Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Eggerts-son fæddist í Hjörsey á Mýrum 8. mars 1907. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 9. des- ember síðastliðinn. Magnús var sonur hjónanna Magnúsar Eggerts Magnússon- ar bónda í Hjörsey og síðar Einholtum á Mýrum, f. 18.9. 1857, d. 21.1. 1928, og Guðríðar Guð- mundsdóttur, f. 12.1. 1870, d. 9.9. 1956. Bræður Magnúsar, sammæðra, voru Guðmundur, f. 26.3. 1905, d. 6.7. 1949, Kjartan Júlíus, f. 5.7. 1908, d. 16.12. 1982, Gunnlaugur, f. 1.11. 1909, d. 25.6. 1994. Fyrir átti Eggert synina Óskar, f. 2.4. Ásbjörnssyni, synir þeirra eru Viktor Örn og Jón Orri, 3) Unnur Arna, gift Gunnari G. Halldórs- syni, dætur þeirra eru Aþena Villa og Kamilla. Magnús lauk prófi frá Alþýðu- skólanum á Hvítárbakka og gagn- fræðaprófi frá MR. Námi frá Lög- regluskóla Íslands lauk hann 1930 og sama ár hóf hann störf hjá lög- reglunni í Reykjavík. Hann varð varðstjóri 1930, rannsóknarlög- regluþjónn 1941, aðalvarðstjóri 1963, aðstoðaryfirlögregluþjónn 1969 og árið 1971 var hann skip- aður yfirrannsóknarlögreglu- þjónn. Magnús gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var m.a. for- maður Lögreglufélags Reykjavík- ur og sat um árabil í stjórn BSRB. Magnús lét af störfum hjá lög- reglunni eftir 47 ára starf árið 1977. Hann var gerður heiðurs- félagi í LR og hlaut gullmerki Landssambands lögreglumanna númer 1 árið 1996. Útför Magnúsar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1897, d. 26.5. 1978, og Einar, f. 15.10. 1902, d. 9.9. 1987. Magnús kvæntist hinn 23. maí 1936 Guðrúnu Lýðsdóttur, f. 13.2. 1904, d. 11.5. 1973. Guðrún var dóttir hjónanna Lýðs Sæmundssonar bónda í Bakkaseli í Stranda- sýslu, f. 8.1. 1874, d. 23.3. 1950, og konu hans, Elinborgar Daníelsdóttur, f. 31.1. 1875, d. 5.12. 1938. Dóttir Magnúsar og Guðrúnar er Elinborg Guðríður, f. 21.12. 1944, gift Jóni M. Magn- ússyni húsasmíðameistara, f. 19.7. 1942. Dætur þeirra eru: 1) Guð- rún Elín, dóttir hennar er Arna Björk, 2) Edda Björk, gift Svavari Elsku afi. Nú er komið að leiðarlok- um, við systurnar setjumst niður og rifjum upp allar skemmtilegu stund- irnar sem við áttum og þær eru ófáar. Ferðirnar okkar í Sundhöllina, í bíó, á Borgarbókasafnið, í leikhúsið, á forn- bókasölur, í Tívolí og svo enduðum við alltaf á okkar skemmtilegu teboðum hjá þér á Njálsgötunni. Í teboðunum okkar drukkum við úr pínulitlu postulínsbollunum hennar ömmu og borðuðum kringlur með, það var toppurinn. Alltaf fór drjúgur tími í að skoða orðurnar þínar sem voru að sjálfsögu algjörir gimsteinar og að fara upp á háaloft og gramsa í öllu gamla dótinu sem líka var mikill fjársjóður. Oftar en ekki vörðum við miklum tíma í að fletta upp í Öldinni okkar og þú bættir um betur við það sem þar var að finna. Sennilega státa ekki margir afar af því að hafa verið getið sem heimilda í söguritgerðum barna- barna sinna. Sögurnar eru margar sem þú sagðir okkur úr sveitinni í gamla daga og frá dögum þínum sem lögreglumanns í Reykjavík. Við kunnum þær flestar, ef ekki allar og minnumst þess með bros á vör að hafa setið opinmynntar og hlustað á þig rifja upp hvernig hesta- lestirnar fluttu fólk og annan varning milli staða, hvernig þú skautaðir um Mýrarnar frostaveturinn mikla 1918 og að þú hefðir átt heima í torfbæ þeg- ar þú varst snáði. Við minnumst þess líka þegar þú komst brunandi á græna Saabinum í Espilundinn og laumaðir Opal pökkum í hendurnar á okkur. Ekki má heldur gleyma Hollinn-Skollinn leiknum okk- ar sem þýddi að þú varst dreginn inn á gang, bundið vandlega fyrir augun á þér og svo áttir þú að finna okkur. Við geymum minningar um einstakan afa. Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Guð geymi þig. Gunnella, Edda og Unnur. Það er gott að eiga fallegar minn- ingar frá bernskudögum. Hann Magn- ús var maður sem ég á einmitt svo dýr- mætar minningar um frá æsku minni. Hann og kona hans Guðrún Lýðsdóttir, ásamt Elínborgu dóttur þeirra, bjuggu í sama húsi og ég ólst upp í og það voru góð tengsl milli heimilanna. Sem barni fannst mér Magnús alltaf vera minn besti og traustasti vinur þrátt fyrir ald- ursmuninn á okkur. Alltaf þegar ég heyrði eða upplifði einhverjar stórfrétt- ir eða atburði þótti mér svo sjálfsagt að fara til hans til að segja honum frá. Þá var ekki barið að dyrum á íbúð þeirra hjóna, heldur gengið beint inn og alltaf var tekið á móti manni sem aufúsugesti og aldrei man ég eftir að Magnús hefði ekki tíma til að hlusta á misjafnlega merkilega lífsreynslu mína. Ég mátti setjast hjá honum eða bara vera í kringum hann og ég minnist þess hvað mér leið alltaf vel í návist hans. Hann gaf sér tíma til að tala við mig og hlusta á það sem ég hafði að segja, og margt sýndi hann mér og sagði, sem hafði mikil og þroskandi áhrif á mig sem barn. Samverustundir okkar urðu færri þegar fjölskylda mín flutti af Njálsgötunni, en alltaf þegar við hitt- umst fann ég í Magnúsi þennan trausta vin sem ég átti í æsku og það viðmót sem einkenndist af prúðmennsku, lát- leysi og kærleika. Ég minnist Magnúsar vinar míns með miklu þakklæti og sendi Elín- borgu og fjölskyldu hennar innilega samúðarkveðju. Guð blessi minningu hans. Sjöfn Jóhannesdóttir. Frumkvöðull í baráttunni um bætt kjör lögreglumanna í landinu, Magnús Eggertsson, fv. yfirlögregluþjónn, er látinn. Var hann einn af stofnendum Lögreglufélags Reykjavíkur árið 1935 og formaður félagsins 1938 1939. Magnús var einn af stofnendum lífeyr- isþegadeildar Landssambands lög- reglumanna og fyrsti formaður hennar frá 1979 1990. Hann sat í stjórn BSRB frá 1946–1970 og gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir opinbera starfsmenn á miklum uppgangstímum í kjara- og velferðarmálum þjóðfélagsins og verð- ur þeim seint fullþakkað sem ruddu brautina til þess umhverfis sem við bú- um við í dag. Í þakklætisskyni fyrir vel metin störf var Magnús gerður að heiðursfélaga Lögreglufélags Reykjavíkur 29. febr- úar 1984 og einnig var hann sæmdur gullmerki Landssambands lögreglu- manna nr. 1, á þingi LL í Skagafirði 1996 fyrir frábær störf að félagmálum lögreglunnar. Um leið og Magnús er kvaddur vilja samtök lögreglumanna þakka honum fyrir fórnfúst starf að málefnum þeirra og færa dóttur hans Elínborgu og fjöl- skyldu hennar hugheilar samúðar- kveðjur. Landssamband lögreglumanna, Lögreglufélag Reykjavíkur. MAGNÚS EGGERTSSON tengdist. Það var orðið að venju að fara úr Víðidalnum í stórum hópi upp að Teigi ár hvert um páskana. Raggi tók þá á móti okkur á höfðinglegan hátt strax á reiðveginum. Þegar að Teigi var komið biðu hópsins allar gerðir kræsinga og skeggrætt var um málefni líðandi stundar, en þó að- allega hross og hrossarækt. Stundir sem þessar eru ómetanlegar enda var Raggi gríðarmikill höfðingi heim að sækja, hjálplegur og mikill vinur vina sinna. Síðastliðið sumar fórum við Raggi ásamt fleirum ríðandi austan úr Biskupstungum að Teigi með hrossarekstur sem var á fimmta tug hrossa. Hvort sem var í beljandi rigningu eða glaðasólskini skein góð- mennskan og gleðin af Ragga sem hann smitaði til annarra. Hugur minn og fjölskyldu minnar dvelur hjá fjölskyldu Ragnars Björnssonar á þessum erfiðu tímum og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan félaga mun lifa áfram. Sigurþór Jóhannesson. Sumarið 2004 gekk í garð, gjöfult og gott, við Ragnar fórum að heyja í Dagverðarnesi kátir og glaðir. Það var slegið og snúið af miklum móð. Eldmóður Ragga skein úr augum hans og nú skyldi ná saman nægu fóðri í hestana fyrir veturinn. Það gekk á ýmsu en allt var það leyst og ekki til annars en treysta vináttu okkar. Stundum dró ský fyrir sólu og við héldum að við myndum missa heyið niður í rigningu. En ekkert þessara skýja var þó eins dökkt, stórt og það ský sem birtist okkur nú á miðri aðventu. Það var seinni part sunnudagsins 12. des. að síminn hringdi og okkur fjölskyldunni bár- ust þær fréttir að Raggi væri dáinn. Ég fraus eitt augnablik og hélt svo að mig væri að dreyma. Þetta gat ekki verið. Ég var á leiðinni í fjárhúsin en settist niður. Ég varð að trúa þótt ég streittist á móti, það voru þung spor í fjárhúsin þetta kvöldið. Ég hef þekkt Ragga svo lengi sem ég man. Hann var í sveit hér í Mó- fellsstaðakoti þegar hann var strák- ur í að minnsta kosti fjögur sumur. Þá var ég ekki fæddur en hann hélt tryggð við heimilið upp frá því. Ég man að þegar ég var strákur og Raggi kom í heimsókn var alltaf glatt á hjalla og rifjaðar voru upp gamlar sögur og ævintýri frá sumardvölinni hér. Þá ríkti mikil gleði og hlýja á báða bóga. Það var svo fyrir nokkr- um árum að samskiptin urðu meiri og Raggi kom oft í heimsókn til okk- ar, oftar en ekki hlaðinn gjöfum. Þó var það ekki síst gleðin og hlýjan sem heillaði alla, ekki síst börnin okkar, sem dýrkuðu hann. Nú síðustu árin höfum við Raggi brallað margt sam- an bæði við leik og störf. Heyskapinn í Dagverðarnesi ber þó hæst og höf- um við haft mjög gaman af honum enda Raggi og Ásta verið mjög skemmtileg heim að sækja. Ekki datt mér í hug að samverustundirnar yrðu ekki fleiri þegar við kvöddumst í haust. Minningarnar eru margar og flestar þeirra er best að eiga með sér. Elsku Ásta, Jón Davíð, Björn Ingi og Jóhann Óskar, skarðið er stórt sem höggvið hefur verið í fjölskyld- una, megi góður guð styrkja ykkur og styðja í sorginni. Jón. Hið ótímabæra fráfall Ragnars Björnssonar kom sem reiðarslag. Þessi lífsglaði sómadrengur var að gera sér glaðan dag með eiginkonu og vinum þegar örlögin gripu inn í með skelfilegum hætti. Ragnar var tæplega 56 ára gamall þegar hann lést. Hann lauk prófi sem framreiðslumaður og starfaði í fjöldamörg ár sem þjónn á ýmsum veitingahúsum í Reykjavík og var annálaður fyrir snyrtimennsku sína og þjónustulund. Einnig lauk hann prófi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri og eftir að hann giftist Ástu Jónsdóttur settu þau saman heimili að Efri-Reykjum í Mosfellssveit. Síð- ustu árin var hann starfsmaður Bræðranna Ormsson og gat sér þar sem annars staðar sérstaklega gott orð fyrir það hversu einstakt lipur- menni hann var. Þau hjón Ásta og Ragnar eignuðust þrjá syni sem allir bera foreldrum sínum gott vitni mannkosta og dugnaðar. Starfsvettvangur Ragnars var mjög fjölbreyttur auk þess sem hann var drjúgur félagsmálamaður og var m.a. um árabil ein af sterkustu stoð- um björgunarsveitarinnar í Mos- fellssveit. En frístundum sínum, einkum hin síðari ár, varði Ragnar til búskapar að Teigi í Mosfellssveit og þar var það sem ég kynntist honum best og átti mest saman við hann að sælda. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Ragnari áralanga vináttu og einstaklega góða samvinnu í hví- vetna. Ég varð svo lánsamur að fá að deila með honum hesthúsi að Teigi og þar kynntist ég mannkostum hans og hversu annt honum var um allt umhverfi sitt, hvernig snyrti- mennska og umhyggja, bæði fyrir hrossum og sambýlingum, var við brugðið. Honum var einkar sýnt um að öllum sem hann umgekkst liði vel. Greiðasemin var einstök og gott til hans að leita. Mér og raunar fjöl- mörgum öðrum sem þess nutu munu verða kærar minningarnar um alla þá vináttu og hjálpsemi sem var að finna hjá þeim mágum Bjarna Ás- geiri og Ragnari við bústörfin á Teigi. Eins og fyrr segir lauk Ragnar námi frá Bændaskólanum á Hvann- eyri og varð búfræðingur. Raunar var hugur hans mjög bundinn við landbúnað og oftar en einu sinni hafði hann orð á því við mig að sér liði best í sveitinni innan um skepnurnar og hversu gjarnan hann hefði kosið að stunda búskap. Ég er líka sann- færður um að hann hefði orðið góður bóndi enda snyrtimenni svo af bar, jafnlyndur og bóngóður. Hann um- gekkst skepnurnar af virðingu og gætti þess að fóðra vel og að þeim liði sem best í hvívetna, enda vel að sér um allt skepnuhald. Ragnar var ein- staklega hagur á allt sem vék að verklegum framkvæmdum og vílaði ekki fyrir sér að takast á við hin flóknustu verkefni og leysti þau jafn- an með miklum sóma. Þó að þau sannindi verði ekki um flúin að eitt sinn skal hver deyja er það svo átakanlegt að þurfa að horf- ast í augu við það þegar menn á besta aldri hverfa af heimi með svo svipleg- um hætti sem hér varð. Harmur fjöl- skyldu og vina er mikill en þó sér- staklega Ástu og barnanna og ekki síst dvelur hugur minn hjá Jóhanni Óskari, yngsta syni Ragnars. Ragn- ar hafði oft á orði að án aðstoðar Jó- hanns Óskars myndi hann ekki hafa getað stundað búskapinn eins og hann gerði í frístundum enda fylgdi yngsti sonurinn föður sínum nánast hvert fótmál. Þeir gengu að skepnu- hirðingu saman, riðu út saman og voru einstaklega góðir vinir eins og raunar þeir feðgar allir. Við Þorgerður vottum fjölskyldu Ragnars innilega samúð og trúum því og treystum að minningin um öð- ling og drengskaparmann megi gera þeim sorgina léttbærari. Atli Freyr Guðmundsson. Mér er það hjartansmál að minn- ast með fáeinum orðum samstarfs- manns míns, Ragnars Björnssonar, sem var skyndilega hrifinn brott úr hópi okkar starfsmanna Bræðranna Ormsson ehf á svo voveiflegan hátt. Mig grunaði ekki að ég væri að heyra í síðasta sinn „Gott kvöld, frú Elke“, eins og hann var vanur að kalla mig, þegar við hittumst á jóla- fagnaði 11.12. í Valhöll á Þingvöllum. Þar stóð Ragnar í anddyrinu, bros- andi og ákaflega myndarlegur í sparifötunum og gaf sig á tal við samstarfsmenn sína. Ragnar réðst til Bræðranna Ormsson ehf sem sölumaður fyrir Becks-bjór fyrir um það bil tíu árum. Þetta starf átti hug hans allan og hann lagði mikinn metnað í að byggja upp sambönd við veitingahús um allt land. Ragnar var þekktur sem „Raggi Becks“, og féll honum það vel. Hann var farsæll í starfi og vinsæll hjá öllu samstarfsfólki sínu. Þar sem Ragnar kom var ekkert logn, það gustaði af honum. Hjálp- semi og greiðasemi voru eiginleikar, sem hann hafði til að bera í ríkum mæli, og spurði þá ekki alltaf heldur gerði það sem þurfti að gera og var ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það er sorglegt að einmitt þetta skyldi vera frumorsök að dauða þessa öðlings. Um tíma vann dóttir mín náið með Ragnari og þrátt fyrir mikinn ald- ursmun urðu þau bestu vinir. Hún býr nú erlendis með eiginmanni sín- um en oft spurði Ragnar um hana og fylgdist náið með hennar högum. Með Ragnari er sannur öðlingur fallinn. Fjölskylda mín og ég sendum fjöl- skyldu hans Ragnars innilegar sam- úðarkveðjur. Elke Stahmer. Hugur minn er fullur trega og óyndis. Mannlífið hefur birst í sinni grimmustu mynd á aðventunni þegar sómakær samferðamaður er skyndi- lega horfinn úr hringiðu samfélags- ins. Skelfileg atlaga í fullkomnu til- gangsleysi breytir lífsmynd, hamingju og framtíð fjölda karla og kvenna á örskotsstundu. Stirðlega og með döprum huga skrifa ég örfá orð til minningar um Ragga Björns, kunningja og sam- starfsfélaga. Gegnumheill sómamað- ur og vel lærður í skóla lífsins. Hann var hreinskiptinn, glaðvær, ærlegur og vitmaður á sína vísu. Viðkynningin er löng, frá því fyrir margt löngu þegar við áttum við- skipti við barborð á veitingastöðum í Reykjavík við drynjandi rokktónlist. Raggi snöggur og lipur í að renna drykkjum í glös. Ósvikinn fagmaður í starfinu, vinsæll veitingamaður og vel látinn. Tíminn líður og leiðir okkar liggja saman á nýjan leik þar sem báðir eru starfsmenn hjá Bræðrunum Orms- son. Raggi tók mér vel og innilega er ég gekk þar í hús, enda tengingar fjölmargar við sameiginlega kunn- ingja. Báðir mótaðir af bítlatíman- um. Við vorum fimmtíu-árgerðin. Sprellfjörugir, hraustir og frískir. Raggi hafði fasta viðveru hjá mér við tölvuna daglega um þriggja miss- era skeið. Hann skaust inn rétt sem snöggvast á morgnana, settist og við tókum stöðuna á fyrirtækinu, veðr- inu, samferðafólkinu og svo tókum við upp eitthvert ábyrgðarlaust glens til að geta hlegið smástund. Hann vann í bjórdeild fyrirtækisins og samstarfsfólkið kallaði hann stundum Ragga Becks og kenndi hann við ölið ágæta frá Þýskalandi. Raggi var líkamlega vel á sig kom- in, þéttur og sterkur. Hann var vík- ingur duglegur til allra verka, atorkusamur og verklaginn. Þjón- ustulund hafði hann ágæta og skýrar skoðanir hafði hann á umfangi því sem hann annaðist hjá Ormsson. Mér er fast í huga allt það sem við ræddum á síðustu vikum þegar ég átti viðskipti við hann. Framtíðarsýn hans var skýr og margt skemmtilegt sem beið úrlausnar. Hann hafði jafn- vel íhugað að breyta til, fara kannski að sinna ýmsu öðru uppi í Mosó með Bjarna mági sínum, sem hann mat mikils. Áhugamálin mörg, hestar, vélsleðar, smíðavinna, ferðalög og umsýsla við hús og bíla. Nú hefur Raggi Björns verið hrifinn á burt úr tímans þunga straumi og enginn tími til að kveðja. Við siglum áfram inn í framtíðina harmi slegin, guggin og sár á hjarta. Hann verður eftir, sam- ferðafólkið heldur áfram, en Raggi er þó ekki horfinn úr vitund okkar. Með nístandi söknuð í döpru hjarta þakka ég aftur og aftur Ragga Björns í huganum fyrir góða samfylgd í lífinu og trausta viðkynn- ingu. Fjölskyldunum hans í Mosfells- sveit, föður hans og ættingjum og vinum öllum sendi ég samúðarkveðj- ur. Bjarni Dagur Jónsson. RAGNAR BJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Ragnar Björnsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Starfsmenn áhaldahúss Mosfellsbæjar, Inga S. Ólafsdóttir, Svanfríður A. Lár- usdóttir og Daði Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.