Eintak - 01.12.1993, Blaðsíða 40
íslendingar hafa sál, bæði einir sér og síðan allir saman
- þjóðarsálina. Sú sál er skiljanlega stærri og magnaðri en
aðrar sálir. Ekki bara merkilegri en sál hvers einstaks
íslendings heldur líka mikilfenglegri en sálir annarra þjóða.
íslendingar eru nefnilega einstakir, sérstakir og öngvum
öðrum líkir. Gunnar Smári Egilsson rekur hér helstu
eðlisþætti þessarar
Afskiptasemi
Skaparinn hefur komið því svo haganlega fyrir að
Islendingar hafa jafnmikið þol gagnvart afskipta-
semi nágrannans eins og þeir hafa þörf fyrir að
skipta sér af annarra hag. Þessi afskiptasemi hefur
fundið sér farveg í óskráðum reglum í samskiptum
manna, jafnt sem heilu lagabálkunum frá Alþingi.
(Það eru til dæmis til lög sem kveða á um hvaða
nöfnum foreldrar mega skíra börn sín.)
En skýrast kemur hún fram þegar fólk setur
sér reglur í smærri hópum, til dæmis í húsfélög-
um. í hefðbundnum húsreglum fjölbýlishúsa á Is-
landi eru ákvæði um svefntíma fólks, hvar og hve-
nær það má hengja út þvott, hvort og þá undir
hvaða kringumstæðum það má skilja hluti eftir á
svölum íbúða sinna og hversu nálægt íbúð sinni
börn skuli hætta leik og ganga þögul og prúð. f
þessum reglum kristallast bæði þörf og þol íslend-
inga gagnvart afskiptasemi. Þeir eru tilbúnir að
fórna eigin ffelsi til þess að geta takmarkað frelsi
nágrannans.
Aumingjadýrkun
Ef marka má íslendingasögurnar er þetta ein-
kenni ffekar geðgróið en meðfætt þjóðarsálinni. I
sögunum voru hetjurnar hetjur og liðleskjurnar
aumingjar.
Á þessari öld hafa hetjumar hins vegar orðið að
skúrkum og vesalingarnir að hetjum. Þannig er
Salka Valka hetja þar sem hún lifði í sjálfskipaðri
fátækt og vesaldómi en Steinþór er þrjótur þar
sem hann komst vel af í lífsbaráttunni. Mestur
aumingi bókmenntasögunnar, Ólafur Ijósvík-
ingur, varð ástmögur þjóðarinnar. Ólafur var svo
mikil gufa að hann leystist upp í lok bókarinnar af
einskærum roluhætti.
Aumingjadýrkunin lifir ekki bara góðu lífi í
bókmenntunum, heldur líka hversdags. öllum
þykir vænt um þann illa stæða, illa farna og jafnvel
skapilla, vilja knúsa hann og finna í honum góða
sál og gott innræti. Enginn vill hins vegar heyra af
þeim sem gengur vel og líður vel - nema þá ein-
hverja kjaftasöguna.
Bjartsýni
Bjartsýni Islendinga er svo óhófleg að á meðan all-
ar þjóðir keppa um íþróttaverðlaun, bókmennta-
og friðarverðlaun gera þær sér grein fyrir því að
engin þjóð önnur en íslendingar hefur möguleika
á bjartsýnisverðlaunum og einskorða þau því við
Islendinga eina.
fslendingar eru í raun ónýtir til allra verka
nema þeir séu drifnir áfram af bjartsýni. Þeim
finnst ekki spennandi að takast á við neitt sem ekki
þarf kraftaverk til að klára. Árangurinn er misjafn.
Allt ffá katastrófum í fiskeldi til glapræðis á borð
við Stöð 2 sem reyndist hið besta mál á endanum.
Bjartsýni Islendinga lýsir sér í því að þeir gera
engar áætlanir - að minnsta kosti engar sem ætl-
unin er að fýlgja. Bjartsýnn maður þarf ekki áætl-
anir. Hjá honum á allt að blessast einhvern veginn.
Brjóstvit
Islendingar hafa ofurtrú á brjóstviti, enda hefur
þeim hlotnast meira af því en öðru viti. Þeir eru
fljótir að verða sérfræðingar í hverju því sem þeir
leiða hugann að.
Að surnu leyti er þetta sprottið af fámenninu.
Hér verða allir að vera sérffæðingar í fleiru en einu
og helst í hellingi af málum. Og þar sem Islend-
ingar eru nokkurn veginn eins uppbyggðir og það
fólk sem á fullt í fangi með að vera sérfræðingar á
einu sviði, þá eru Islendingar sjaldnast miklir sér-
fræðingar.í neinu af því sem þeir leggja fyrir sig.
Sérffæði þeirra ristir grunnt en er víðfeðm. Is-
lendingar hafa því lítið vit á mörgu, en ekki mikið
vit á neinu.
Doði
Ef til vill væri ekki hægt að lifa á íslandi án þess að
láta allt yfir sig ganga. Þó ekki væri nema vegna
veðursins. Og verðsins í seinni tíð.
Islendingar rísa sjaldan upp og mótmæla.
Andóf þeirra gegn dönskum yfirráðum einskorðað-
ist við suð í bænabréfúm og tuð í skólastofum
Menntaskólans í Reykjavík. Ef ekki hefði verið fyr-
ir þá slembilukku að Hitler hertók Danmörku
væru þeir sjálfsagt enn suðandi og tuðandi.
Sú list að láta allt yfir sig ganga hefur gert doð-
ann að einu einkennistákni íslensks lundarfars. Is-
lendingar voru svo dofnir fýrr á öldum að þeir
sultu fremur en að láta sér detta í hug að borða síld
sem þó hreinlega skolaði á land til þeirra. Það eru
meira að segja til sögur af því að síld hafi rignt á þá
eftir að hún hafði þyrlast upp í háloftin í einhverj-
um dularfullum stormsveipum. En þótt skapar-
inn kastaði þannig síldinni í hausinn á þeim í von
um að þeir vöknuðu kveiktu þeir ekki á perunni,
heldúr báru síldina niður í fjöru og hentu henni
aftur í sjóinn.
Með sama doðann að vopni ganga Islendingar
inn í súpermarkaði og kaupa papriku á verði gulls.
Þrátt fyrir að þeir hafi búið hér í þrjátíu kynslóðir
kunna þeir ekki enn að klæða af sér íslensk vetrar-
veður, heldur verða á ntilli húsa í sumartísku síð-
asta árs. Ekki vegna þess að þeir séu svona miklar
tildurrófur, heldur vegna þess að þeim finnst ekki
taka því að klæða sig betur úr því það vorar hvort
sem er. Á sama hátt og útlenda og ódýra paprikan
kemur hvort sem er bráðum.
Dómharka
Þrátt fyrir fámennið og þá samstöðu sem Islend-
ingar finna með santlöndum sínum, þá eru þeir
fljótir að snúa við blaðinu ef nágranni þeirra stígur
út af sporinu. íslendingar hafa nefnilega nokkuð
dökka sýn á manneðlið og er gjarnt að trúa því að sá
sem mistígur sig sé eðlislægur misyndismaður.
Og stundum þarf sá ekki að misstíga sig. Það er
nóg að hann sé lítillega öðruvísi í háttum. íslend-
ingum er nefnilega gjarnt á líta á alla þá sem eru
ekki alveg eins og þeir sjálfir sem skítapakk.
Þannig renna unglingar sem brjóta og bramla
sumarbústaði saman við stökkbreytta illþýðið í Mad
Max-myndunum. Þeir missa alla mennsku og eru
nánast réttdræpir. Og þegar sú afstaða hefur feng-
ið að ferðast örlítið um þjóðarsálina verður hún að
brýnni nauðsyn. Ef þetta fólk er ekki tekið úr sam-
bandi hið fyrsta mun það smátt og smátt vaxa,
40
EINTAK DESEMBER