Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 10

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 10
 Þetta hefur veriö áriö hennar Bjarkar. Hún er tvímælalaust, alveg afdráttarlaust, kona ársins. Platan hennar Debut hefur selst í risaupplagi, enda hreint stórkostlega skemmtilegt verk hjá stúlk- unni. Og hún hefur verið alls staðar: Við höfum iðulega séð henni bregða fyrir á MTV-sjónvarpsstöðinni í bráðsnjöllum smámyndum sem gerðar voru við lög á plötunni. Varla hefur heldur mátt opna erlent blað án þess að sjá Björk; hún var á forsíðu franska stór- blaðsins Libération, um hana var stór grein í þýska tímaritinu Der Spiegel sem annars er ekki þekkt fyrir að fjalla mikið um popp. Fleiri útbreidd blöð hafa fjallað rækilega um hana; það nægir að nefna breska tímaritið Face, bandaríska tímaritið Details og ítölsku útgáf- una af Vogue, en þar birtist fjöldi Ijósmynda af Björk eftir þann fræga Ijósmyndara Ellen von Unwerth. Þarf að segja meira. Björk er heimsfrægasti íslendingurinn og framtíðin blasir við henni; hún hlýtur að teljast líkleg til frekari afreka. I 'v L.\\ Wjm j andþók urglogga Fyrir nokkrum árum skrifaði þekktur rithöf- undur grein í blað og hélt því fram að íslendingar hefðu fjarskalega vondan smekk á veðri. Þjóðin væri orðin lítilþæg í góðviðrisefnum, eins og hann orðaði það. Hún hefði í raun enga tilfinn- ingu fyrir veðri lengur. Svo staðhæfði hann að sumur bernsku sinnar hefðu verið miklu betri en þau sumur sem síðar komu - er okkur ekki öll- um svo farið að okkur þyki sumur bernskunnar miklu fallegri en þau sem síðar komu og fóru, enda þótt tölfræðin segi kannski eitthvað allt annað? Svona er hægt að bollaleggja fram og aftur um veðrið, um tilfinningu okkar fyrir því og tilfinn- ingasemina í kringum það; það hefur enda verið eitt uppáhalds umhugsunarefni íslendinga frá því í árdaga. Það er til dæmis varla hægt að þvertaka fyrir að forfeður okkar og formæður, fyrir tíma hitaveitu, hafi haft tilfinningu fyrir veðrinu; að minnsta kosti fékk það góða fólk að reyna minnstu veðrabrigði á eigin skinni. íslendingum var kalt í þúsund ár. Kuldinn var alltaf mesta bölið á þessu landi sem þó er kannski ekki svo ýkja kalt - að minnsta kosti er meðalhitastig á íslenskum vetri hærra en víða í Evrópu. Eða var kannski ástæðan sú að íslendingar kunnu ekki að klæða af sér veðrið eða byggja sér hús í samræmi við veðráttu? Eða þótti þeim kannski fínt að vera kalt? Halldór Laxness segir einhvers staðar frá gömlu landpóstunum sem stærðu sig af því að hafa aldrei átt skjólflík í lífi sínu, töldu það líklega til marks um karlmennsku að grafa sig í fönn; í Ijóðum Bjarna Thorarensen má lesa þá fílósófíu að harðleikin veðrátta norðurhjarans efli karl- mennsku og þor, en hlýindi suðrænna landa geri menn meyra og lítilsiglda. Það eru semsagt ótal álitamál þegar veðrið er annars vegar og því ætti það að vera fagnaðarefni að út er komin eins konar biblía hins veðurglögga íslendings. Þetta er mikið rit eftir Trausta Jónsson veðurfræðing og þar rekur hann nokkuð ítarlega veðurfar síðustu hundrað árin; meðaltöl, mannskaðaveður og helstu met, úrkomu, sólarfar, hitastig og vind. Þarna er semsé að finna ótal svör og á háu plani, rétt eins og veðurfréttir og umræður um veður á íslandi á eru margfalt hærra plani en sú lágkúra sem ræður ferðinni í veðurefnum meðal erlendra þjóða. 10 EINTAK DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.