Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður hugsanlega fyrir upplifun sem kennir þér að meta lífið meira en nokkru sinni fyrr á næstu vikum. Þér tekst að uppgötva ný sannindi um tilveruna á ein- hvern máta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér er lagið að laða að þér peninga á næstu vikum. Þessir peningar koma til þín fyrir tilstilli annarra, kannski að makinn fái launahækkun eða bónus. Þú berð vel úr býtum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ástarsambönd, náin vinátta eða parsam- band nýtur blessunar á komandi vikum. Þú átt gott með að tjá öðrum tilfinningar þínar núna. Notaðu tækifærið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allt sem viðkemur vinnu þinni og starfs- frama gengur vel á næstunni. Samband þitt við samstarfsfólk og viðskiptavini verður jafnframt með besta móti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Komandi vikur eru frábær tími fyrir afþreyingu, skemmtanir og ástaræv- intýri. Þú finnur enga hvöt hjá þér til þess að þykjast vera einhver annar en þú ert. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur þörf fyrir meiri hvíld og af- slöppun en ella á heimilinu um þessar mundir. Tengslin við fjölskyldumeðlimi fara batnandi og þú nýtur þess að dytta að. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er óhætt að segja að þú eigir ánægjulega daga framundan. Ást- argyðjan Venus er í þann mund að skipta um merki, sem leiðir til þess að þú kannt betur að meta fegurðina í kringum þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjárhagurinn gæti vænkast á næstu vik- um ef rétt er á málum haldið. Leiðir til ávinnings munu gera vart við sig. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú ert í talsverðum eyðsluham núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Búðu þig undir aukna þörf fyrir fé- lagsskap á næstu vikum. Þú gerir mála- miðlanir til þess að fá þínu framgengt. Þig langar einfaldlega til þess að lyfta þér upp með félögunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsanlegt er að þú þurfir að annast einhvern þér nákominn á næstu vikum. Þú telur það ekki eftir þér, enda þekkir þú þá vellíðan sem fylgir því að leggja sig fram fyrir ástvinina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt sem þú tekur þér fyrir hendur nýtur velþóknunar á næstu vikum. Fólk er já- kvætt gagnvart þér og þú sýnir því vin- áttu á móti. Það er frábært. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þín bíða listræn viðfangsefni á næstunni, sama hvert lifibrauð þitt er. Dæmi um þau eru hönnun, umbrot, málun, vegg- fóðrun, endurbætur og þess háttar. Stjörnuspá Frances Drake Bogamaður Afmælisbarn dagsins: Þú hefur virkan huga og frábært ímynd- unarafl og uppskerð öfund samferðafólks fyrir hugmyndaflug þitt. Þér er lagið að sigrast á líkamlegum hindrunum. Skap- gerð þín er flókin og oft helga ein- staklingar sem fæddir eru á þessum degi líf sitt tilteknu verkefni. Vinir og fjöl- skylda eru þér mikilvæg. Næsta ár ætti að geta orðið frábært. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ákafa, 4 valin, 7 illmennin, 8 málms, 9 at- gervi, 11 vítt, 13 óska, 14 dögg, 15 kauptún, 17 sá, 20 kærleikur, 22 stirðleiki, 23 játa, 24 möguleika, 25 lasta. Lóðrétt | 1 þreifar á, 2 erfiðum, 3 yfirsjón, 4 lítið skip, 5 sjávardýr, 6 nirfils- háttur, 10 sælu, 12 dugur, 13 fiskur, 15 fisk, 16 úr- komu, 18 líkamshlutann, 19 fugl, 20 atlaga, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skaddaðir, 8 kopar, 9 geril, 10 kýr, 11 farga, 13 aurar, 15 svalt, 18 ósatt, 21 rok, 22 miðla, 23 ábata, 24 hamslausa. Lóðrétt | 2 Kýpur, 3 dýrka, 4 angra, 5 iðrar, 6 skóf, 7 hlýr, 12 gil, 14 uns, 15 sumt, 16 auðga, 17 trafs, 18 ókáta, 19 af- ans, 20 tían.  Skemmtanir Kaffi Sólon | Zúúber session-tónleikar með Magna og Sævari. Þeir fá til sín leynigest. Kolkrabbinn | Disco Volante og DJ Óli Stef spila reggae af betri gerðinni í kvöld. Tónlist Austurbær | Xið 977 og Goldfinger kynna X-Mas. Að venju er um styrktartónleika að ræða og rennur aðgangseyrir óskiptur til Alnæmissamtakanna. Meðal sveita sem koma fram: Botnleðja, Brain Police, Jan Mayen, Mugison. Forsala í Austurbæ frá kl. 12 á tónleikadegi. Aðgangseyrir 977 krónur. Café Kulture | Indigó og Haraldur Ingi spila kl. 21. Café Rósenberg | Tarot-spákona spáir í spil- in kl. 21. Mike Pollock með tónleika kl. 22.30. Café Victor | „Sessý og Sjonni“ leika kl. 22.30. Frítt inn. Nelly’s cafe | The Foghorns halda útgáfu- tónleika í kvöld kl. 21 í tilefni útgáfu plöt- unnar So Sober. Bart Cameron, söngvari og lagasmiður sveitarinnar, er blaðamaður og rithöfundur og starfar m.a. fyrir Reykjavik Grapevine og Iceland Review. Neskirkja | Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins leikur í kvöld kl. 20. Einleikari Raul Jim- enez, stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Beethoven: Coriolan-forleikurinn, Mozart: Píanókonsert í C-dúr KV467 (Elvira Madig- an), Schubert: Sinfónía nr. 5. Tónminjasetur Íslands | Gunnar Gunn- arsson, organisti, og Sigurður Flosason, saxófónleikari, halda tónleika í Stokkseyr- arkirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 20.30. Á tónleikunum spila þeir félagar lög af nýútkomnum geisladiski, „Drauma- landið“, sem geymir 13 íslensk ættjarðarlög í þeirra eigin útsetningum. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Mat- prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Ís- lendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – Hýsill. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á olíu- verkum úr safneigninni þar sem náttúra Ís- lands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stef- ánsson og Þórarin B. Þorláksson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf- ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið, Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð- ur og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Eilífð- in er líklega núna. SÍM-salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk Suzuki-bílar | Björn E. Westergren – Mynd- ir málaðar í akrýl og raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – -sKæti-. Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól- stafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ Bækur Amtsbókasafnið – Akureyri | Halldór Guð- mundsson les úr bók sinni Halldór Laxness: ævisaga og Njörður P. Njarðvík les úr bók sinni Eftirmál. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og hér- aðsskjalasöfn um land allt hafa sameinast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Pottasleikir kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasvein- arnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum er einnig í dagatalinu. Veitingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jólakræsingar. Einnig eru kynntir japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Mannfagnaður Reykjavíkurdeild SÍBS | Reykjavíkurdeild SÍBS verður með árlega aðventuhátíð sína kl. 17 í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer 16. desember er 33400 Hjálpræðisherinn á Akureyri | Innsöfnum verður fyrir þessi jól og úthlutun úr þeim sjóði til þeirra sem eru hjálpar þurfi. Tekið verður á móti umsóknum í síma 462 4406, 16. og 17. des. kl. 18–20. Föstudaginn 17. des. kl. 10–18 gefst öllum kostur á að velja sér fatnað endurgjaldslaust. Úthlutað verður 20. des. kl. 17–20. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jólaút- hlutun verður dagana 16., 20. og 21. des. kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Svarað er í síma 551 4349 sömu daga kl. 11–16 og tekið á móti varningi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi.is. Kynning Maður lifandi | Ókeypis ráðgjöf í hómópatíu kl. 13–15. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar viðskiptavini og svarar spurn- ingum. Málstofur Seðlabanki Íslands | Málstofa verður í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli, kl. 15. Málshefjandi er Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálasviðs Seðlabanka Ís- lands, og ber erindi hans heitið: Al- þjóðavæðing bankanna og áhrif á störf Seðlabankans. Fundir Kórkjallari Hallgrímskirkju | EA-samtökin halda sinn árlega fund um jólakvíða kl. 18. GSA á Íslandi | Fundur í kvöld kl. 20.30, Tjarnargötu 20. Ef þú hefur reynt allt, en átt samt við átröskun að stríða, þá ert þú velkominn á fund. www.gsa.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin gengur frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18. Áramótaferð Útivistar í Bása er 30. desember. Fararstjórar Berg- þóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.isFréttir á SMS ÁRLEGIR jólatónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur og félaga verða haldnir í Frí- kirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20, undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu.“ Að venju verða leiknar hljómfagrar serenöð- ur eða kvöldlokkur, að þessu sinni eftir Gounod, Mozart og Krommer. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þeir Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson, en með þeim leika í kvöld Peter Tompkins, Sigurður I. Snorrason, Þorkell Jóelsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson. Einar Jóhannesson, klarínettuleikari Blásarakvintettsins, segir Kvöldlokka upprunalega hafa verið ætlað að lokka fagrar konur út á svalir á kvöldin, en þær hafi verið leiknar ýmist á strengja- eða blásturshljóðfæri. „Þetta er skemmti- tónlist sem var oft leikin úti í görðum í Vínarborg eða í heldri manna höllum og sölum,“ segir Einar. „Þessi tónlist var líka mjög vinsæl á tímum Mozarts. Þá léku litlar sveitir atriði úr óperum Moz- arts og fleiri tónskálda úti í görðum í einfaldari útgáfum og þannig lærði al- menningur lögin og sum þeirra urðu nokkurs konar slagarar, dægurlög þess tíma.“ Tónleikar kvintettsins enda á andlegri nótum, en þá verður leikið eitt af síð- ustu verkum meistara Mozarts, Ave ver- um corpus. „Það verður svona til að senda fólk heim með frið í hjarta svona rétt fyrir jólin.“ Morgunblaðið/Sverrir Kvöldlokkur í Fríkirkjunni Tónleikarnir hefjast sem áður seg- ir kl. 20 og standa í rúma klukku- stund. Aðgangseyrir er kr. 1.000 en 500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.