Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 92

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 92
aldra minn, Jökul Jakobsson. Og þar sá ég þetta yfirþyrmandi leikrit eftir Salacrou, sem byrjar á því að allar persónurnar eru drepnar. Ekki man ég lengur hvað það heitir. Sennilega Sens interdit, það byrjar á dauða per- sónanna og endar á fæðingu þeirra. Svona eins og viðtölin sem við erum að lesa á biðstofum. Og París? (Eins og ég viti það ekki, við sem vor- um þar saman í sumar.) -París er hins vegar kvikmyndaborgin mín. Auðvitað sá maður leikhús þar. Frumuppsetningar á Kennslustundinni eftir lonesco (sem raunar gekk enn í Théatre Huchette núna í sumar) og Godot eftir Beckett. En París er í mínum huga fyrst og fremst kvikmyndasafnið, Musée du Cinema, í Rue d'Ulm. Þrjár sýningar daglega gat maður alveg séð. Jafnvel vikunum sam- an. Þar fékk ég kvikmyndaveikina sem mér aldrei batnar víst alveg. í París var ég líka á gullskemmtilegu námskeiði. Hjá sjónvarpinu. Auk þess er París náttúrlega alltaf „veislan í farangrinum" hjá manni sem þar hefur dvalið. Hvert sem hann upp frá því lendir. Aldrei kem ég til með að eignast bernskuminn- ingar um ísland, en við Þorgeir eigum sam- eiginlegar kvikmyndaminningar. Kvikmyndir orka svo sterkt á mann að ég þori varla að eignast sjónvarpstæki, af hræðslu við að slæva þá reynslu. Margoft fór ég samt til Þoreirs að sjá íslenskar kvikmyndir á pínulitlum skjá hjá þeim Vilborgu. Mér er því kunnugt um skoðanir hans á þeim. En lesendanna vegna spyr ég: Hvernig líst þér á íslenska kvikmyndagerð í dag? -Hún er fársjúk. Hver er þín sjúkdómsgreining? -Auglýsingakvikmyndir standa hér í blóma. Raunar eru íslenskar auglýsingakvikmyndir, fag- lega séð, með því besta sem til er í veröldinni. I framhaldi af stofnun sjónvarpsins bjó þessi sér- kennilega grein kvikmyndanna við auðsæld um tíma. Þess nýtur hún enn. Önnur kvikmyndagerð er hér í kreppu sem örðugt verður að losna úr. Aug- lýsingakvikmyndagerðin naut sín hér á frjálsum markaði löngu áður en Kvikmyndasjóður varð til og hratt 68-kynslóðinni út í gerð leikinna mynda. Það fólk kallar sjálft sig íslenska kvikmyndavorið. Eftir á að hyggja er eins og það hafi verið ffemur napurt vor og heilbrigður gróður átt erfítt uppdráttar. Húmanísku þættirnir hafa gleymst að mestu. Eins og stundum vill henda þegar verið er að skipu- leggja listgreinar ofan úr ráðuneytunum. Þá fer allur tími listafólksins í hagsmunapot og klíku- fundi, en fagleg hugsun verður út undan. Kvik- myndagerð ætti að hefjast með kraftmildu faglegu starfi einstaklinga sem hafa sýn á heiminn og finna alls staðar viðfangsefni í ljósi þeirrar sýnar. Hér er þotulið kvikmyndatískunnar í sífelldri ang- istarleit að viðfangsefhum. Þetta virðist ekki geta komið innan úr höfundunum. Fátt sýnist leita á þetta fólk nema framadraumarnir. Tómleikinn smitar út frá sér og fagið geldur þess. Handrits- gerðin verður hornreka, því tómið þarf ekki á neinu formi að halda. Samtölin verða flatneskja, því ann- ars gætu þau farið að segja eitthvað sem úthlutun- arnefndirnar kynnu ekki að meta. Það er eins og kvikmyndagerð söguþjóðarinnar hafi enga sögu að segja, og - það sem verra er - engan trúverðugleika fram að færa. Trúverðugar umhverfislýsingar víkja fýrir sjónarmiðum auglýsingarinnar. Þetta er orðin svo ágeng stílkrafa að framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs tiikynnti nýlega í sjónvarpi að nú stæði til að kalla á Utflutningsráð og Ferðamálaráð til að- stoðar við Kvikmyndasjóð varðandi útnefhingu styrkþega sjóðsins. Nákvæmlega þetta kerfi var líka sett til höfuðs húmanískri kvikmyndagerð í gömlu austantjaldslöndunum. Glansmynd af landinu og þjóðinni varð að sitja í fyrirrúmi. Þar urðu þó öðru hvoru uppreisnir í nafni húmanískra hefða kvikmyndasögunnar. Hér er engin hætta á slíku. Mér er sagt að þrjú hundruð fslendingar séu að læra kvikmyndastjórn. En enginn vill læra kvik- myndasögu. Eins og það séu nú ekki verkefni fýrir þá grein í landi þar sem kvikmyndasagan hefst á úrkynjunarskeiði sínu. Gaman hefði verið að sjá snarpan kvikmyndasagnfræðing í forstjórastarfi Kvikmyndasafnsins í stað þess að kalla utanríkis- ráðherrafrúna út af heimili sínu til að gegna því starfí. Sam hún vitaskuld rækir af óbrigðulli tilfrnn- ingu fýrir hagsmunum ríkisins. Viðtöl með kafftdrykkju og sykurmolatalningu, þar sem spyrillinn þykist vera staddur á huggulegu heimili viðmælandans þótt hann sitji í rauninni framan við tölvuskjáinn, þykja mér alltaf hlægileg. Við erum hvergi. Eða öllu heldur á hvaða andartaki sem er, eftir að við Þorgeir kynntumst. Ég man eftir að hana heyrt hann segja: „Þegar ég var á leið niður yfir Fagradal með henni mömmu og hálfsystrum mínum tveimur, var slagviðri og líf okkar ömurlegt þá stundina. En þetta var nú samt Fagridalur.“ Eins þetta: „Þegar ég var yngri lifði ég bara einn dag í einu, vegna þess að ég hafði það á tilfinning- unni að mér væri ekki ætlað að lifa til þrítugs. Löngu seinna komst ég að því að faðir minn, afi og langaafi í karllegginn höfðu allir dáið ungir, innan við þrítugt. Og bróðir minn dó 28 ára í bílslysi. Þannig er ég fyrsti karlmaðurinn í fjóra ættliði sem nær þrítugu. Ef faðir manns deyr ungur getur far- ið svo að sonurinn eigi um hann engar minningar nema um barsmíðar hans og flengingar." Ég hef það á tilfinningunni að þarna sé hann kannski að leita eftir skýringunni á sífelldri upp- reisn sinni gegn hvers konar valdi. En við skulum ekki spyrja hann nánar út í það. Það sem mestu máli skiptir er það að einhver rísi gegn valdinu. Annað getur legið á milli hluta. Leshús er eins og strandaður lestarvagn úti í garðinum á bak við Bókhlöðustíginn. Þar skrifar Þorgeir. > Y'firvaldið er þekktasta bókin þín, en Kvunn- dagsfólk sennilega sú persónulegasta. Hver var kveikjan að henni? -Yfirvaldið er trúlega kveikjan að Kvunndags- fólki. Verk höfunda kvikna hvert af öðru. Ég er fýrst og fremst sögumaður og vinnustaður minn er á mörkum veruleika og hugarburðar. Yfirvaldið var stimpluð „einföld heimildasaga“ af gæðamat- inu í sautján ár. Þangað til Dagný Kristjánsdótt- ir tók hana til handargagns og „las fléttuna“ í henni betur. Og fór þá að greina þætti sem voru ættaðir innan úr sál höfundarins. Mér fannst vænt um þá fundvísi hennar, enda þótt ég vissi það allt- af sjálfur að vinsældir þessa verks hlutu að byggjast á fleiru en bara upprifjun gamallar sögu. Ég var lengi, hálfan áratug eða meir, að vinna við þessa bók og beitti ströngustu aðferðum við undirbún- inginn, lét efnið koma úr veruleikanum, en hug- ann sjá um útfærsluna. Kvuntidagsfólk gerist auð- vitað líka á þessum landamærum hugar og veru- leika, nema hvað efnið kemur að innan, úr minn- inu, þar eru fimm persónur sem einhverra hluta vegna standa eftir þegar veður tímans hafa sorfið marga aðra burt úr huganum. Vitaskuld eru þar fleiri persónur en þessar fimm sem greint er frá í bókinni. Þær eru bara sjálfsval eins og í lottóinu. Hinar bíða síns tíma. Eftir Kvunndagsfólk kom svo enn flóknari tilraun með samhengi skýrslu og hugarburðar. Einleikur á glansmynd náði ekki til lesenda hér, en hún er sú bóka minna sem hefur fengið lofsam- legust ummæli erlendis, og þótt Yfir- valdið færi víðast í heilu lagi, þá hafa nú einstakir kaflar úr Kvunndagsfólki birst enn víðar. Af hverju hélstu ekki áfram á sömu braut? -Tarna var einkennileg spurning. Ég tel mig einmitt hafa haldið áfram á þessari sömu huldu- mannsbraut - en með töfum að vísu. Eftir mis- heppnun Einleiks á glansmynd hér á markaðnum tók ég sjálfan mig í dálitla endurhæfingu og komst að þeirri niðurstöðu að stíllinn væri orðinn full knappur hjá mér. Þetta var orðið eins og fjandsam- legt hríðskotabyssugelt. Ég þurfti að læra að skrifa lengri setningar í bland. Mýkja stílinn hjá mér. Heinesenþýðingarnar voru upphaflega hugsaðar sem fmgraæfmgar í þeim tilgangi. Karlinn var svo slunginn að skrifa langar setningar. Þessar fingra- æfingar tóku mig áratug, og út af fýrir sig get ég ekki verið að sjá eftir þeint tíma sem í þetta fór. Nema síður sé. Enda hef ég verið að vinna mín eig- in verk meðfram þýðingunum, þótt mig hafi skort einbeitingu og tíma til að ljúka þeim. Á miðju þessu æfingatímabili lenti ég líka í útistöðum við ríkisvaldið um rétt minn til að skrifa um veruleik- ann. Þær útistöður tóku líka sinn tíma, en færðu mér dýrmæta reynslu. Það er með lögfræði mína líkt og heimspekina. Hún er lögfræði naívistans. Hefði fráleitt dugað mér ein og sér til að draga rík- islögmann, ráðuneytisstjóra og lagaprófessor suð- ur til Strasborgar að deila við mig um tjáningar- frelsi nema til hefði komið alveg sérstök heppni. Tómas Gunnarsson hæstaréttarlögmaður skildi þennan lögfræðilega naívista í mér, enda bæði há- menntaður og gegnumheiðarlegur fræðimaður. Við urðum „tímið“ sem lögðum fasistaákvæði 108. greinarinnar að velli. Og komum til leiðar þó nokkrum endurbótum á réttarkerfinu. En hann stóð alla tíð á bak við mig og leiðrétti barnalegar hugmyndir mínar um réttvísina, án þess að drepa niður kraft naívistans í mér. Þolinmæði hans og hæverska í bland við ákafa minn leiddu okkur til sigurs, því ég held að það hafi skipt máli að mér var lofað að tala sjálfum líka. Það eins og hreinsaði and- rúmsloftið. En það var Tómas sem einlægt sá um að ég yrði okkur ekki til minnkunar. Nú er þetta allt saman farsællega að baki og ég orðinn sextugur. Á þeim tímamótum rennur það upp fýrir af- mælisbarninu að nú er skammur vegur framund- an og það er ekki lengur hægt að grauta í öllu sem hugurinn girnist. Maður vinnur orðið hægar, ekki bara vegna ellinnar heldur líka vegna þess að mað- ur kann fleiri úrræði verksins og þarf að prófa þau líka. Þetta kallar á uppgjör. „Þegar ég var yngri lifði ég bara einn dag í einu, vegna þess að ég hafði það á tNfinningunni að mér væri ekki ætlað að lifa til þrítugs." 92 EINTAK DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.