Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 21.12.2004, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsanlegt er að þér verði falin aukin ábyrgð á næstu vikum. Ef þú ert bæði kallaður og útvalinn skaltu ekki skorast undan. Þú munt standa þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú finnur til æ meiri löngunar til þess að færa út kvíarnar með ferðalögum eða menntun. Næstu vikur eru upplagðar til þess að sækja námskeið eða setjast á skólabekk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Líklegt er að gildismat annarra hafi áhrif á þig á næstunni. Vandinn er sá að þú ert því ósammála. Lausnin felst í því að leita málamiðlana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Búðu þig undir áherslur sem tengjast maka og nánum félaga á næstu vikum. Sólin er beint á móti þínu merki núna og samskipti þín út á við þar af leiðandi í brennidepli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert fær um að takast á við hvaða verkefni sem er núna og hefur kraft til þess að skipuleggja þig betur í vinnunni en ella. Þú munt búa yfir þessum krafti í nokkrar vikur, sem eru góðar fréttir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við börn gætu orðið meiri en ella á næstunni. Allt sem tengist listum, afþreyingar- og skemmtanaiðnaðinum og atvinnumennsku í íþróttum höfðar líka til þín núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Heimili og fjölskylda eru þér mikilvæg- ari en ella núna. Endurfundir, fjöl- skylduheimsóknir og samskipti við ætt- ingja taka sinn tíma um þessar mundir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Spennið beltin! Annríkið verður mikið næstu sex vikurnar. Stuttar ferðir, er- indi, tjáskipti við systkini og skyldfólk og verslun og viðskipti eru í brennidepli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt til að byggja loftkastala um skjót- fengin auðævi. Stundum verður hann að veruleika, stundum ekki. Hvað sem því líður verður draumurinn um ríkidæmi með þér næstunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin fer inn í merki steingeitarinnar í dag og færir með sér kraft, þrek og betri heilsu. Nú er komið að þér að hlaða batt- eríin fyrir komandi ár. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að afla þér eins mikillar hvíldar og afslöppunar og þér er unnt á næstu vikum og sinntu vinnunni bak við tjöldin ef hægt er. Þú þarft að draga þig eilítið í hlé. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu þér far um að vera félagslyndur næstu vikurnar, fiskur, og skipuleggðu samveru með þínum nánustu. Ræddu vonir þínar og drauma við nákomna vini. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert viljasterk og ákveðin manneskja sem veit hvenær maður á að láta skoðanir sínar í ljós og hvenær á að láta kyrrt liggja. Styrkleiki þinn kemur bæði fram í orðum og orðalaust. Þú ert að jafnaði dul manneskja og elsk að bæði börnum og dýrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ung hryssa, 8 deilur, 9 kvendýrið, 10 málmur, 11 dútla, 13 hafna, 15 sorgar, 18 klauf- dýr, 21 tikk, 22 barði, 23 stéttar, 24 mannkostir. Lóðrétt | 2 dugnaðurinn, 3 áreita, 4 gyðja, 5 snáði, 6 skinn, 7 elska, 12 úrskurð, 14 bókstafur, 15 kjöt, 16 beiskt bragð, 17 stíf, 18 rengdi, 19 háski, 20 kven- mannsnafn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gubba, 4 fölsk, 7 tolla, 8 nebbi, 9 lús, 11 nýra, 13 satt, 14 fullt, 15 svöl, 17 ósum, 20 ætt, 22 ganar, 23 álfar, 24 mærin, 25 narra. Lóðrétt | 1 gætin, 2 bolur, 3 aðal, 4 fans, 5 labba, 6 Krist, 10 útlit, 12 afl, 13 stó, 15 sogum, 16 ösnur, 18 sófar, 19 merla, 20 æran, 21 tákn. Tónlist Borgarneskirkja | Systrakvartettinn í Borgarnesi verður með náttsöng í Borg- arneskirkju kl. 21. Kvartettinn skipa: Birna og Theodóra Þorsteinsdætur og Jónína Erna og Unn- ur Hafdís Arnardætur. Fluttir verða jóla- söngvar frá ýmsum löndum. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Ýmir | Lúðrasveitin Svanur heldur jóla- tónleika í Ými kl. 20. Leikin verða jólalög í bland við hefðbundna lúðrasveit- artónlist. Aðgangseyrir 1.000 krónur, 50% afsláttur fyrir námsmenn. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Rúnar Óskarsson. www.svanur.org. Bækur Kaffi Reykjavík | 25. og síðasta Skálda- spírukvöldið á þessu ári. Eftirfarandi skáld lesa upp úr nýjum bókum sínum: Benedikt S. Lafleur, Auður Jónsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Jón Birgir Pét- ursson, Huldar Breiðfjörð, Jóhanna Kristjónsdóttir og Gunnar Dal. Tónlist- arbandið Hraun leikur tónlist. Leiklist Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðal- hlutverkum eru Rut Reginalds og Rósa Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða í 562 9700. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí Banananas | Fyrsta einkasýning Úlfs Chaka. Gallerí Dvergur | Kanadíska listakonan Erica Eyres. Gallerí 101 | Daníel Magnússon. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gallerí Tukt. Samsýning níu myndlist- arnema úr FB. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn“. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamað- ur – mannlífsmyndir af götunni. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabók- um sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bók- um eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistarmaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Reykjanesbæjar | Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur yfir sýning á ol- íuverkum úr safneigninni þar sem nátt- úra Íslands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stefánsson og Þórarin B. Þorláks- son. Sýningin er opin alla daga kl. 13– 17.30 og stendur til jóla. Listasafn Rvk., Ásmundarsafn | Mað- urinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Rvk., Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Stendur til áramóta. Erró – Víðáttur. Stendur til 27. feb. nk. Listasafn Rvk., Kjarvalsstaðir | Text- íllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvals- safni. Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs Péturssonar í Listmunahúsinu, Síðumúla 34. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. SÍM salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Opið virka daga kl. 10–16. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk að Skólavörðustíg 20. Opið er á virkum dögum frá 12–18 og um helgar frá 11–18. Ath. einungis opið fram að jólum. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren sýnir myndir málaðar í akrýl og raf. Mannfagnaður Kaffi Nauthóll | Týsdaginn 21. desember veður haldin vetrarsólstöðuhátíð í Öskju- hlíð kl. 18. Safnast verður saman við Kaffi Nauthól kl. 18. Fagnað verður sigri birtunnar yfir myrkrinu. Fólk mæti gjarna með kyndla. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Gluggagægir kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasveinarnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jó- hannesar úr Kötlum er einnig í dagatal- inu. Veitingastofa safnsins býður fjöl- þjóðlegar jólakræsingar. Einnig eru kynntir japanskir og pólskir jóla- og ný- árssiðir auk íslenskra. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer þriðjudags- ins 21. desember er 101165. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jóla- úthlutun verður 21. des. kl 14–17 að Sól- vallagötu 48. Svarað er í síma 551 4349 sömu daga kl. 11–16 og tekið á móti varn- ingi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi.is. Börn www.menntagatt.is | Fram að áramótum verður opinn jólakortavefur á mennta- gatt.is. Allir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum geta sent inn myndir og verða þær sjálfkrafa að jólakortum. Innsendar myndir verða sýnilegar á vefn- um og er hægt að senda þær sem jóla- kort til vina og ættingja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos LOKATÓNLEIKAR Camerarctica í tónleikaröðinni Mozart við kertaljós verða í Dómkirkj- unni í Reykjavík í kvöld. Kertaljósatónleikar Camerarctica hafa verið fastur liður í að- ventuhátíðinni í yfir áratug og þykir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kertaljósin á síðustu dögum hennar og hlusta á ljúfa tónlist eftir W.A.Mozart. Camerarctica hefur nú fengið til liðs við sig Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópran- söngkonu sem syngur í nokkrum verkanna. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Camerarctica skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Ármann Helgason, klarinett, Hildigunnur Halldórs- dóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla og Sig- urður Halldórsson, selló. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn, miðaverð er kr. 1.500.– nemendur og eldri borgarar fá afslátt og ókeypis er fyrir börn. Morgunblaðið/Sverrir Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Ljósmynd/Gréta Guðjónsdóttir Brúðkaup | Gefin voru saman 24. júlí sl. í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þau Elín Hjálmsdóttir og Örn Arnar Jónsson. Pirrandi spil. Norður ♠985 ♥Á94 A/Allir ♦G32 ♣G1087 Suður ♠ÁKG63 ♥D85 ♦4 ♣ÁK63 Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur byrjar á tígulás og spilar svo kóngnum. Hvernig er best að spila? Það er óhætt að segja að blindur bregðist björtustu vonum, en samning- urinn er þó á lífi. Vandinn er sá að ekki er hægt að komast inn í borð nema einu sinni (á hjartaás), en í raun þarf þrjár innkomur – til að svína í svörtu litunum og spila hjarta að drottning- unni. Þetta er pirrandi, en það verður að gera það besta úr aðstæðum. Engin leið er að ná öllum „svíning- unum“, en hægt er að ná tveimur með vandvirkni. Best er að fórna svíning- unni í trompi – taka ÁK og sjá hvað gerist: Norður ♠985 ♥Á94 ♦G32 ♣G1087 Vestur Austur ♠D104 ♠72 ♥G73 ♥K1062 ♦ÁKD95 ♦10876 ♣52 ♣D94 Suður ♠ÁKG63 ♥D85 ♦4 ♣ÁK63 Spaðadrottningin lætur ekki sjá sig, en trompið er þó 3–2. Næst er laufás tekinn, síðan kemur hjarta á ásinn og svo er laufgosa spilað úr borði. Ef aust- ur dúkkar er innkoman notuð til að spila að hjartadrottningu. Þetta dugir í tíu slagi, því austur á bæði laufdrottn- ingu og hjartakóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is MYNDLISTARMAÐURINN Carl Boutard opnar sýninguna Inner Station – the heart of darkness í Klink og Bank í Græna Saln- um í kvöld kl. 20. Sýningin er einskonar athugunarstöð eða Wunderkammer, sem samanstendur af hlutum og skissum myndlistarmanns- ins sem hann hefur safnað saman og unn- ið útfrá. Einnig verður þeim gestum er það þiggja boðið í gufubað á opnunardaginn. Sýningin er opin alla virka daga til 30. desember frá klukkan 14–18. Gengið er inn á sýninguna Brautar- holtsmegin. Athugunarstöð í Klink og Bank flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið 75 ÁRA afmæli. Ídag, 21. des- ember, er 75 ára Ör- lygur Háldanarson, bókaútgefandi, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra Þor- geirsdóttir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.