Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.12.2004, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður hugsanlega fyrir upplifun sem kennir þér að meta lífið meira en nokkru sinni fyrr á næstu vikum. Þér tekst að uppgötva ný sannindi um tilveruna á ein- hvern máta. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér er lagið að laða að þér peninga á næstu vikum. Þessir peningar koma til þín fyrir tilstilli annarra, kannski að makinn fái launahækkun eða bónus. Þú berð vel úr býtum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ástarsambönd, náin vinátta eða parsam- band nýtur blessunar á komandi vikum. Þú átt gott með að tjá öðrum tilfinningar þínar núna. Notaðu tækifærið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allt sem viðkemur vinnu þinni og starfs- frama gengur vel á næstunni. Samband þitt við samstarfsfólk og viðskiptavini verður jafnframt með besta móti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Komandi vikur eru frábær tími fyrir afþreyingu, skemmtanir og ástaræv- intýri. Þú finnur enga hvöt hjá þér til þess að þykjast vera einhver annar en þú ert. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur þörf fyrir meiri hvíld og af- slöppun en ella á heimilinu um þessar mundir. Tengslin við fjölskyldumeðlimi fara batnandi og þú nýtur þess að dytta að. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er óhætt að segja að þú eigir ánægjulega daga framundan. Ást- argyðjan Venus er í þann mund að skipta um merki, sem leiðir til þess að þú kannt betur að meta fegurðina í kringum þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fjárhagurinn gæti vænkast á næstu vik- um ef rétt er á málum haldið. Leiðir til ávinnings munu gera vart við sig. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú ert í talsverðum eyðsluham núna. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Búðu þig undir aukna þörf fyrir fé- lagsskap á næstu vikum. Þú gerir mála- miðlanir til þess að fá þínu framgengt. Þig langar einfaldlega til þess að lyfta þér upp með félögunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsanlegt er að þú þurfir að annast einhvern þér nákominn á næstu vikum. Þú telur það ekki eftir þér, enda þekkir þú þá vellíðan sem fylgir því að leggja sig fram fyrir ástvinina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt sem þú tekur þér fyrir hendur nýtur velþóknunar á næstu vikum. Fólk er já- kvætt gagnvart þér og þú sýnir því vin- áttu á móti. Það er frábært. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þín bíða listræn viðfangsefni á næstunni, sama hvert lifibrauð þitt er. Dæmi um þau eru hönnun, umbrot, málun, vegg- fóðrun, endurbætur og þess háttar. Stjörnuspá Frances Drake Bogamaður Afmælisbarn dagsins: Þú hefur virkan huga og frábært ímynd- unarafl og uppskerð öfund samferðafólks fyrir hugmyndaflug þitt. Þér er lagið að sigrast á líkamlegum hindrunum. Skap- gerð þín er flókin og oft helga ein- staklingar sem fæddir eru á þessum degi líf sitt tilteknu verkefni. Vinir og fjöl- skylda eru þér mikilvæg. Næsta ár ætti að geta orðið frábært. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ákafa, 4 valin, 7 illmennin, 8 málms, 9 at- gervi, 11 vítt, 13 óska, 14 dögg, 15 kauptún, 17 sá, 20 kærleikur, 22 stirðleiki, 23 játa, 24 möguleika, 25 lasta. Lóðrétt | 1 þreifar á, 2 erfiðum, 3 yfirsjón, 4 lítið skip, 5 sjávardýr, 6 nirfils- háttur, 10 sælu, 12 dugur, 13 fiskur, 15 fisk, 16 úr- komu, 18 líkamshlutann, 19 fugl, 20 atlaga, 21 skaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skaddaðir, 8 kopar, 9 geril, 10 kýr, 11 farga, 13 aurar, 15 svalt, 18 ósatt, 21 rok, 22 miðla, 23 ábata, 24 hamslausa. Lóðrétt | 2 Kýpur, 3 dýrka, 4 angra, 5 iðrar, 6 skóf, 7 hlýr, 12 gil, 14 uns, 15 sumt, 16 auðga, 17 trafs, 18 ókáta, 19 af- ans, 20 tían.  Skemmtanir Kaffi Sólon | Zúúber session-tónleikar með Magna og Sævari. Þeir fá til sín leynigest. Kolkrabbinn | Disco Volante og DJ Óli Stef spila reggae af betri gerðinni í kvöld. Tónlist Austurbær | Xið 977 og Goldfinger kynna X-Mas. Að venju er um styrktartónleika að ræða og rennur aðgangseyrir óskiptur til Alnæmissamtakanna. Meðal sveita sem koma fram: Botnleðja, Brain Police, Jan Mayen, Mugison. Forsala í Austurbæ frá kl. 12 á tónleikadegi. Aðgangseyrir 977 krónur. Café Kulture | Indigó og Haraldur Ingi spila kl. 21. Café Rósenberg | Tarot-spákona spáir í spil- in kl. 21. Mike Pollock með tónleika kl. 22.30. Café Victor | „Sessý og Sjonni“ leika kl. 22.30. Frítt inn. Nelly’s cafe | The Foghorns halda útgáfu- tónleika í kvöld kl. 21 í tilefni útgáfu plöt- unnar So Sober. Bart Cameron, söngvari og lagasmiður sveitarinnar, er blaðamaður og rithöfundur og starfar m.a. fyrir Reykjavik Grapevine og Iceland Review. Neskirkja | Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins leikur í kvöld kl. 20. Einleikari Raul Jim- enez, stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Beethoven: Coriolan-forleikurinn, Mozart: Píanókonsert í C-dúr KV467 (Elvira Madig- an), Schubert: Sinfónía nr. 5. Tónminjasetur Íslands | Gunnar Gunn- arsson, organisti, og Sigurður Flosason, saxófónleikari, halda tónleika í Stokkseyr- arkirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 20.30. Á tónleikunum spila þeir félagar lög af nýútkomnum geisladiski, „Drauma- landið“, sem geymir 13 íslensk ættjarðarlög í þeirra eigin útsetningum. Myndlist Alliance Francaise | Marie-Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí 101 | Daníel Magnússon – Mat- prjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Banananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr. Gallerí Tukt | Fjölbreytt skúlptúrverk átta myndlistarnema. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Mynd- skreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Ís- lendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – Hýsill. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmunds- dóttur á neðri hæð safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning á olíu- verkum úr safneigninni þar sem náttúra Ís- lands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stef- ánsson og Þórarin B. Þorláksson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Graf- ísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Listmunahúsið, Síðumúla 34 | Verk Valtýs Péturssonar. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróð- ur og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir – Eilífð- in er líklega núna. SÍM-salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk Suzuki-bílar | Björn E. Westergren – Mynd- ir málaðar í akrýl og raf. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – -sKæti-. Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sól- stafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ Bækur Amtsbókasafnið – Akureyri | Halldór Guð- mundsson les úr bók sinni Halldór Laxness: ævisaga og Njörður P. Njarðvík les úr bók sinni Eftirmál. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og hér- aðsskjalasöfn um land allt hafa sameinast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Pottasleikir kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasvein- arnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum er einnig í dagatalinu. Veitingastofa safnsins býður fjölþjóðlegar jólakræsingar. Einnig eru kynntir japanskir og pólskir jóla- og nýárssiðir auk íslenskra. Mannfagnaður Reykjavíkurdeild SÍBS | Reykjavíkurdeild SÍBS verður með árlega aðventuhátíð sína kl. 17 í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer 16. desember er 33400 Hjálpræðisherinn á Akureyri | Innsöfnum verður fyrir þessi jól og úthlutun úr þeim sjóði til þeirra sem eru hjálpar þurfi. Tekið verður á móti umsóknum í síma 462 4406, 16. og 17. des. kl. 18–20. Föstudaginn 17. des. kl. 10–18 gefst öllum kostur á að velja sér fatnað endurgjaldslaust. Úthlutað verður 20. des. kl. 17–20. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jólaút- hlutun verður dagana 16., 20. og 21. des. kl. 14–17 á Sólvallagötu 48. Svarað er í síma 551 4349 sömu daga kl. 11–16 og tekið á móti varningi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi.is. Kynning Maður lifandi | Ókeypis ráðgjöf í hómópatíu kl. 13–15. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar viðskiptavini og svarar spurn- ingum. Málstofur Seðlabanki Íslands | Málstofa verður í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli, kl. 15. Málshefjandi er Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálasviðs Seðlabanka Ís- lands, og ber erindi hans heitið: Al- þjóðavæðing bankanna og áhrif á störf Seðlabankans. Fundir Kórkjallari Hallgrímskirkju | EA-samtökin halda sinn árlega fund um jólakvíða kl. 18. GSA á Íslandi | Fundur í kvöld kl. 20.30, Tjarnargötu 20. Ef þú hefur reynt allt, en átt samt við átröskun að stríða, þá ert þú velkominn á fund. www.gsa.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin gengur frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18. Áramótaferð Útivistar í Bása er 30. desember. Fararstjórar Berg- þóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.isFréttir á SMS ÁRLEGIR jólatónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur og félaga verða haldnir í Frí- kirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20, undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu.“ Að venju verða leiknar hljómfagrar serenöð- ur eða kvöldlokkur, að þessu sinni eftir Gounod, Mozart og Krommer. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þeir Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson, en með þeim leika í kvöld Peter Tompkins, Sigurður I. Snorrason, Þorkell Jóelsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson. Einar Jóhannesson, klarínettuleikari Blásarakvintettsins, segir Kvöldlokka upprunalega hafa verið ætlað að lokka fagrar konur út á svalir á kvöldin, en þær hafi verið leiknar ýmist á strengja- eða blásturshljóðfæri. „Þetta er skemmti- tónlist sem var oft leikin úti í görðum í Vínarborg eða í heldri manna höllum og sölum,“ segir Einar. „Þessi tónlist var líka mjög vinsæl á tímum Mozarts. Þá léku litlar sveitir atriði úr óperum Moz- arts og fleiri tónskálda úti í görðum í einfaldari útgáfum og þannig lærði al- menningur lögin og sum þeirra urðu nokkurs konar slagarar, dægurlög þess tíma.“ Tónleikar kvintettsins enda á andlegri nótum, en þá verður leikið eitt af síð- ustu verkum meistara Mozarts, Ave ver- um corpus. „Það verður svona til að senda fólk heim með frið í hjarta svona rétt fyrir jólin.“ Morgunblaðið/Sverrir Kvöldlokkur í Fríkirkjunni Tónleikarnir hefjast sem áður seg- ir kl. 20 og standa í rúma klukku- stund. Aðgangseyrir er kr. 1.000 en 500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.