Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 124

Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 124
■ IOL ABÆKUR a/utvujJo Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma Valgeir Guðjónsson TVÆR GRÍMUR Mál og menning Valgeir heldur sig á mestanpart á slóðum sem hann nauða- þekkir; í grennd við poppið, allt frá því það var ungt og ferskt og fram í hinn nostalgíska nútíma þegar allir hljómsveitatöff- ararnir eru löngu farnir í meðferð og flestir áhangendurnir líka. Bókin hefur hefur að geyma kátlega spretti, lýsingar á launhelgum og lókalhúmor poppara sem hafa pissað utan í hverja þúfu við þjóðveg eitt og ágæt sögubrot af því hvernig Reykjavíkurpiltar uppveðruðust af bítlæðinu. Þarna nýtur sín vel næmt auga stuðmannsins fyrir skringilegheitum og smá- gervri fyndni. En þegar goðsagnaveröld poppsins sleppir steðja vandræðin að; persónurnar verða leiðinlegar og hversdagslega nauðaómerkilegar, sagan gjöktir áfram. Að öðru leyti er þetta mátulega áreynslulítil lesning. Guðbergur Bergsson SÚ KVALDA ÁST SEM HUGARFYLGSNIN GEYMA Forlagið Úr mannlífsdjúpinu kemur Guöbergur með kynduga persónu; skrifstofumann og saurlífissegg sem iðkar ýmis afbrigði kynlífsins með konu sinni, vinkonum hennar og lagsmanni sínum, en er þó á einhvern hátt einkennilega klínískur gagn- vart öllum þessum ástarflækjum. En saklaus lesandi sem fylgist með þessu linnulausa lostabrambolti fyllist óþoli; það er líkt og hann sitji við sjónvarp og hitti aldrei almennilega á stöðina sem hann ætlar að horfa á. Máski er Guðbergur búinn að skrifa svo mikið að hann er orðinn leiður á að láta skilja sig, og reyni því að tala í kringum hlutina og vera eins ógegnsær og hann kemst upp með. Það er vísast ekkert nýtt á ferli Guðbergs; íslendingar hafa lengi átt í stökustu erfið- leikum með að fylgja honum eftir. Nú tekur verra við: Lesandi er ekki viss um að hann telji það ómaksins vert eða nenni yfirleitt að komast að því hvað hann er að fara. Steinunn Sigurðardóttir ÁSTIN FISKANNA Iðunn Menntakona sem lifir sléttu og felldu lífi en er komin lang- leiðina með að pipra er elt á röndum af karlmanni. Hann er að mörgu leyti álitlegur, skemmtilegur, gáfaður, fríður sýn- um, en þó í aðra röndina óreglupési sem ríður húsum á nóttinni og lyktar af víni. Konan lætur náungann elta sig, snýr sig fimlega út úr atlotum hans, en lætur þó undan að lokum - með semingi sem er varla nema til málamynda. Úr verður ást sem er svo skrítin að hún brennur ekki eða veldur teljandi hugarkvölum að því séð verður, heldur er hún köid og glær; lík ást fiskanna, segir í bókinni. Þessi ást virðist raunar henta ágætlega settlegum kynórum konunnar; annað veifið brýst maðurinn með viðeigandi tilþrifum inn í helgidóm hennar og hún lætur forfærast. Þess vegna er hann sá eini rétti og hinn valkosturinn piparjónkustand sem annars vofir yfir, með eða án karlmanns. Lítil og að ýmsu leyti haganlega samin ástarsaga, slétt á yfirborðinu og þó ekki án undiröldu - en frekar er þetta samt bragðdauft. Sigurður Guðmundsson TABÚLARASA Mál og Menning Umfram allt er þetta bók um orð, ærslafullur leikur að orðum tari'iiarasa °9 líka alvörugefin íhugun um orð. Alls konar orð. Því orðin eru betri en þögnin sem er löng og sljó. Einskis verð orð sum hver - vanabull - sem þó eru undirstaða orðanna sem eru göldrótt og ná lengra en skilningur okkar. Öðrurri þræði er þetta líka efablandin ástarjátning til íslands og þess sem er rammíslenskt, því „harmleikur íslenska nútímalistamannsins liggur í því að ísland er of lítið til að geta fóstrað hann, en of stórt til að ganga með það í maganum um allan heim“. Og svo verður ekki betur séð en að þetta sé sjálfsuppgjör miðaldra manns, hreinskilið en þó aldrei óþarflega berort; sýn inn í skemmtilega innréttað heilabú listamanns sem hefur notið líkt og ósjálfráðrar aðdáunar síðustu ár - manns sem er stundum hryggur, stundum í brotum, dálítið ringlaður s,gu«du« guðmundsson yfir því að vera ekki ungur lengur og hefur efasemdir um afrek í fortíðinni og hvað skal til bragðs taka í framtíðinni. Bók full af orðum, myndum, smáskringilegheitum, galgopahætti, speki - vísdómi jafnvel. Thule er vörumerki sem flestir íslendingar sem komnir eru til vits og ára þekkja. Undir því var framleiddur pilsner sem lengi var á markaði og einnig bjór sem framleiddur var löngu áður en bjór- væðing íslands hófst fyrir hátt í fimm árum. Ætli séu ekki ýmsir sem muna líka eftir fúlskeggjuðum víkingi sem svalaði þorsta sínum með því að drekka Thule í gamalli sjónvarpsauglýsingu. Og nú er aftur kominn á markað bjór undir þessu heiti. Hann er framleiddur af Víking-Brugg og seldur í hálfs lítra dósum. Það er ekki hlaupið að því að búa til nýja bjórtegund. Það er starf sem útheimtir mikla yfirlegu og vandvirkni. Þannig hafa tilraunir og bragðprófanir á nýja bjórnum staðið yfir allt þetta ár, þar til brugg- meistarar Víking voru loks ánægðir og smakkarar létu sannfærast um ferskleika og bragðgæði mjaðarins. Víking-Brugg hefur verið að brydda upp á ýmsum nýungum að 124 EINTAK DESEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.