Eintak - 01.12.1993, Page 135

Eintak - 01.12.1993, Page 135
'Margrét skynjaði kuldann í Moskvu í smásögum Petrúshevskaju, fann sammannlegar spurningar í Elínu Helenu og leiddist ekki á Hróa Hetti. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur I fjármála- ráðuneytinu, sjónvarpsþula og nýskeð gagnrýnandi: Ódauðleg ást Ljúdmíla Petrúshevskaja Það er heldur hráslagalegt yfir- bragð yfir persónunum 1 þessum smásögum. Flestar þeirra búa í þröngu húsnæði, köldu og loftlausu. Margir eru eilífðarstúdentar með ókláraðar kandídatsritgerðir, einstæð- ar mæður og fólk sem örlögin hafa á einn eða annan hátt leikið grátt. Hér er ískalt raunsæi á ferðinni. Frásagnarmátinn er svo kaldhæðinn að hann jaðrar við að vera á mörkum hins grimmilega. Á þann hátt verða sögurnar ögrandi. Eftir lestur þeirra stendur eftir sú spurning hvort örlög persónanna ráðist frekar af umhverfi þeirra og þjóðfélagsskipan, en af hinu mannlega hlutskipti. Ef hið fyrra væri rétt ætti bókin tæpast erindi til landans sem er ekki bara búinn að brenna torfbæinn og kominn á mölina, heldur löngu kominn úr kjallaraholunni í einbýli. En vitaskuld er þetta einföldun. Örlög persónanna eru hárfínn vefur kuldans í Moskvu og kulda hjartans. Elín Helena Borgarleikhúsið Leikritið fjallar um unga konu og ferðalag hennar á vit fortíðarinnar, sjálfrar sín og lífsins. Hún ákveður að hafa uppi á föður sínum, banda- rískurn hermanni sem hún hefur hvorki heyrt né séð síðan hún var barn. Elín Helena tekur áhættu með því að grafast fyrir urn sannleikann vegna þess að hann er viðsjárverður og að sjálfsögðu annar en hún ætlaði. En eins og í góðum leikritum varðar ferðalagið ekki einvörðungu Elínu Helenu, hennar nánustu og þeirra prívat myrkur. Það er spurt sam- mannlegra spurninga og svörin varða okkur öll. Einfaldleiki situr í fyrirrúmi í bæði umgjörð og leik. Þeir fáu effektar sem gripið er til verða þeirn mun áhrifameiri fyrir bragðið. Það áhrifamesta er hvernig hið dramatíska myrkur setur tóninn í sýningunni alveg frá upphafi. Tónlistin er gott dæmi um þetta. Hún minnir á tjörn í dimmum helli og maður heyrir hvernig droparnir lýsa upp myrkrið. Þannig undir- strikar tónlistin sem og leikmyndin í heild víðfemi myrkursins á móti viðkvæmni ljóssins - sem lýsir átök- um verksins í hnotskurn. Hrói Höttur, menn í sokkabuxum Stjömubíó Þeir sem sáu Kevin Costner leika Hróa Hött hafa örugglega gaman af Hróa Hetti Mel Brooks - síðarnefnda myndin byggir meira eða minna á því að gera grín að þeirri fyrrnefndu. Allar höfuðpersónur ævintýrisins fá hér fyrir ferðina: Tóki rnunkur, Litli-Jón, fógetinn í Nottingham og ekki síst Hrói sjálf- ur. Skemmtilegust er myndin þegar hún ræðst til atlögu við klisjuna sem veður ávallt uppi í svona ævintýra- myndum af Hollywood-gerðinni; það tekst sérstaklega vel í upphafs- atriðunum. En það fara ekki allir í sokkabuxurnar hans Kevins Costner. Brandararnir þynnast svo- lítið þegar líður á myndina, það er eins og framvinda sögunnar missi dampinn. En þegar á heildina er litið má segja að myndin sé prýðisgóð af- þreying og engum ætti að leiðast að fylgjast með Hróa Hetti og mönnum hans í sokkabuxum. 0 BORGARKRINGLAN © 6 8 7 2 6 6 Dekraðu við heimilið *IÍS1» Hverfisgötu 84 s: 1 38 13 Restaurant mi H AFN ARSTRÆTI 1 Œ* 13340 ALLT SEM HEITIR ÞVOTTUR - ÞAÐ ER OKKAR FAG ÞVOTTAHUSIÐ BORGARTÚ NI 27 - SÍMI 1 33 97 LISTHUS í LAUGARDAl LISTACAFÉ Engjateigi 17-19 Við bjóðum upp á heita og kalda rétti og ljúffengar kökur með kaffinu. Opið alla daga. Verið velkomin. Sími: 68 42 55. Veisluþjónusta. DESEMBER EINTAK 135
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.