Helgadóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANNES JÓNSSON frá Siglufirði, Austurbergi 32, Reykjavík, sem lést á hjartadeild Landspítalans við Hring- braut þriðjudaginn 14. desember, verður jarð- sunginn frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 21. desember kl. 15.00. Unnur Marinós, Erla Nanna Jóhannesdóttir, Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Vilberg Þorgeirsson, Anna María Jóhannesdóttir, Björn Ingólfsson, Hrafnhildur Hulda Jóhannesdóttir, Abdellah Zahid, Hanna Birna Jóhannesdóttir, Ingi Þór Jakobsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR sjúkraliði, Hjallavegi 12, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugar- daginn 11. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 21. desember kl. 15.00. Þórhildur H. Karlsdóttir, Magnús Sigurðsson, Örn Ó. Karlsson, Rósa Hilmarsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR E. SIGVALDASON jarðfræðingur, lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi Fossvogi miðvikudaginn 15. desember. Halldóra Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Daniel Friedan, Birgir Guðmundsson, Rut Petesen, Gunnar Bragi Guðmundsson, Ulla Uhrskov, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, Kristján Matthíasson, Anna Maire Sigmond Guðmundsdóttir, Eivind Slettemeås, Solveig Birgitta Guðmundsdóttir Sigmond, Guðný Þóra Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.