Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hugsanlegt er að þér verði falin aukin ábyrgð á næstu vikum. Ef þú ert bæði kallaður og útvalinn skaltu ekki skorast undan. Þú munt standa þig. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú finnur til æ meiri löngunar til þess að færa út kvíarnar með ferðalögum eða menntun. Næstu vikur eru upplagðar til þess að sækja námskeið eða setjast á skólabekk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Líklegt er að gildismat annarra hafi áhrif á þig á næstunni. Vandinn er sá að þú ert því ósammála. Lausnin felst í því að leita málamiðlana. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Búðu þig undir áherslur sem tengjast maka og nánum félaga á næstu vikum. Sólin er beint á móti þínu merki núna og samskipti þín út á við þar af leiðandi í brennidepli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert fær um að takast á við hvaða verkefni sem er núna og hefur kraft til þess að skipuleggja þig betur í vinnunni en ella. Þú munt búa yfir þessum krafti í nokkrar vikur, sem eru góðar fréttir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samskipti við börn gætu orðið meiri en ella á næstunni. Allt sem tengist listum, afþreyingar- og skemmtanaiðnaðinum og atvinnumennsku í íþróttum höfðar líka til þín núna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Heimili og fjölskylda eru þér mikilvæg- ari en ella núna. Endurfundir, fjöl- skylduheimsóknir og samskipti við ætt- ingja taka sinn tíma um þessar mundir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Spennið beltin! Annríkið verður mikið næstu sex vikurnar. Stuttar ferðir, er- indi, tjáskipti við systkini og skyldfólk og verslun og viðskipti eru í brennidepli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt til að byggja loftkastala um skjót- fengin auðævi. Stundum verður hann að veruleika, stundum ekki. Hvað sem því líður verður draumurinn um ríkidæmi með þér næstunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sólin fer inn í merki steingeitarinnar í dag og færir með sér kraft, þrek og betri heilsu. Nú er komið að þér að hlaða batt- eríin fyrir komandi ár. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að afla þér eins mikillar hvíldar og afslöppunar og þér er unnt á næstu vikum og sinntu vinnunni bak við tjöldin ef hægt er. Þú þarft að draga þig eilítið í hlé. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu þér far um að vera félagslyndur næstu vikurnar, fiskur, og skipuleggðu samveru með þínum nánustu. Ræddu vonir þínar og drauma við nákomna vini. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert viljasterk og ákveðin manneskja sem veit hvenær maður á að láta skoðanir sínar í ljós og hvenær á að láta kyrrt liggja. Styrkleiki þinn kemur bæði fram í orðum og orðalaust. Þú ert að jafnaði dul manneskja og elsk að bæði börnum og dýrum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ung hryssa, 8 deilur, 9 kvendýrið, 10 málmur, 11 dútla, 13 hafna, 15 sorgar, 18 klauf- dýr, 21 tikk, 22 barði, 23 stéttar, 24 mannkostir. Lóðrétt | 2 dugnaðurinn, 3 áreita, 4 gyðja, 5 snáði, 6 skinn, 7 elska, 12 úrskurð, 14 bókstafur, 15 kjöt, 16 beiskt bragð, 17 stíf, 18 rengdi, 19 háski, 20 kven- mannsnafn. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gubba, 4 fölsk, 7 tolla, 8 nebbi, 9 lús, 11 nýra, 13 satt, 14 fullt, 15 svöl, 17 ósum, 20 ætt, 22 ganar, 23 álfar, 24 mærin, 25 narra. Lóðrétt | 1 gætin, 2 bolur, 3 aðal, 4 fans, 5 labba, 6 Krist, 10 útlit, 12 afl, 13 stó, 15 sogum, 16 ösnur, 18 sófar, 19 merla, 20 æran, 21 tákn. Tónlist Borgarneskirkja | Systrakvartettinn í Borgarnesi verður með náttsöng í Borg- arneskirkju kl. 21. Kvartettinn skipa: Birna og Theodóra Þorsteinsdætur og Jónína Erna og Unn- ur Hafdís Arnardætur. Fluttir verða jóla- söngvar frá ýmsum löndum. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Ýmir | Lúðrasveitin Svanur heldur jóla- tónleika í Ými kl. 20. Leikin verða jólalög í bland við hefðbundna lúðrasveit- artónlist. Aðgangseyrir 1.000 krónur, 50% afsláttur fyrir námsmenn. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Rúnar Óskarsson. www.svanur.org. Bækur Kaffi Reykjavík | 25. og síðasta Skálda- spírukvöldið á þessu ári. Eftirfarandi skáld lesa upp úr nýjum bókum sínum: Benedikt S. Lafleur, Auður Jónsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Jón Birgir Pét- ursson, Huldar Breiðfjörð, Jóhanna Kristjónsdóttir og Gunnar Dal. Tónlist- arbandið Hraun leikur tónlist. Leiklist Iðnó | Jólasöngleikurinn Jólin syngja er sýndur í Iðnó fram að jólum. Í aðal- hlutverkum eru Rut Reginalds og Rósa Guðmundsdóttir. Hægt er að panta miða í 562 9700. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí Banananas | Fyrsta einkasýning Úlfs Chaka. Gallerí Dvergur | Kanadíska listakonan Erica Eyres. Gallerí 101 | Daníel Magnússon. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gallerí Tukt. Samsýning níu myndlist- arnema úr FB. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn“. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamað- ur – mannlífsmyndir af götunni. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabók- um sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bók- um eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistarmaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Reykjanesbæjar | Í Listasafni Reykjanesbæjar stendur yfir sýning á ol- íuverkum úr safneigninni þar sem nátt- úra Íslands er viðfangsefnið. Má þar m.a. sjá verk eftir gömlu meistarana Kjarval, Jón Stefánsson og Þórarin B. Þorláks- son. Sýningin er opin alla daga kl. 13– 17.30 og stendur til jóla. Listasafn Rvk., Ásmundarsafn | Mað- urinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Rvk., Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Stendur til áramóta. Erró – Víðáttur. Stendur til 27. feb. nk. Listasafn Rvk., Kjarvalsstaðir | Text- íllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvals- safni. Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs Péturssonar í Listmunahúsinu, Síðumúla 34. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. SÍM salurinn | Sigurborg Jóhannsdóttir sýnir myndir unnar í ull. Opið virka daga kl. 10–16. Skólavörðustígur 20 | Gunnella sýnir ný málverk að Skólavörðustíg 20. Opið er á virkum dögum frá 12–18 og um helgar frá 11–18. Ath. einungis opið fram að jólum. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren sýnir myndir málaðar í akrýl og raf. Mannfagnaður Kaffi Nauthóll | Týsdaginn 21. desember veður haldin vetrarsólstöðuhátíð í Öskju- hlíð kl. 18. Safnast verður saman við Kaffi Nauthól kl. 18. Fagnað verður sigri birtunnar yfir myrkrinu. Fólk mæti gjarna með kyndla. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Þjóðminjasafn Íslands | Gluggagægir kemur í heimsókn kl. 13. Þá eru íslensku jólasveinarnir komnir á jólasveinadagatal sem fæst í safninu. Jólasveinakvæði Jó- hannesar úr Kötlum er einnig í dagatal- inu. Veitingastofa safnsins býður fjöl- þjóðlegar jólakræsingar. Einnig eru kynntir japanskir og pólskir jóla- og ný- árssiðir auk íslenskra. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer þriðjudags- ins 21. desember er 101165. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Jóla- úthlutun verður 21. des. kl 14–17 að Sól- vallagötu 48. Svarað er í síma 551 4349 sömu daga kl. 11–16 og tekið á móti varn- ingi og gjöfum. Netfang: mnefnd@mi.is. Börn www.menntagatt.is | Fram að áramótum verður opinn jólakortavefur á mennta- gatt.is. Allir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum geta sent inn myndir og verða þær sjálfkrafa að jólakortum. Innsendar myndir verða sýnilegar á vefn- um og er hægt að senda þær sem jóla- kort til vina og ættingja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos LOKATÓNLEIKAR Camerarctica í tónleikaröðinni Mozart við kertaljós verða í Dómkirkj- unni í Reykjavík í kvöld. Kertaljósatónleikar Camerarctica hafa verið fastur liður í að- ventuhátíðinni í yfir áratug og þykir mörgum ómissandi að fá að setjast inn í kyrrðina og kertaljósin á síðustu dögum hennar og hlusta á ljúfa tónlist eftir W.A.Mozart. Camerarctica hefur nú fengið til liðs við sig Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópran- söngkonu sem syngur í nokkrum verkanna. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Camerarctica skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Ármann Helgason, klarinett, Hildigunnur Halldórs- dóttir, fiðla, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla og Sig- urður Halldórsson, selló. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn, miðaverð er kr. 1.500.– nemendur og eldri borgarar fá afslátt og ókeypis er fyrir börn. Morgunblaðið/Sverrir Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Ljósmynd/Gréta Guðjónsdóttir Brúðkaup | Gefin voru saman 24. júlí sl. í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þau Elín Hjálmsdóttir og Örn Arnar Jónsson. Pirrandi spil. Norður ♠985 ♥Á94 A/Allir ♦G32 ♣G1087 Suður ♠ÁKG63 ♥D85 ♦4 ♣ÁK63 Vestur Norður Austur Suður – – Pass 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur byrjar á tígulás og spilar svo kóngnum. Hvernig er best að spila? Það er óhætt að segja að blindur bregðist björtustu vonum, en samning- urinn er þó á lífi. Vandinn er sá að ekki er hægt að komast inn í borð nema einu sinni (á hjartaás), en í raun þarf þrjár innkomur – til að svína í svörtu litunum og spila hjarta að drottning- unni. Þetta er pirrandi, en það verður að gera það besta úr aðstæðum. Engin leið er að ná öllum „svíning- unum“, en hægt er að ná tveimur með vandvirkni. Best er að fórna svíning- unni í trompi – taka ÁK og sjá hvað gerist: Norður ♠985 ♥Á94 ♦G32 ♣G1087 Vestur Austur ♠D104 ♠72 ♥G73 ♥K1062 ♦ÁKD95 ♦10876 ♣52 ♣D94 Suður ♠ÁKG63 ♥D85 ♦4 ♣ÁK63 Spaðadrottningin lætur ekki sjá sig, en trompið er þó 3–2. Næst er laufás tekinn, síðan kemur hjarta á ásinn og svo er laufgosa spilað úr borði. Ef aust- ur dúkkar er innkoman notuð til að spila að hjartadrottningu. Þetta dugir í tíu slagi, því austur á bæði laufdrottn- ingu og hjartakóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is MYNDLISTARMAÐURINN Carl Boutard opnar sýninguna Inner Station – the heart of darkness í Klink og Bank í Græna Saln- um í kvöld kl. 20. Sýningin er einskonar athugunarstöð eða Wunderkammer, sem samanstendur af hlutum og skissum myndlistarmanns- ins sem hann hefur safnað saman og unn- ið útfrá. Einnig verður þeim gestum er það þiggja boðið í gufubað á opnunardaginn. Sýningin er opin alla virka daga til 30. desember frá klukkan 14–18. Gengið er inn á sýninguna Brautar- holtsmegin. Athugunarstöð í Klink og Bank flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið 75 ÁRA afmæli. Ídag, 21. des- ember, er 75 ára Ör- lygur Háldanarson, bókaútgefandi, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra Þor- geirsdóttir. Árnaðheilla dagbók@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.